Vikan


Vikan - 29.11.1962, Page 36

Vikan - 29.11.1962, Page 36
Electrolux Nýtt VINSÆLASTI KÆLISKÁPURINN ELECTROLUX S-71 c fæst nú hér á landi. Nýjungar eru: SEGULLÆSING •— STERKARI LAMIR — VARANLEGRI HILLUR. S-17 c er samt ódýrasti kæliskápurinn af þessari stærð: rúmar 210 lítra (7,4 cu.ft). ELECTROLUX-umboðið, Laugavegi 69, sími 36200. kom Wang Wú hlaupandi inn, bux- urnar vindandi af svita. „Allt .. . brotið í spón.“ Hann kom ekki meiru upp. Gekk góða stund upp og niður af mæði; þegar hann að lokum jafnaði sig, tók hann te- pott og setti á munn sér, drakk í einum teyg: „Úff, allt barið í spón, þá kom riddaraliðið, og við urðum að síðustu að taka til fótanna. Ma litli Liu var handsamaður, sá það greinilega. Kenndum á því að hafa ekkert milli handanna, ekkert nema múrsteinana; hvernig getur slíkt gengið? Ma litli Liu er búinn að vera.“ „Li yngri?“ „Hef ekki séð hann.“ Hann tann- aði hugsi á sér varirnar: „Ekki svo lítið sem á gekk. Ég get ábyrgzt þeir handtaka yngra Li, ef þeir hafa upp á honum. Hann var þeirra höfuðskotspónn. Ekki gott að segja. Hvíti-Li er enginn auli. Láttu ekki villa þig að hann er ungur. Ma litli Liu er búinn að vera. Yngri Li ef til vill ekki.“ „En hefurðu séð eldra Li?“ „Nú, hann kom ekki heim í gær,“ hann hugsaði sig enn um. „Ég verð að fela mig hérna í tvo daga.“ „Þú mátt það.“ Daginn eftir var sagt í blöðun- um að höfuðpaurinn í sporvagna- slaginum hefði verið handsamaður á staðnum, einn stúdent og fimm reiðdragar einnig handteknir. Wang Wú skoðaði fréttina í blað- inu, en þekkti aðeins eina letur- mynd — Li. „Yngri Li er búinn að vera, búinn að vera.“ Hann drúpti höfði, þóttist vera að kreista á sér örið, en tárin féllu á blaðið. Fréttin breiddist út um allan bæ: Li átti að skjóta — ásamt Ma litla Liu — aftakan opinber. Sólarandskotinn skein svo heit að glóandi götusteinarnir brenndu sig í iljar manns, samt voru strætin troðfuil af fólki. Tvær mannverur á opnum, stórum vagni — hendur reyrðar fyrir aftan bak. Lögreglu- menn klæddir gulbrúnum einkenn- isbúningum og hermenn í öskugrá- um var hlaðið í bak og fyrir. Kald- ur glampi brotnaði á byssustingj- unum. Því nær sem bifreiðarnar færðust, því meira virtust þessir tveir hvítu bandingjar hristast, skekjast. Sá fremri sat lokuðum augum, nokkrar svitaperlur á enni, varirnar bærðust í sífellu, eins og hann bæðist fyrir. Vagninn var kominn rétt til mín, hann beint framundan, iðaði sér í sætinu. Hjartað í brjósti mér flóði í tárum. Ég rankaði fyrst við mér, þegar bifreiðin var komin langt framhjá. Ég fylgdi eftir henni allt til aftöku- staðarins. Hann lyfti ekki höfði alla leiðina allt til áfangastaðarins. Augnabrúnirnar hnykluðust ei- -lítið, munnurinn ögn opinn, blóð streymdi úr brjóstinu — eins og hann hefði verið að biðjast fyrir, þegar hann féll. Ég hirti náinn. Tveimur mánuðum síðar rakst ég á Hvíta-Li á götu úti, ef ég hefði ekki kallað til hans, hefði hann á- reiðanlega borið framhjá. „Li,“ ég kallaði til hans. „Aha,“ hann varð næstum felmts- fullur. „Úh, þú? Mér heyrðist það vera bróðir minn afturgenginn." Má vera ég hafi kallað til hans í sömu tóntegund og bróður hans var eiginlegt, en það var ekki af ásettu ráði. Má einnig vera að end- urlífgaður Svarti-Li hafi kallað í minn stað. Hvíti-Li hafði greinilega elzt nokkuð, hann leit nú jafn fullorð- inslega út og bróðir hans hafði gert. Við töluðumst ekki saman neitt að marki, honum virtist einhvem veg- inn ekkert um það gefið. Ég man aðeins þessar tvær setningar af því sem hann sagði: „Bróðir minn er nú sennilega kominn til himnaríkis, hann á líka þar bezt heima. En ég er ennþá hérna megin knýjandi dyra hel- vítis.“ ENDIR. Á fóstrið að lifa. Framhald af bls. 9. ur frekar til staðar, ef aðbúnaður allur er ekki upp á hið bezta, hreinlæti lýtalaust, stöðugt eftirlit og hjúkrun eftir þörfum. ÓLÖGLEGAR FÓSTUREYÐINGAR. Hér hafa verið rakin helztu atriði í sambandi við lög um fóstureyð- ingar og bent á ýmsar þær ástæður, sem mæla með og móti því að þessi aðgerð sé framkvæmd, sé þess ósk- 36 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.