Vikan - 29.11.1962, Page 24
JÓLAKORTIN
Já, vel á minnzt, jólakortin. Þú mátt varla
draga það öllu lengur, að senda þau kort, sem
lengra eiga að fara. Og þá er um tvennt að
velja: að kaupa þau í næstu þúð — og þá get-
urðu hér um bil reitt þig á, að viðtakandinn
fær tvö eða fleiri, eins og þú sendir — eða
hitt, að þú gerir kortin heima, en þá má mikið
vera ef vinur þinn fær annað, sem er eins.
Og þess vegna er fjöldi fólks, sem velur þann
kostinn, að senda heimagerð jólakort —- og það
ættir þú að gera. Yfir þeim hvílir sérstæður
svipur og persónulegt handbragð svo vinur þinn
finnur til nálægðar þinnar, er hann handleikur
kortið, því nokkuð af sjálfum þér leynist jafn-
an í handbragði þínu, þó það sé hvorki list-
rænt eða íburðarmikið — ef það er vel gert.
Þess vegna áttu ekki að bera því við, að
þú kunnir ekki að teikna, eða eitthvað þess
háttar. — Grenitré eru alltaf tákn jólanna, en
myndir af þeim breytast eftir tíðarandanum.
Þess vegna getur þú beitt þínu eigin hugmynda-
flugi við gerð jólatrjáa, samanber nokkur sýn-
ishorn hérna. Svo er það ánægjulegt viðfangs-
efni, út af fyrir sig, að leita að sérkennilegum
og skemmtilegum aðferðum. Athugaðu tvöföldu
kortin hérna, annað með skráargati og jólatré
á bakhliðinni, en hitt með húsaröð að kvöld-
lagi, og útklippt jólatré á fremra blaðinu, sem
ber við bakgrunninn. — Ef þú ætlar að gera
jólatré, með báðum hliðum eins, þá klipptu
það úr samanbrotnum pappír — og ef þú úðar
yfir með málningarsprautu, getur þú valið um
hvítt jólatré eða litað (sjá sýnishornin). En
hvernig þú átt að gera málningarsprautu, sérðu
annars staðar á síðunni.
Hér hefur aðeins verið bent á eina aðferð af
mörgum, við gerð jólakorta. En segja mætti
mér að þú getir einnig skreytt jólakortin þín
með blómum eða klippmyndum, úr pappír eða
taui. Og ef þú getur litað og teiknað sjálfstætt,
þarf ég ekki að gera annað, en minna þig á,
að nú er rétti tíminn til að ganga frá jólapósti
til ættingja og vina, sem fjarri eru — og von-
ast eftir jólakveðju, frá þér.
MÁLNIN G ARSPRAUT A
Það er að jafnaði meira gaman að vinna með
tæki, sem maður hefur sjálfur gert — og máln-
ingarsprautan hérna er sannarlega auðvelt við-
fangsefni, og gaman að mála með henni. At-
hugaðu teikninguna vel, áður en þú byrjar.
Þú þarft ekki annað en góðan korktappa, sem
skorinn er eins og mynd B sýnir. Tvö göt eru
gerð, annað lárétt, en hitt lóðrétt, fyrir örmjó
rör, t. d. fjöðurstafi. Lóðrétta rörið (í glasinu)
á að nema við neðri brún á lárétta rörinu. Ef
þú leggur útklippt pappírsmynztur á blað og
úðar yfir, verður hvítur flötur undir því, en
ef þú úðar í gegn um pappír með gatamynztri,
verður flöturinn í kring hvítur (sjá sýnishornið
af jólatrénu). Þú getur notað blek, eða vatns-
liti, hæfilega þynnta með vatni. Aðferðin er
svo í því fólgin, að blása í lárétta rörið, en við
það sogast liturinn upp um neðra rörið og dreif-
ist, sem úði vfir pappírinn. Þó tappinn sé hér
sýndur í lausu lofti, er betra að hann sé fast-
ur í glasinu, því þá má halla glasinu meðan
sprautað er, annars verður þú að festa blaðið
á vegg meðan sprautað er. Úðaðu ekki svo mikl-
um lit á einn stað, að hann renni til — og
mundu að hafa dagblað undir, til hlífðar borð-
inu. — Leiknin kemur með æfingunni og
málningarsprautan veitir þér margar ánægju-
stundir.
24 VIKAN