Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 23
bálið, gerði sér síðan ílet á snjónum
úr iimi og lurkum, iagðist fyrir og
fékk sér blund, en hafði andvara á
sér, og í hvert skipti sem bálið tók
að réna, var hann vaknaður til að
bæta á það.
Undir sólarupprás um morguninn
fór Dahl fyrir alvöru að hugsa sér
til hreyfings. Hann tók skeiðahnif
sinn, sneið með honum lim og grein-
ar af stofnum og hlóð köst við bálið,
þannig að úr honum átti að falla
á eldinn jafnótt og brann. Síðan sagði
hann Prowse að hann hefði í hyggju
að fara heim í kofann og sækja
Surrey sér til aðstoðar. Hann gat þó
ekki fyllilega gert sér grein fyrir
hvort Prowse tók eftir því, sem hann
sagði eða skildi það. Hann gerði ein-
ungis að stara tómum augum út í
loftið.
Dahl hóf síðan göngu sína, stirður
og lerka, bæði eftir hlaupin og allt
erfiðið daginn áður, og að liggja á
lurkunum um nóttina. Hann vissi
ekki hvort hann frekar svaf eða
vakti, að minnsta kosti var hugsun
hans óskýr og skynjanir hans all
þokukenndar.
Hann staðnæmdist ósjálfrátt hjá
furutré, sem stormarnir höfðu feykt
um koll. Skafl hafði myndazt i skjóli
við það og undir því, og það var
eitthvað í sambandi við þennan skafl,
s^m dró að sér athygli hans, þótt
hann gæti fyrst ekki gert sér grein
fyrir hvað ' það var. Loks sá hann
það. Það var smáop á skaflinum og
út um þetta op lagði örlitla gufu.
Hann glaðvaknaði. Þetta gat ein-
ungis merkt það, að þar inni fyrir
iægi dýr í svefni, og það gat ekki
verið um mörg dýr að ræða, sem
þannig höguðu sér.
Dahl greip til byssunnar. Með
vinstri hendinni tók hann að stækka
opið, hægt og varlega, þangað til
greinilega sá i hausinn á móbrúnum,
sofandi híðisbirninum.
Og það var ekki laust við að hend-
ur Dahls titruðu lítið eitt, þegar hann
hóf byssuna og beindi hlaupunum inn
í opið.
Það lá við sjálft að byssukjaftur-
inn snerti annað auga bjarndýrsins,
þegar Dahl hleypti af úr báðum
hlaupum í senn.
SEXTÁNDI KAFLI.
Alison var að reyna að rifja það
upp, hvenær henni hefði runnið reið-
in vði Dahl. Það virtist svo ótrúlega
iangt síðan og hugsunin sjálf svo ó-
trúlega fjarræn, miðað við hugar-
ástand hennar nú. Og það var sem
hún hrykki því upp aí draumi við
það, að eitthvert annarlegt hljóð náði
eyrum hennar. Fyrst í stað hélt hún
að það kæmi frá Prowse. Að hann
væri að búa sig undir enn eitt hósta-
kastið, en svo sá hún að það gat ekki
verið, því að Prowse laut fram af
bálki sínum, lagði við hlustirnar og
spurði: „Hvaða hljóð var þetta?“
Og Greatorex gamli, sem lá við
hlið honum, starði upp i bjálkaloftið
og hlustaði.
Vonandi er það Lincoln, hugsaði
Alison. Hann hefur verið heppinn,
ef hann kemur svona snemma heim
af veiðum.
Enn heyrðist hljóðið, en nú var
hún við því búin og bar því óðara
kennsl á það.
Hún hraðaði sér út, starði upp i
heiðan himininn og svalg að sér
hreint og hressandi loftið. Og svo
kom hún auga á það, sem hún var
að svipast eftir. Gæsahópur flaug í
oddfylkingu norður á bóginn. Hún
DAHL HAFÐI YARLA SLEPPT ORÐINU,
ÞEGAR HANN HEYRÐI SNARPAN
HVELL INNI í LUNDINUM
OG UM LEIÐ HVEIN BYSSUKÚLAN
VIÐ EYRA HONUM.
horfði á eftir þeim og ekki öfund-
arlaust. Þær voru sælar að geta far-
ið hvert sem þær vildu.
Þá er vetrinum lokið, hugsaði hún.
Þá er vetrinum loksins lokið ...
„Hvað er um að vera, dóttir góð?“
heyrði hún Greatorex gamla kalla
inni í kofanum.
Hún veitti þvi nú fyrst athygli, að
hún hafði skilið kofadyrnar eftir
opnar. Prowse mátti ekki verða fyrir
neinum súg, þá versnaði honum hóst-
inn, svo hún gekk að dyrunum og
greip um hurðarhandfangið.
„Ekkert,“ svaraði hún spurningu
gamla mannsins. „Bara gæsirnar á
leið norður.“
Þungan þef af mat, líkamssvita og
innibyrgðu lofti iagði út um dyrnar
til hennar og hún flýtti sér að loka
hurðinni. Um leið heyrði hún ákafar
samræður hefjast milli þeirra, Grea-
torex og Prowse. E’inkennilegt, hugs-
aði hún, hve sá aivarlegi glæpur, sem
Prowse hafði gert sig sekan um
gagnvart þeim öllum gleymdist fljótt
fyrir bjarnarkjötið. Eiginlega var það
ótrúlegt að einungis þær breyttu að-
stöður, að þau þyrftu ekki að kvíða
hungri um hríð, skyldi breyta þannig
hinum alvarlegasta glæp í meinlítið
misferli. Og að það skyldi fyrir bragð-
ið verða eins konar þegjandi sam-
komulag með þeim öllum, sem glæp-
urinn hafði bitnað á, að sakborn-
ingnum væri kvefið eitt næg refsing.
