Vikan


Vikan - 29.11.1962, Qupperneq 9

Vikan - 29.11.1962, Qupperneq 9
a8 segja í þessu sambandi, og lög okkar mannanna skipa ekki eins háan sess í hugum fólks eins og trúarskoðanir eða reglur sértrúar- flokka. Trúarskoðanir eru gjarnan á þann veg að jafnskjótt og eggið frjóvgast, þá sé til orðinn nýr einstaklingur, og að allt sem gert er til þess að koma í veg fyrir að hann sjái dagsins ljós, — sé morð. íslenzku lögin líta ekki alveg eins strangt á þetta atriði. „Það er fóstureyðing, ef burður er líflátinn í móðurkviði áður en konan hefur gengið með hann fullar 28 vikur eða fósturláti komið til leiðar . .. Það er líflát barns ... ef burður er líflátinn í móðurkviði eða í fæð- ingu eftir að konan hefur gengið með hann að minnsta kosti fullar 28 vikur ...“ segir í lögunum. Að vísu er þar talað um líflát burðar í fyrra tilfellinu, en þó er sýnilega gerður greinarmunur á lífláti burðar og barns í móðurkviði. Þessi tímamörk munu vera miðuð við það að burðurinn geti lifað sjálfstætt utan móðurkviðar eftir 28 vikur. Eftir þann tíma eru þeir möguleikar því fyrir hendi, að móðir og barn geti bæði lifað þótt þau séu aðskilin. Annars eru þessi tímamörk ekki beint viðkomandi þessum umræðum, að öðru leyti en til að sýna hvernig lögin skilgreina á milli fósturs og ófædds barns. Þessi skil- greining er ekki til mér vitanlega í kaþólskum sið. En jafnvel þótt ekki sé um sterkar trúarskoðanir að ræða, þá er annað sem verður að taka með í reikninginn, þegar ákvörðun er tekin um þessa aðgerð, — og það er samvizka konunnar. Læknar hér hafa tjáð mér að fóstureyðing leggist oft þungt á kon- ur andlega, jafnvel þótt þær hafi óskað þess af heilum hug að að- gerðin yrði framkvæmd. Síðar meir, jafnvel eftir mörg ár, skýtur upp í kollinum á þeim þeirri hugsun, að ef þetta hefði ekki verið gert, þá væri bamið nú orðið svo eða svo gamalt. Þetta er oft mjög mikilvægt atriði, sem taka þarf með í reikninginn, þegar ákvörðun er tekin, sérstaklega ef um taugaveiklaðar konur er að ræða, trúaðar — jafnvel þótt þær séu ekki kaþólskar eða í einhverjum sértrúarflokki. Það er nefnilega ein hættan við fóstureyðingu, að konan getur orðið ófrjó alla sína ævi, og ef þannig tekst til, er ekki nema eðlilegt að konan sjái eftir þessu barni, sem aldrei varð til. HÆTTULEGAR AFLEIÐINGAR. Og þá komum við að þeim líkamlegu hættum, sem eru samfara að- gerðinni fyrir konuna. Tímabundnar hættur eru aðallega þrennskonar: Blæðing, bólgur eða sýking. Allt þetta þrennt getur talizt hættulegt, að þó frekar áður en fúkkalyfin og önnur nútímalyf komu til sögunnar. Blæðingar eru tíma- bundnar og oftast viðráðanlegar með góðri hjúkrun og viðeigandi aðgerðum. Sýkingarhættan er verri viðfangs, því þegar fóstur hefur verið fjarlægt, er legið varnarlítið gegn alls konar sýklum og er í raun- inni hreinasta gróðrarstía fyrir þá. Bólgur eru algengur fylgikvilli og oft erfiðar viðfangs og geta jafnvel orsakað ævilanga ófrjósemi. Það á sérstaklega við um kornungar stúlkur, og mun ekki óalgengt að fóstureyðing hjá þeim valdi ófrjósemi. Að sjálfsögðu eru þessar hætt- Framhald á bls. 36. Vanskapað'ur drengur æfir sig að borða með gervihendi. Fræðsla í líffræði og kynferðismálum er nauðsynleg. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.