Vikan


Vikan - 29.11.1962, Side 6

Vikan - 29.11.1962, Side 6
AÐ LIFA? Það er stutt síðan að þau válegu tíðindi bárust um heiminn, að lyfjaframleiðendum hefðu orðið á hryggileg mistök, er þeir dreifðu svefnlyfinu thalidomide í þeirri góðu trú að það væri óskaðlegt öllum. Lyfið þótti óvenjugott til þeirra hluta, sem það var ætlað, og vissu menn ekki til að notkun þess mundi draga neinn dilk á eftir sér. Síðar kom það svo í ljós, að notkun lyfsins meðal vanfærra kvenna, leiddi í mörgum tilfellum til þess að afkvæmið varð hryllilega van- skapað. Lýsti það sér þannig, að útlimir voru að mestu óskapaðir og oft vantaði þá með öllu. IJr því sem komið var, reyndist ekkert eg: við þessu að gera, annað en o.ð taka lyfið úr umferð hið snar- nsta, - og svo var beðið þar til þau fóstur, sem voru á meðgöngutíma á þessu tímabili voru fædd í heim- inn. Vanskapnaðinn var ekki hægt að fjarlægja eða laga. Börnin voru dæmd til þess að lifa þannig van- cköpuð allt sitt líf, e. t. v. með að- stoð gervilima og annarra aðstoð- argripa. Sem betur fer munu íslendingar hafa sloppið við þennan vágest, en hundruð og jafnvel þúsundir barna munu hafa fæðzt vansköpuð víða um heim, vegna þessara mistaka með lyfið. Fregnir bárust svo til á hverj- um degi um fleiri og fleiri börn, sem komu handalaus eða fótalaus í heiminn, eftir að kon- urnar höfðu notað thalidomide á meðgöngu- tímanum. Það þarf því engan að undra, þótt óhug hafi slegið á þær konur, sem ennþá gengu með fóstur, og vissu. að þær hefðu neytt lyfsins. Þær máttu eins vel reikna með því að barnið yrði hryllilega vanskapað og meira eða minna bjargarlaust alla ævi. Þegar þannig stendur á, furðar fáa á því þótt tilvonandi mæður leiti örþrifaráða til að tryggja það að slíkir vesa- lingar fæðist ekki í þennan heim, enda munu þær vafalaust margar, sem hafa fengið fram- kvæmda fóstureyðingu vegna þessa. Við minnumst vafalaust öll ungu bandarísku konunnar, frú Finkbine, sem sótti um leyfi í heimalandi sínu til þess að fóstureyðing yrði framkvæmd þar, en fékk blákalda neitun. Lög- in neituðu algerlega um slíkt leyfi. Líf kon- unnar sjálfrar var ekki í neinni hættu þótt hún æli barnið, en það virðist vera skilyrði fyrir slíkri læknisaðgerð þar. Málinu lyktaði með því að konan tók sér ferð á hendur til Svíþjóðar, en þar eru lögin ekki eins ströng á þessu sviði, og þar fékk hún fóstureyðingu fram- kvæmda vandræðalaust. Aðgerðin tókst vel, — og það kom í ljós þegar fóstrið hafði verið losað, að það var vanskapað eins og líkur höfðu raunar bent til áður. í sambandi við þetta stórmál með lyfið og vandræði þessarar konu með að fá þessa að- gerð framkvæmda,þá vaknar sú spurning hjá ckkur hvernig þessum málum sé farið hér heima á íslandi. Hvernig eru íslenzku lögin varðandi þetta? Hvernig eru framkvæmdir í þessum málum hjá okkur? Erum við frjáls- lyndari eða strangari í skoðunum en aðrar þjóð- ir? Hefði frú Finkbine eða önnur kona, sem eins var ástatt með, fengið framkvæmda lög- lega fóstureyðingu hér á landi?

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.