Og allt í einu rann það upp fyrir
henni, að alvarieiki glæpsins, sama
hver hann var, yrði fyrst og fremst
dæmdur eftir aðstæðum en ekki eðli
sínu.
Hún dró djúpt andann, íegin því
að vera um hrið laus við kæfandi
moliuloftið inni í kofanum. Síðustu
dagana hafði veður verið hlýtt og
snjóbráð mikil, svo að hingað og
þangað sá í bera jörð, og þess mundi
ekki iangt að bíða að graslendið kæmi
algrænt undan snjónum. Alison
kannaðist við þessa árstíð hér á
norðurslóðum, þótt vorið yrði að
þessu sinni harla frábrugðið þeim
vorum, sem hún hafði þar áður lifað.
En skyndilega vaknaði sú spurn-
ing enn með henni, sem svo iðulega
hafði ásótt hana að undanförnu .. .
Að hvaða gagni má það verða okk-
ur, þó að vori? Að hvaða gegni get-
ur það komið okkur, þótt isa leysi?
Og hún svaraði sjálfri sér: Það
gat ekki komið þeim að neinu gagni.
Að vísu tryggði það kraftaverk, að
Dahl skyldi ganga fram á híðis-
björninn og takast að vinna hann,
að þau þurftu ekki að kvíða hungri,
þangað til veiðidýrin kæmu aftur á
slóðir sinar um leið og snjóa leysti.
Og hún þakkaði guði sínum fyrir
mildi hans.
Engu að síður áttu þau sömu mar-
tröðina framundan. Þau voru inni-
lokuð i vegalausu landi. Vissu ekki
einu sinni hvar þau voru stödd þar.
Sammy Burd hafði gert ofdirfsku-
fulla tilraun til að brjótast úr ein-
angruninni — og það hafði kostað
liann lífið, Öræfin höfðu orðið honum
' yfirsterkari.
Og þeim þýddi ekki að hugsa til
þess, þaðan af síður að reyna að
brjótast úr einangruninni íótgang-
andi. Ef þau hefðu ekki bát til um-
ráða, hlaut að fara eins fyrir þeim
og farið hafði fyrir Sam Byrd.
Niður við vatnið sló bliki á eitt-
hvað, sem þar var á stöðugri hreyf-
ingu. Alison vissi að þar sat Surrey
með veiðistöng sína, þótt klappirnar
við bakkann skyggðu á sjálfan hann
frá henni að sjá.
Á vissan hátt þótti henni innilega
vænt um Surrey, en þó voru þær
tilfinningar allt aðrar en tilfinning-
ar hennar gagnvart Dahl. Hún gat
þó ekki brosi varizt, þegar henni
varð hugsað til þess, að hann var nú
loks hættur að raka sig, en bros henn-
ar stirðnaði um leið og henni kom til
hugar hvort sú „gleymska" hans gæti
í sjálfu sér ekki haft dýpri merk-
ingu. Að hann væri með öllu von-
laus um að komast héðan, hefði gef-
izt upp. Þannig var það með Grea-
torex gamla, og þannig var það með
Prowse. Sjálfsagi þeirra hafði bilað,
og vafalaust af sömu orsökum.
Hún þóttist viss um að Surrey
kæmi heim með góða veiði. Fiskur-
inn var langsoltinn og gráðugur eftir
gönguna og gein við agninu. Allt var
á ferð og flugi — fiskurinn svam upp
árnar og fuglarnir héldu i norður.
En þau, þau mundu hvergi kom-
ast. Og þó þau þrjú, sem enn voru
að minnsta kosti ferðafær, gætu kom-
izt eitthvað áleiðis, héldu þeir, Grea-
torex gamli og Prowse, þeim bundnum
við staðinn. Endalokin urðu alltaf
söm, þegar hún braut heilann um
þetta ■—■ þau komust ekki neitt.
Og þó var eins og hún treysti því
altlaf undir niðri, að Lincoln mundi
finna einhver ráð, enda þótt hún vissi
að svo mikils yrði ekki of honum
krafizt.
Nú sá hún til ferða hans. Hann
gekk teinréttur og léttum skrefum,
og hafði fengið aftur krafta sína að
mestu. Hún beið hans úti fyrir dyr-
um, og fann það sjálf, að hún brosti
ósjáifrátt við honum.
„Alison," mælti hann glaðlega og
snart arm hennar; ekki sérlega inni-
lgea, en engu að siður dró hún and-
ann hraðara og fór hjá sér við snert-
ingu hans. Hann gekk berhentur eft-
ir að hlýna tók í veðri, og hún veitti
þvi athygli, að hendur hans voru
dökkar og óhreinar.
Hann hefur eitthvað verið að róta
í flugvélarflakinu, hugsaði hún með
sér.
„Straumurinn brýtur ísinn stöðugt
af vatninu," sagði hann. „Það er kom-
in löng vök eftir því. Hún verður
komin alla leið eftir hálfan mánuð,
kennski eftir viku . ..“
„E’f við hefðum bara bát,“ óskaði
hún upphátt.
Dahl kinkaði kolli og það vottaði
fyrir brosi á skeggjuðu andlitinu.
„Kannski verða einhver ráð með
það,“ sagði hann. „Við skulum nú
samt ekki gera okkur of miklar
vonir ...“
ÞAU Alison og Surrey urðu honum
samferða út að flugvélarflakinu að
hádegisverði loknum. Eða öllu held-
ur — þvi sem eftir var af flugvélar-
flakinu, því að mikið hafði verið rif-
Framhald á bls. 48.
VIKAN 23