Vikan


Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 21

Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 21
ÍSLENSINGAR í ÁSTRALÍU Fyrir rúmu ári síðan birtist í Vikunni mynd af fjórum íslendingum, sem lögðu land undii; fót og hugðust freista gæfunnar í Ástralíu. Fyr- ir skömmu fengum við bréf frá einum af fjór- menningunum, Pálma V. Snorrasyni hljóðfæra- leikara. í bréfi sínu segir Pálmi meðal annars: „Af okkur fjórum er allt gott að frétta. Friðrik Ingvarsson, trésmiður, hefur mest allan tím- ann unnið við iðn sína, en síðustu fjóra mán- uðina hefur hann verið á hákarlaveiðum. Þeir Magnús Karlsson og Ásgeir Egilsson, vélvirkjar, hafa unnið víða við sína iðn, o'g nú sem stend- ur eru þeir að setja niður vélar í pappírsverk- smiðju hér í Tasmaníu. Tasmanía er eyja suður af meginlandinu og er eitt af fylkjum Ástralíu. Hér er ákaflega fallegt, enda er eyjan einn vinsælasti ferðamanna- og sumarleyfisstaður í Ástralíu. Hér hef ég haldið kyrru fyrir síðan ég kom til Ástralíu og líkar vel. Ég vinn á hóteli í Burnie, sem er íerðamannabær í Tasmaníu, og hef ég það mjög gott við hljóð- færaleik og kennslu. Við biðjum allir að heilsa heim til íslands og gerum ráð fyrir að koma heim eftir eitt til tvö ár, að minnsta kosti í sumarfrí ...“ Pálmi lét tvær blaðaúrklippur fylgja með í bréfinu frá Tasmaníu. Þar hefur hann orðið fyrir barðinu á blaðamönnum og ljósmyndur- um. í viðtali við Pálma kemst blaðamaður svo að orði: „Tónlistin hefur verið vegabréfið hans, og hann hefur komizt að raun um, að hæfileik- inn til að skemmta öðrum hefur rutt úr vegi ýmsum erfiðleikum, sem venjulega mæta ó- kunnum manni á erlendri grund ... Pálmi er fjölhæfur tónlistarmaður og leikur af sömu leikni á þrjú hljóðfæri, harmoniku, víbrafón og básúnu ... Nú leikur hann reglulega í Burnie, hefur komið fram í sjónvarpi og er almennt viðurkenndur sem einn færasti harmonikuleikari Tasmaníu. Hann hafði ekki fyrr stigið fæti sínum á tasmaníska grund, en einhver kom auga á farangur hans, og nokkr- um klukkustundum síðar var hann farinn að skemmta okkur — og þar með var björninn unninn. Orðrómurinn um hinn unga íslending, sem lært hafði list sína í hinni fjarlægu Reykjavík, breiddist út eins og eldur í sinu, og hann fékk atvinnutilboð hvaðanæva frá. Pálmi talaði harla litla ensku, þegar hann kom hingað, en komst fljótlega að raun um, að tónlistin var ágætt hjálparmeðal til þess að gera sig skiljanlegan. Með hennar aðstoð eignaðist hann brátt marga vini, og hjá þeim hefur hann á skömmum tíma náð furðumiklu valdi á tungunni ...“ Við þökkum Pálma kærlega fyrir tilskrifin um leið og við óskum honum og félögum hans áframhaldandi velgengni í útlandinu. ★ Gamla myndin. Þessi mynd var tekin fyrir þrettán árum og er af stórri hljómsveit, sem æfð var upp af Kristjáni Kristjánssyni og lék síðan á hljómleikum í Austurbæjarbíói. ■— Fremri röð: Einar B. Waage, altó-saxófónn (leikur á kontrabassa í Sinfóníuhljómsv.), Þórir Jónsson, baritón- sax. (fæst ekki við hljóðfæraleik sem stendur), Adolf Theódórsson, tenór-saxófónn (fæst ekki lengur við hljóðfæraleik), Gunnar Ormslev, tenórsax. (stjórnar eigin hljómsveit), Árni Elvar, pianó (stjórnar nú eigin hljómsv. í Glaumbæ), Kristján Kristjánsson (fæst ekki lengur við hljóðfæraleik). — Aftari röð: Þórarinn Óskarsson, trombón (leikur stöku sinnum með dans- hljómsveitum, er annars í Sinfóníuhljómsveitinni), Björn R. Einarsson, trombón (stjórnar eig- in hljómsveit), Guðmundur Vilbergsson, trompet (búsettur á Flateyri), Guðmundur R. Ein- arsson, trommur (í hljómsveit BRE), Höskuldur Þórhallsson, trompet (fæst ekki lengur við hljóðfæraleik), Ólafur Gaukur, gítar (leikur nú í hljómsv. H. Morthens í Klúbbnum), og Jón Sigurðsson, bassi (útsetjarni fyrir hljómsveitir í Þórscafé og leikur í Sinfóníuhljómsveitinni). —■ Tímarnir breytast og mennirnir með stendur einhvers staðar. Þegar þessi mynd var tekin fyrir 13 árum voru ailir 13 á henni starfandi í danshljómsveitum, en nú eru aðeins tveir þeirra í íöstu starfi við dansmúsík og aðrir fjórir leika dansmúsík með öðru starfi. Nýjar hljómplötur. Ricky Nelson: Teenage Idol og I‘ve got my eyes on you. Fyrra lagið virðist vera samið sér- staklega fyrir Ricky, því það líkist mjög fyrri lögum hans að uppbyggingu. Textinn er hins vegar nokkuð sérstæður, því hann er um söngvara sem hefur hlotið frægð og ferðazt borg úr borg og syngur, en hefur aldrei tíma til að eignast varanlega vini, gæti verið Ricky sjálfur. Þetta er rólegt, fallegt lag vel sungið af Ricky. Síðara lagið er hratt og fjörlegt, en það er rétt að Ricky ræður við það, enda er það reyndar fyrra lagið sem selur plötuna, hef- ur þegar náð metsölu erlendis. Imperial hljómplata, sem fæst í Drangey, Laugavegi 58. The Ventures: Lolita ya ya og Lucille. Gítar- leikararnir Ventures eru hér með tvö þung- lamaleg lög og kvennakór sér til aðstoðar. Þetta er langt frá því að vera það bezta sem Ventures hafa gert. Þess má geta að fyrir nokkru kom á markaðinn tólf laga plata með þeim, sem kölluð var The colourfull Ventures, þar eru mörg skemmtileg lög. Fyrrgreind tvö lög eru á Liberty-plötu, sem fæst í Fálkanum. Lauga- vegi 24. Jimmy Savile: Ahab the Arab og Very unlikely. Jimmy er enskur söngvari sém talar að mestu leyti í fyrra laginu. En Ahab the Arab er einhver bezta gamanplatan, sem komið hef- ur á markaðinn í langan tíma. Með góðum íslenzkum texta, skemmtilega staðfærðum gæti þetta orðið gífurlega vinsælt lag hér á landi. Síðara lagið syngur Jimmy allþokkalega, en það er ekki nærri eins gott og fyrra lagið, enda ætlar Jimmy að setja allt á annan endann hvar sem hann kemur fram þegar hann segir ævin- týrið um Arabann Ahab. Decca-hljómplata, sem fæst í Drangey, Lauga- vegi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.