Vikan


Vikan - 29.11.1962, Síða 13

Vikan - 29.11.1962, Síða 13
Taktu nál og enda, lokaðu augunum og reyndu síðan að þræða nálina! Gjörsamlega úti- lokað! segirðu sjálfsagt ... En í eitt skipti af hverjum þúsund getur það heppnazt! Reyndu svo annað, sem er enn þá erfiðara. Settu bindi fyrir augun, haltu síðan bók í lestrar- hæð og reyndu að lesa! Að sjálfsögðu geturðu það ekki, enda er uppástungan út í hött! Ég var sömu skoðunar, þangað til fyrir nokkrum mánuðum síð- an. Þá heyrði ég sagt frá gömlum búddha-munki á afskekktum stað í Thailandi, sem hafði gert þá merkilegu uppgötvun, að kleift væri að sjá án augna. — Og raunin er reyndar sú, að menn geta séð gegnum kinn- arnar. DÁLEIÐSLA. Geta menn lsért áð sjá með a'ö- stoð þessarar aðferðar? gehur þetta orðið almenn aðferð til að lækna blindu? Dr. Khun Vichit Sukhakarn, sem stjórnar rannsóknunum í Bangkok, segir, að aðferðin sé takmörkunum háð. Reynslan sýnir, að hægt er að ná mjög góðum árangri, ef sjúkl- ingurinn er ungur, næmur fyrir dá- leiðslu og fús til samvinnio. Fyrstu tilraunirnar, sem framkvæmdar voru á rannsóknarstofu dr. Sukhak- arns, voru gerðar á barni með eðli- lega sjón, en með bundið fyrir augun. Fyrir ári síðan kom 20 ára gamall piltur á rannsóknarstofuna. Hann hafði verið algjörlega blindiar um 7 ára skeið. Þetta var fyrsta raunverulega til- raunin, og árangurinn kom öllum á óvart. Pilturinn var dáleid'dur tvisvar á dag í 6 vikur. Eftir þann tíma ákaflegá tiiíinningariænit, bæði fyr- ir snertingu og ljósi. Hinn sterki ljósgeisli frá vasaljósinu, sem haldið var upp að kinninni, olli honum ó- þægindum og að lokum þoldi hann ljósið alls ekki. Eftir 7 vikur gat hann „séð“ óljósa skugga undir dáhrifum. Svo skeði það allt í einu •— hálf- um mánuði síðar — að hann sá greinilega gegnum vinstri kinnina, þótt hann væri glaðvakandi og ekki undri neinum áhrifum dáleiðslu. Pilturinn varð gripinn svo miklum hugaræsingi, að hann svaf ekkert næstu tvær nætur. Næst var sjónin orðin svo skörp, að hann gat hæglega þrætt nál. Þó varð hann að halda nálinni þétt upp við kinnina. Þessu næst reyndu læknarnir hverja tilraunina á fætur annarri til þess að fullvissa sig um, að pilt- urinn væri í raun og veru farinn að sjá. Þeir slökktu öll Ijósin í her- berginu, og pilturinn æpti upp yfir sig, að hann sæi ekki neitt. „MYRKUR-TILRAUNIN“. Sjónin varð einnig veik, þegar þeir blésu vindlingareyk að and- litinu eða ruðu á það púðri eða kremi. Við ákjósanlegar aðstæður varð sjón piltsins stöðugt betri og betri. Brátt sá hann alla liti greinilega, og þá gerðu lækn- arnir enn eina tilraun, sem mikla athygli vakti. Þeir settu upp töflu með lituðum pappírsræm- um fyrir framan piltinn, og létu hann síðan fá aðrar pappírs- ræmur í sömu litum, sem hann raðaði nákvæmlega rétt eftir mynztrinu á töflunni. Að lokum sá hann orðið svo vel á þennan furðulega hátt, að Framhald á bls. 47. Drengurinn til hægri er steinblindur á báðum augum, en eigi að síð- ur getnr hann lýst lcjól stúlkunnar. Læknir einn í Bangkok frétti af hreinni tilviljun um kenningu munksins, og nú hefur hópur reyndra vísindamanna reynt sanngildi hennar, rannsakað hana og sannað. Vísindamennirnir hafa ekki einungis kennt börnum að þræða nálar og lesa með bundið fyrir augun; þeir hafa einnig kennt gjörsamlega blindum börnum að gera slíkt hið sama. í öllum tilfellunum var um að ræða að „sjá“ gegnum húð kinn- anna. Meðferðin byggðist einkum á dáleiðslu. Munkurinn lét aftur á móti sína sjúklinga biðjast fyrir eða sökkva sér niður í djúpa hugsun tímunum saman í stað- inn. Þessi sjón á ekkert skylt við ofsjónir, heldur er hægt að skýra hana á vísindalegan hátt. Kraftur bænarinnar var vís- indamönnunum vel kunnur og hann notuðu þeir því til þess að laða fram sem mesta einbeit- ingu hugans hjá sjúklingunum. En árangursríkast var þó að dá- leiða þá. í dááhrifunum voru sjúklingarnir síðan hvattir til að reyna að sjá gegnum kinnarnar. Oft þurfti margra vikna þjálf- un, en smátt og smátt fundu sjúklingarnir, að kinnarnar urðu móttækilegri. Nú hafði sterkt ljós áhrif á þá eins og augu hinna sjáandi. Síðan greindu þeir daufa birtu, og að lokum gátu þeir „séð“ svo greinilega, að þeir gátu talið fingur, sem haldið var uppi fyrir framan andlit þeirra. í fyrstu var „sjónin“ aðeins í svörtu og hvítu, en síðar gátu sjúklingarnir einnig greint á milli lita. Læknisfræðilega skýringin á þessu furðufyrirbrigði er sú, að greinar frá sjóntaugunum liggja í gegnum húð kinnanna. Gegn- um þessa taugaþræði er hægt að taka á móti „myndum“, sem síðan eru sendar um augun til heilans. ÞAÐ VIRÐIST VERA ÓTRÚLEGT, AÐ HÆGT SÉ AÐ SJÁ í GEGNUM KINNARNAR. EN VÍSINDAMENN í ASÍU STAÐHÆFA, AÐ ÞAÐ SÉ MÖGU- LEGT. ÞEIR HALDA ÞVÍ FRAM, AÐ í KINNUNUM SÉU VISSAR SJÓNTAUGAR, SEM HÆGT SÉ AÐ ÞJÁLFA. HÉR SEGIR FRÁ DRENG, SEM HAFÐI BLIND AUGU, EN SÁ SVO VEL GEGNUM KINNARNAR, AÐ HANN FÓR í KVIKMYNDAHÚS SÉR TIL ÁNÆGJU. varð hann var við sterka birtu í herberginu. Andlitshörundið varð Hann hefur verið blindur í sjö ár, en sér svo vel með kinnunum, að hann getur þrætt nál. Þessi horfir á myndirnar á töfl- unni með vinstri kinninni og lýsir þeim fyrir viðstöddum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.