Vikan


Vikan - 29.11.1962, Page 22

Vikan - 29.11.1962, Page 22
FRAMH ALDSSAG AN EFTIR LAWRENCE EARL 15. HLUTI Dahl svipaðist um. Ef hann héldi i vissa stefnu, bar flugvélarflakið milli hans og eldsins, svo Prowse gat ekki komið auga á hann fyrr en ekki var nema snertispölur milli þeirra. Aðalvandinn var að ekki heyrðist neitt sporhljóð. Hann dró vettling- inn sem snöggvast af hægri hendinni og dró öryggislokuna frá gikknum, setti vettlinginn á sig aftur og hélt af stað, eins hljóðlega og honum var frekast unnt. Nú er það eins og i Falaise, hugs- aði hann ósjálfrátt. Nú er að koma íram hefndum. Og í fyrsta skipti fannst honum eins konar öryggi í því, að hann skyldi hafa vegið mann áður, og að hann mundi Því ekki hika við það öðru sinni. Þegar hann var kominn í var við flugvélarflakið, átti hann enn um hundrað metra ófarna þangað, sem Prowse sat. Hann varð að komast nær, vissi að hann gat ekki treyst skothæfni sinni þegar svona stóð á, væri færið lengra en þrjátíu til fjörutíu metrar. Taugar hans voru þandar til hins ýtrasta. Þetta hefndaræði virtist blandað samskvæmt eins konar efna- íræðilegri uppskrift, að einum hluta af réttlátri reiði, að öðrum hluta rétt- látri kröfu um uppgjör, lokauppgjör í eitt skipti fyrir öll. Dahl gekk fram fyrir flugvélarflakið, sem ekki gat skýlt honum síðasta spölinn. Það var þvi líkast sem eitthvert hugboð yrði lil þess að gera Prowse viðvart, þvi að hann leit upp í sömu andrá; starði á Dahl eins og steini lostinn, en höndin, sem kreppt var um vænan bita af hérasteikinni, staðnæmdist skammt frá munninum. Svipur hans lýsti fáti og skelfingu, enda lá hvort tveggja ljóst íyrir, til- gangur Dahls og sekt hans sjálfs. Dáhl gekk enn nær honum með skotbúna byssuna, rétt eins og hann hafði borið skotbúna hríðskotabyss- una í Falaise ferðum. Og þá gerðist það svo skjótt, að vart mátti auga á festa, að Prowse spratt úr sæti sinu og lagði á flótta, og svo hratt hljóp hann, að snjógusurnar gengu aftur undan þrúgunum. Hann hélt enn á steikarbitanum í hendinni, Þegar hann æddi út á tjörnina, og það var ekki fyrr en hann kleif upp á bakk- ann hinum meginn, að hann sleppti honum, viljandi eða óviljandi. Dahl laut niður og greip hann, án þess að hægja á sér, bar að munni sér, beit í og át á hlaupunum. Og þegar hann hafði etið af beininu, bruddi hann það milli tanna sér til að njóta mergsins. Fyrsta hálftímann var sem óttinn léði Prowse vængi. Bilið á milli hans og Dahl lengdist fremur en styttist, en svo fór Dahl að vinna stöðugt á. Þeir héldu nú upp lága hæð, viði vaxna efst, og þar missti Dahl sjónar á honum. Hann hafði þó ekki neinar áhyggjur af því fyrst í stað; sá það á slóðinni að bráðin var ekki svo ýkjalangt undan og það eitt olli hon- um kvíða, að sjálfur kynni hann að þreytast á undan Prowse. Þegar upp á hæðina kom, var Prowse á hraðri leið niður brekkuna hinum megin. „Carl ...“ kallaði Dahl, hátt og hvellt og sá að hann leit um öxl, án þess að linna hiaupunum. „Carl . . . Ég næ þér fyrr eða síðar, svo þetta ei' þýðingarlaust fyrir Þig •..“ Prowse hvarf inn á milli trjánna i botni dalsins, en Dahl hraðaði sér niður brekkuna og rann stöðugt í slóð hans. Þegar hann kom inn á milli trjánna, sá hann þess merki í snjónum að Prowse hafði fleygt sér niður andartak, en síðan brölt á fæt- ur aftur. Þá hlýtur hann að vera farinn að þreytast, hugsaði Dahl og rann enn í slóð hans upp brekkuna hinum meginn. Sjálfur var hann að lotum kominn og byssan orðin honum þung byrði. Þar stóð Prowse betur að vígi, hann hafði ekki annað að bera en marghleypuna. Og enn var skógarlundur fram- undan. „Carl . . kallaði Dahl, þegar Prowse hvarf inn í lundinn, en nú styttist óðum bilið milli þeirra. Dahl hafði varla sleppt orðinu, þegar hann heyrði snarpan hvell inni í lundinum og um leið hvein byssukúlan við eyra honum. Dahl fleygði sér ósjálfrátt flötum í snjóinn. Hingað til hafði hann alls ekki tekið það með í reikninginn að Prowse var með hlaðna marghleyp- una. Svo lyfti hann byssu sinni og miðaði á staðinn, þar sem Prowse hafði horfið inn í lundinn, og skot- hvellurinn bergmálaði í hæðunum. Síðan spratt hann á fætur, hljóp hálfboginn upp brekkuna og í var á bak við tré. Hlustaði og heyrði ekki minnsta hljóð né þrusk. Hann dokaði við enn um hríð og hafði byssuna skotbúna, en varð einskis var. Og þegar hann ákvað að halda áfram eftirförinni og gekk í slóðina, sá hann að Prowse hafði snúið við og haldið sömu leið til baka. Dahl