Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 16
SJÁLFSAÐDÁTJN.
Þér finnst það aðdáunarvert, andlitið í spegli þínum, fagurlega skapað
og fullt af yndisþokka, gáfulegt og stórmannlegt með göfugmannlegu yfir-
bragði. Þú hefir vanizt því frá bernsku og æsku, það hefir vaxið með þér
og jafnan farið vel á með ykkur. Sannarlega, heimurinn væri viðkunnan-
legur, ef flest andlit bæru svipmót þitt!
Þessi tilfinning er eldri en spegillinn. Ævaforn goðsögn grísk greinir frá
Ungmenni nokkru, Narzissos að nafni, sem sá mynd sína speglast í tærri
lind og varð sVo hugfahginn af fegurð hennar, að hann métti hverei augum
af henni líta. Hann vék því ekki frá lækjarbakkanum, en tærðist upp í þra
eftir ímynd sinnar eigin fegurðar. Til mmningar kennum víð nú blóm við
hann, en einnig hina yfirþyrmandi sjálfsaðdáun, narzismus, seni birtist pa
sem einkenni sjúklegrar jafnvægisröskunar í hvata- og tilfinnirtgal'fi ein-
staklingsins.
Fæst okkar leiðast út í slíkar öfgar. Við kunnum oftast að samræma sann-
gjarnt mat okkar á öðrum mönnum heilbrigðri sjálfsaðdáun, þrár okkar
beinast að maka, sem við erum fær um að elska heitt o" dá innilega, þó
að við hverfum oft í tómi að hinni sögufrægu lind og dáum í spegilmynd
hennar okkar eigin fegurð og mikilleika.
Og það er ekki aðeins ásýndin, sem vekur aðdáun okkar; engu síður
miklum við fyrir okkur sálræna yfirburði, ekki aðeins vitsmuni og sið-
ferðisstyrk, heldur einnig ofurmannlegar gáfur. Hér erum við að vísu á breið-
um en allhálum vegi. Sjálfsaðdáun einstakra manna getur orðið svo alger,
að þeir telji sig yfir aðra hafna, gædda ofurmennskum hæfileikum, skáld
af guðlegum innblæstri, spámann, kjörinn til að frelsa þjóðina frá glötunar-
leiðinni miklu og með henni þann hluta mannkyns, sem verðugur kann að
reynast. Sá, sem haldinn er sjálfsaðdáun af þessari gráðu, gerir kröfu til
afdráttarlausrar viðurkenningar, oftast með myndugleik, sem verður bros-
legur í augum þeirra, sem standa fastari fótum í samfélagslegum raunveru-
leika.
Jafnvel þótt sjálfsaðdáun sé hóflegri, tálmar hún ávallt myndun sterkra
samfélagstengsla. Spámaðurinn er sjaldan ástríkur eiginmaður og innilegur
18 VIKAN
heimilisfaðir. Til þess beinist athyglin um of að honum sjálf-
um. Hann lokar sig inni í sjálfsaðdáun sinni, eins og
Narzissos forðum yfir spegilmynd sinni í lindinni. Freud talar
um hringmúrinn, sem sjálfsaðdáandinn reisi allt í kringum
sig, svo að torvelt sé að skyggnast djúpt inn í sálarlíf hans.
Oft verður þessi múr svo rambyggilegur, að byggingameist-
arinn sjálfur kemst ekki út, þótt hann vilji. Því missir sjálfs-
aðdáandinn oft af maka, eða ástartengslin slitna fljótt, þó að
þau hafi myndazt að nafni til. Mörg heimasætan hefir piprað,
meðan hún snerist í sálfsdáðun frammi fyrir speglinum.
SAMFÉLAGSVANDI SJÁLFSDÝRKANDANS.
Makaást er því háð, að karl og kona dáist meira hvort að
öðru en að sjálfu sér. Hóflaus sjálfsdýrkun bendir til brengl-
unar í hvatalífi einstaklingsins. Hún fellur ekki saman við
eiginsirni. Eigingirni og heilbrigð makaást geta farið vel sam-
an^ þó að þær nái ekki æðsta samlífsformi kynjanna. Hinn
eigingjarni heimtar ást eins og önnur veraldargæði. En sjálfs-
dýrkunin raskar eðlisbundnum kyntengslum og beinir ástar-
þrá einstaklingsins að honum sjálfum eða þeim, sem hann
telur sér eðlislíkan.
Af þessari tilhneigingu vaxa sjálfsdýrkandanum margs kon-
ar erfiðleikar, því að samfélagið hefir mótað siðavitund hans
í gerólíkum anda. Auðvitað er það svo hjá flestum mönnum,
að þrár og siðavitund samræmast ekki átakalaust. Að því
leyti er sjálfsdýrkandinn ekki einsdæmi. En með því að sam-
félagssiðgæðið viðurkennir ekki það lífsform, sem honum
þykir eftirsóknarverðast, er hann í meiri hættu en aðrir
fyrir því, að hin innri togstreita leiði til alvarlegra geðtruflana.
Þannig á ofsóknarbrjálæðið upptök sín í hóflausri sjálfs-
dýrkun. Hinum ofsóknarbrjálaða finnst vera njósnað um hvert
Framhald á bls. 47.