Vikan


Vikan - 29.11.1962, Page 3

Vikan - 29.11.1962, Page 3
IKAN FLJÚGANDI HJÓLHESTAR Óðinn reið loft á sínum áttfætta Sleipni, og gríski skáldfákurinn, Pegasus, hafði vængi — og nú hafa hjólhestarnir líka 'fengið vængi. Kannski er bað gert í þeirri meiningu að atóm- skáld fái líka sinn flugfák. Að öllu gamni slepptu, þá er það einn þátt- takenda í keppni um verðlaun, sem við mun- um þegar hafa minnzt á í þessum þáttum er fundið hefur þessa lausn á verðlaunaþrautinfti ■—■ flugvél, eingöngu knúna mannafli. Átak fót- stigna drifhjólsins er fært yfir á spaðana í hlut- fallinu 10:1, sem nægir til þess að þeir geta farið 1500 snúninga á mínútu, en það á að nægja til flughraða, sem nemur 30 mílum á klukkustund. Hæðarstýrinu er stjórnað með handfanginu, eins . og sjá má af myndunum. Sá er einnig brezkur, sem á heiðurinn af þess- ari uppfinningu, en landi hans, sá er fann upp þá mannknúnu flugvél, sem við höfum áður birt mynd af, hefur þegar náð 25 mílna hraða, miðað við klukkustund, og flogið í þrjátíu feta hæð raunar ekki nema hálfa mílu — svo að Líftæknifræðin er að kalla ný vísindagrein. Að henni standa bæði tæknifræðingar og líf- fræðingar víða um heim, sem telja að véltækn- in nálgist nú það hámark, að hún komist ekki lengra; að minnsta kosti sé það þannig á mörg- keppnin verður „geysihörð“, eins og Sigurður okkar mundi orða það. Verðlaunin eru líka allrífleg, fimm þúsund sterlingspund, sem þykir góður skildingur á Bretlandi, þótt varla dygði sú upphæð fyrir sæmilegri íbúð hér á landi. VÉLGENGILLINN um sviðum, og verði því að halda þar inn á þá braut að taka sér lifandi verur, byggingu þeirra og viðbrögð, meir til íyrirmyndar en gert hefur verið hingaö til. Þessi stefna hefur þegar borið nokkurn árangur og má nefna sem dæmi, að vestur-þýzkur vísindamaður, sem haldið hefur því fram að spiklagið í skrokk hnísu og hvalíiska þénaði ekki eingöngu líffræðilegum tilgangi, svo sem kuldaeinangrun, heldur yki og bylgjuiaga hreyfing þess á sundi skriðhraða skepnunnar, hefur stóraukið skriðhraða til- rauna-kafbáta með því að klæða þá plastlagi með svipuðum stinnleika og spiklag hnisunnar. „Vélgengillinn“, ef svo mætti nefna farartæki þaö, sem myndin sýnir, og unnið er nú að smíði á hjá General Eleetric í Bandaríkjun- um, er einn árangur þessarar stefnu. Fætur hans eiga að veröa íjórir metrar á lengd, svo skreflengdin verður alldrjúg, enda á hann að geta gengið um fimmtíu til sextíu km á klst. Hann á að geta reist sig við af sjálfs- dáðum ef hann skyldi hrasa, og farið yfir veg- leysur, sem ófærar eru öðrum vélknúnum far- artækjum, t. d. upp mjög brattar brekkur. Hon- um verður og stjornaö af manni, eins og öðrum vélknúnum farartækjum. Þá er og ráð fyrir gert, að tengja megi nokkra slíka vélgengla hiið við hlið, og mundi það þá auka burðamagn þeirra og stöðugleika. Heldur væri það óviðkunnanlegt að mæta slikum vélgenglum í hálfrokknu, þar sem mað- ur væri slíkum ,,draugum“ óviðbúinn, jafnvel þótt ekki væri nema einn á ferðinni .. . nts tjtgefandi: Hilmir h.f. Hitstjóri: GísJí Sigurðsson (ábm.). Framkvæmdastjóri: iíilmár A. Kristjáirsson, Ritfitjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Simar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthójf 149. Afgreiðsla og dreifing: BlaCadreifing, Laugavegi 133, sími 30720.jDreifíngarstjóri Óskar- Karls- son. Verð i lausasölu kr. 20. Áskrift- arverð er 250 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun; HiJmir h.f. Myndamót: Rafgraf h.í.v. Y > ' tt" i Gerbéra heitir blóm, sem upprunnið er í Austurlöndum, en sem snemma var flutt til hins vestræna heims. Það er einkum frægt fyrir mörg og fögur litbrigði, og nú á síðari árum fyrir það, að tízkuvöru- fyrirtækið Orlane í París hefur notað það sem tákn fram- leiðslu sinnar. - Forsíðumyndin okkar í dag er af ungri franskri stúlku, og auðvitað er hún með Gerbéra. í næsta blaði verður m.a.: 9 Næsta blað Vikunnar verður jóíablað 1962. Af efni þess má nefna: © Á LEIÐ UM LANDIÐ HELGA. Ritstjóri Vikunnar segir frá ferðalagi um söguslóðir Nýja Testamentisins með viðkomu í Betlehem og Jerúsalem; m. a. Via Dolorosa, Golgata, Kedron- dal, Olíufjallinu, Musterissvæðinu og Getsemane. • TAKIÐ ÞIÐ ÞRlR Á. — G. K. ræðir við snæfellskan sægarp sem barg lífi sínu á ótrúlegan hátt í sjávarháska; fjötraði sig við mastur á bát, sem sökk. • FRÁ HEIMSLYSTUM í HELGAN STEIN. SH ræðir við Rík- harð Ásgeirsson i Nýlendu í Höfnum suður. Hann hefur m. a. ratað í það að vera tekinn fastur fyrir vopnasmygl til Kúbu og sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum. • TVÖ JÓLABRÉF. Smásaga eftir Guönýju Sigurðardóttur. • EITT FÚMM — OG HEIMURINN BÚINN AÐ VERA. SH ræð- ir við Hinrik ívarsson i Merkinesi. • FUGLARNIR HENNAR MARÍU. Saga eftir Loft Guðmunds- son, rithöfund. Það er fyrsti hlutinn af fjórum. • JÓLABORÐIÐ 1962. Vikan hefur tckiö litmyndir af jóla- borðum í Þjóðleikhúskjallaranum og í Hótel Sögu. Forsíðu- mynd og heil opna með litmyndum inni í blaðinu. 9 TENGDAMÓÐIRIN. Jólasaga frá Landinu helga. ® Verðlaunasagan í smásagnakeppni Vikunnar: BRÆÐRA- BYLTA, eftir Ingólf Kristjánsson, rithöfund. • EIN VIÐ BORÐ. Smásaga eftir Unni Eiríksdóttur. VIKÁN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.