gat ekki annað en reiðzt sjálf- um sér, að hann skyldi láta mann eins og Prowse leika svona á sig, en rann enn í slóð hans. Þegar hann kom upp á næstu hæð, sá hann sér til undrunar að Prowse hafði beygt af sinni fyrri slóð og tekið stefnu út á Miklavatn. Raunar var það Dahl í haginn, því að hann gat tekið af sér krókinn og stytt leiðina, og þar með bilið á milli þeirra. Þegar hann kom niður að vatn- inu, sá hann hvar Prowse var kom- inn drjúgan spöl út á ishemið. Dahl varð að krækja fyrir grjóturð, og þar sem þarna var allógreitt yfir- ferðar, komst hann ekki hjá að horfa niður öðru hvoru. Og eitt sinn, þegar hann leit upp, var Prowse horfinn. Dahl svipaðist um og kom loks auga á vök á ísnum og tvo dökka díla á skörinni — áttaði sig þegar á því, sér til mikillar skelfingar að það mundu vera vettlingar Prowse, og þá sennilega líka hendur hans. Enginn, sem ekki hefur sjálfur reynt, getur skilið eða skýrt Þau snöggu viðbrigði, sem orðið geta á mönnum þegar svo ber til. Fyrir andartaki síðan snerist öll hugsun Dahls um Það eitt ,að koma fram hefndum við Prowse og allur vilji hans einbeindist að Því að vega hann — í þessari sömu andrá hugsaði hann um það eitt hvernig hann ætti að bjarga 22 VIKAN honum, og kom ekki í þanka að hika við að hætta til þess lífi sínu. Hann fleygði samstundis frá sér byssunni og tók að skríða út á íshemið á hönd- um og hnjám, en svo veikt var hemið, að hann varð brátt að leggjast mar- ílatur og ýta sér þannig áfram. Inn- an stundar var hann kominn það nálægt skörinni, að hann gat séð í andlit Prowse, að því er virtist stirðn- að og svipbrigðalaust. Dahl greip um úlnliði honum og reyndi að draga hann úr vökinni, en gat ekki komið neinu taki við eins og hann lá. Nokkur andartök hugsaði hann sig um, en svo tók hann Þá ákvörð- un, sem þyngst var þótt hann sæi í rauninni að ekki var um neitt ann- að að ræða. Hann sleppti takinu á úlnliðum Prowse og skreið aftur á bak til sama lands. Þar spennti hann á sig snjóþrúgurnar, og lagði enn af stað út á vatnið, í þeirri von að hemið brysti ekki undan þrúgunum. Það tókst. Þannig komst hann öðru sinni alla leið fram á vakarbrúnina, laut fram og náði enn taki á úlnlið- um Prówse. Hann beit á jaxlinn, kippti í, en Prowse reyndist léttari fyrir en hann hugði, og Dahl seig aftur á bak niður á ísinn með hann í fanginu; kom ekki annað til hugar en skörin mundi brésta, en af Því varð þó ekki. Og án þess Dahl gerði sér fyllilega grein fyrir því, heyrði hann sjálfan sig tauta: „Guð, ég þakka þér . . . guð ég þakka þér ...“ Hann virti fyrir sér andlit Prowse, náfölt og tekið. Gleraugun höfðu skol- azt af honum, og einhvern veginn hafði vatninu tekizt að afvopna hann, því að marghleypuhylkið dinglaði tómt við belti hans. Hár hans og skegg var tekið að írjósa. Dahl reis á fætur með erfiðismun- um og reyndi að drösla Prowse af stað, en varð að fara að öllu með ýtrustu gát vegna þess hve ísinn var veikur. Hann sá brátt að sér mundi aldrei takast að koma honum til lands meðvitundarlausum, svo að hann hristi liann til og skipaði hon- um höstuglega að ranka við sér. En Þegar það reyndist árangurslaust, þóttist hann sjá fram á að hann yrði að lyfta honum á herðar sér og bera hann, og að þess mundi ekki langt að biða að Prowse sálaðist í höndum hans, ef hann hefði ekki skjót ráð. Hann fetaði sig hægt og gætilega eftir ísheminu, og loks komst hann slysalaust á land með byrði sína. Þar reif hann upp þurran mosa við trjá- ræturnar, braut feysknar greinar af stofni, rótaði til snjónum og hafði andartaki síðar gert bálköst og kveikt í honum með sígarettukveikj- ara sínum. Siðan bar hann Prowse eins nálægt bálinu og hann frekast þorði, fór úr kuldaúlpu sinni og lagði hana undir hann, bætti sprekum á eldinn, og þegar hann fór að sjá aft- ur lífsmark með Prowse, hafði hann fataskipti við hann, eins handtaka- fljótur og honum var frekast unnt, unz Prowse var kominn í þurrar spjarir hans yzt sem innst, en sjálf- ur mjakaði hann sér í rennblaut klæði hans, sem var bæði illt og seinlegt við að fást. Að því búnu tók hann að núa líkama Prowse af öllum mætti á milli þess sem hann bætti á bálið. Blaut föt Prowse, sem Dahl var nú sjálfur kominn í, tóku smásaman að þorna, og þegar líða tók á kvöldið, sáust þess merki að Prowse var að komast til nokkurrar meðvitundar. Þá fyrst fann Dahl hve örmagna af þreytu hann var orðinn. Hann bætti enn á

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.