Vikan


Vikan - 29.11.1962, Síða 7

Vikan - 29.11.1962, Síða 7
FÓSTUREYÐINGAR ERU EITT ÞEIRRA VANDAMÁLA, SEM VALDIÐ HAFA MIKLUM OG VÍÐTÆKUM DEILUM UM ALLAN HEIM, EN LÖG UM ÞESSI MÁL ERU MJÖG MISMUNANDI í HINUM ÝMSU LÖNDUM. LÍTIÐ HEFUR VERIÐ UM MÁLIÐ RÆTT OPINBERLEGA HÉR Á LANDI, EN VAFALAUST ER FRÓÐLEGT FYRIR ALMENNING AÐ KYNNAST ÍSLENZKUM LÖGUM UM FRAMKVÆMD ÞEIRRA Á ÞESSU VANDAMÁLI, OG ÖÐRUM MIKILSVERÐUM ATRIÐUM í SAMBANDI VIÐ FÓSTUREYÐINGAR. G.K. REYNIR AÐ SKÝRA FRÁ ÞVÍ HELZTA I ÞESSARI GREIN. íslenzk lög. Þegar ég íór að afla mér upplýsinga um fóstur- eyðingar, fannst mér í sannleika sagt að það yrði lítill vandi að lýsa fyrir lesendum í tiltölulega fáum orðum hvernig slík mál væru afgreidd hér á landi, hvernig lögin væru og í hvaða til- fellum undantekningar væru gerðar. En því fleiri upplýsingar sem ég fékk, því meira sem ég las og kynnti mér málið, því Ijósara v.arð mér að ógerningur er að gera því sæmileg skil í einni blaðagrein, og raunar heldur ekki þótt meira væri skrifað. Það er svo ótrúlega margt, sem grípur inn í, firnin öll af ástæðum fyrir því að þetta er leyft eða bannað, skoðanir svo margar og rökin bæði með og móti óumdeil- anleg. En til þess að almenningur fái ein- hverja hugmynd um hvernig þessum málum er varið hér, skulum við reyna að gera okkur grein fyrir helztu atriðunum. Gildandi lög um fóstureyðingar voru sett á Alþingi 1934 og gengu í gildi 28. jan. 1935. Áður en þessi lög voru samþykkt, var dómur viðkomandi læknis oftast látinn ráða, og var honum þá mikið í sjálfsvald sett, hvenær hann framkvæmdi fóstureyðingu. Lagafrumvarpið mun að mestu eða öllu leyti hafa verið undir- búið af þáverandi landlækni, Vilmundi Jóns- syni, í samráði við Læknafélag Reykjavíkur. Nokkrar umræður urðu um þetta á Alþingi, og þá einna helzt um það atriði hvort læknar skyldu skyldaðir til að láta öllum í té leið- beiningar um getnaðarvarnir. Um aðalatriði lag- anna, þ. e. skilyrði fyrir leyfi til fóstureyðinga, var ekki ágreiningur. Það væri of langt mál að rekja þessi lög hér orði til orðs, en aðalinnihald laganna er í raun- inni það, að ef konunni er hætta búin af með- göngunni eða fæðingunni, þá er lækni heimilt að framkvæma fóstureyðingu. Þ. e. a. s. að líf og heilsa konunnar eru tekin fram yfir líf fóst- ursins. Auk þessa er heimilt að taka nokkurt tillit til félagslegra ástæðna konunnar jafn- framt heilsufarslegum ástæðum. „Við mat á því,“ segir í lögunum „hvert tjón er búið heilsu þungaðrar konu af burðinum, má meðal annars taka tillit til þess, ef konan hefur þegar alið Xhalidomide, — lyfið sem vakti hrylling um alian heim. mörg börn með stuttu millibili, og er skammt liðið frá síðasta barnsburði, svo og til þess ef konan á við að búa mjög bágar heimilisástæð- ur vegna ómegðar, fátæktar eða alvarlegs heilsu- leysis á heimilinu." Þá segir ennfremur: „Um fóstureyðingar... gilda eftirfarandi reglur: 1. Þær mega ekki fara fram nema á sjúkrahúsum og þeim einum sjúkrahúsum, er ráðherra viðurkennir í því skyni. (Fæðingardeild Landsspítalans, Sjúkra- hús Akureyrar og ísafjarðar). 2. Áður en fóstur- eyðing má fara fram, verður að liggja fyrir skrifleg, rökstudd greinargerð tveggja lækna um nauðsyn aðgerðarinnar, og sé annar þeirra yfirlæknir sjúkrahússins, þar sem aðgerðin er fyrirhuguð, en hinn að jafnaði sá læknir, sem ráðlagt hefur konunni að leita sjúkrahússins í þessum erindum ...“ I rauninni eru þetta aðalatriði laganna, sem ráða því hvenær og af hvaða ástæðum fóstur- eyðingar eru framkvæmdar. en síðan er eftir að vita hvernig lögin eru túlkuð og hvenær slík aðgerð getur talizt leyfileg samkvæmt þeim. Aðgerðir skv. lögum. í síðustu heilbrigðisskýrslum landlæknis ■— fyrir árið 1957 — eru taldar upp 59 fóstur- eyðingar sem hafa verið framkvæmdar sam- kvæmt lögum á þessum fyrrtöldu sjúkrahúsum. Af þeim eru 50 giftar konur. 16 konur voru taldar í verka- eða sjómannastétt, 15 í stétt iðnaðarmanna og 10 í stétt verzlunar- og skrif- stofumanna. Af þessum 59 fóstureyðingum voru 12 framkvæmdar meðfram af félagslegum ástæðum, og til að varpa dálitlu ljósi á þær ástæður, er rétt að skýra hér frá tveimur til- fellum að nokkru. 30 ára eiginkona iðnnema í Reykjavík hafði fætt 10 börn á 12 árum og aldur barnanna þegar aðgerðin var framkvæmd var 12, 11, 10, 9, 7, 6, 5, 4, 2 og V-i árs og voru öll í umsjá konunnar.Hún var svo komin 7 vikur á leið. íbúðin var 3 herbergi í ófullgerðu húsi í bragga- hverfi. Fjárhagsástæður: 52 þús. kr. árstekjur. Sjúkdómur: Þunglyndi og örþreyta (alger upp- gjöf). Félagslegar ástæður: Ómegð og lélegt húsnæði. Framhald á næstu síðu. VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.