Vikan


Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 41

Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 41
þarf engan að gruna hvaS átt hefur sér stað. Heyrzt hefur að laun læknis fyrir slíka aðgerð sé nú 3—8000,00 krón- ur, eftir efnum og ástæðum. Læknir, sem gerir mikið af slíku, hefur með þessu móti þokkalegar aukatekjur, — sem aldrei sjást á skattskýrslum hans. Engum getum er hægt að leiða að því hve mikil brögð séu að ólög- legum fóstureyðingum hér á landi, því skýrslur um það mál finnast að sjálfsögðu ekki, en eins og áður er vikið að, er það vafalaust meira en nokkurn grunar. LYF EKKI TIL. Áður en gengið er svo langt að fjarlægja fóstur, hvort sem það yrði gert löglega eða ólöglega, þarf að sjálfsögðu að ganga úr skugga um hvort raunverulega sé um þungun að ræða. Óregla með klæðaföll getur oft lýst sér á svipaðan máta, eða jafnvel eins, og þá vaknar oft hræðsla við þungun. Þá eru gefnar töflur eða sprautur til að koma tíðum af stað, sem tekst ef konan er ekki þunguð. Ef hún er þunguð, þá er ekkert lyf, sem getur breytt því, án varanlegs tjóns fyrir konuna. Misskilningur kvenna í þessu efni veldur því oft að þær verða sér úti um ýmis lyf, sem þær vonast til að geti losað sig við fóstrið, en slík- ar iimtökur geta hæglega haft skað- leg áhrif og veikt mótstöðuafl kon- unnar, — ef úr fóstureyðingu verður. LEITA ALLRA RÁÐA. íslenzkur sérfræðingur í kven- sjúkdómum sagði mér að það sé mjög algengt að konur komi til hans og fari fram á að fóstri sé eytt, og beri fyrir sig ýmsar félags- legar ástæður, eða búi jafnvel til sögur um sjúkdóma, sem að sjálf- sögðu kemur í ljós við rannsókn hvort rétt er eða ekki. í langflestum tilfellum — segir hann — getur hann sannfært kon- urnar um að það sé rangt hjá þeim að reyna að fá fóstrinu eytt. Þegar hann hefur rætt við þær í góðu tómi nokkra stund og útskýrt fyrir þeim rökin gegn því að gera þetta, hlustað á ástæður þeirra fyrir beiðninni og rökrætt um það, þá fallapt þær í langflestum tilfellum á, að láta fæðinguna ganga sinn eðli- lega gang. „Og þær eru ekki fáar,“ bætti hann við, „sem hafa síðar komið til mín og lýst þakklæti sínu yfir því að ég skyldi geta sannfært þær um þetta. Ég man ekki eftir neinu tilfelli að kona hafi séð eftir að hafa fætt barn, þegar það er um garð gengið.“ Annars reyna þær stundum ólík- legustu og furðulegustu aðferðir til að fá lækna til að eyða fóstri. Sumar hafa gert sér upp veikindi á svo eðlilegan hátt að furðu sætir. Aðr- ar hafa jafnvel reynt að þvinga lækni til slíks, með því að bera upp á hann að hann hafi gert slíka að- gerð ólöglega, og hótað að skýra frá því ef hann léti ekki að vilja þeirra. ALGENGT ERLENDIS. í Bandaríkjunum er því haldið fram að ólöglegar fóstureyðingar séu svo algengar, að þær séu þriðji algengasti glæpurinn þar, — og er þá mikið sagt. Þar stunda þessa iðju alls konar menn, starfandi læknar, læknar sem hafa af einhverjum ástæðum misst réttindi sín, hjúkr- T0NN Innritum allt áriö SIGLINGAFRÆÐI er ein hinna fjölmörgu kennslugreina BRÉFASKÖLA SÍS. Námsefnið er miðað við kröfur til 30 tonna prófs. 3 bréf - Jónas Sigurösson, námsgjald kr. 350.00. kennari: Bréfaskóli SÍS Sjómenn — lærið hjá okkur. Fyllið út seðilinn hér að neðan og sendið hann til BRÉFASKÖLA SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Ég undirritaður óska að gerast nemandi i: Siglingafræði □ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu. ö Greiðsla hjálögð kr.___________ Heimilisfang unarmenn og konur og jafnvel allsendis ólærðir menn í slíkum fræðum, verzlunarmenn og brask- arar, og allskyns fólk, og raunar er það fullyrt að flestir „fóstureyðar- ar“ þar séu alls ekki læknislærðir, enda almennt nefndir „mechanics" eða vélamenn. í Los Angeles einni er áætlað að 150—200 ólöglegar fóstureyðingar séu framkvæmdar á hverjum degi. Einn læknir viður- kenndi að hafa framkvæmt 300 fóstureyðingar á ári í 22 ár sam- tals, og hafði fengið fyrir það um það bil eina milljón dollara. í Chicago kostar slík aðgerð nú 300 dollara (um 13 þús. kr.) en í New York $ 500 (ca 22 þús. kr.). Erfitt hefur reynzt þar að afla sannana í slíkum málum, og mun svo vera víða, en þó skeður það oft að lög- reglan hefur hendur í hári mann- anna, enda er sérstök deild innan lögreglunnar, sem sinnir þessum málum einungis. Oftast eru dómar þó vægir, en það fer eftir því hve sökin er mikil, og einu sinni hefur læknir verið dæmdur til dauða, er stúlka lézt eftir að fóstureyðing hafði verið framkvæmd er hún var komin sex mánuði á leið. Dauða- dómnum var síðar breytt í fjórtán ára fangelsi, og af þeim sat hann inni í átta ár. GETNAÐARVARNIR. í langflestum þeim tilfellum, þeg- ar fóstureyðingar er óskað, hefði verið hægt að komast hjá frjóvgun, ef viðkomandi aðilar hefðu viðhaft varnir gegn því. Hér á landi er al- menningur það vel upplýstur, að allflestir kunna til þeirra hluta. Þó mætti gjarnan gera meira af því að upplýsa unglinga um þau mál áður en þeir fara að „leika sér að eldinum". Almenn fræðsla i skól- um um kynferðismál og getnaðar- varnir er ekki til, en það má telja vafalaust að slík fræðsla mundi bjarga mörgum einstaklingnum frá vandræðum og jafnvel gjörbreyta lífi þeirra í sambandi við fyrirfram ákveðnar barneignir. Læknar allir eru skyldaðir skv. lögum, að veita hverjum sem er fræðslu um getnaðarvarnir, en slík fræðsla mætti skaðlaust vera al- mennari — og er vægt tekið til orða. Þó er það svo með þetta mál, sem önnur, að skoðanir eru mjög skipt- ar, og nægir að benda á þá stað- reynd að í sumum ríkjum Banda- ríkjanna eru getnaðarvarnir og fræðsla um þær, bannaðar með lögum. Það er ekki tilgangur þessarar greinar að dæma um þessa hluti. Það verða hlutaðeigandi að gera í hvert sinn. Það virðist vera reynt að fara milliveginn með lögunum, og það er læknanna að túlka þau hverju sinni. Síðan koma trúarskoð- anir og persónulegt sjónarmið hvers einstaklings til greina, heilsufar við- komandi konu o. fl. Þeir, sem vilja brjóta lögin og álíta sig hafa knýjandi ástæðu til þess ... þeir um það. En þeim er ráðlagt að hafa það vel í huga að þeir gera meira en að brjóta lög Guðs og manna, og eiga á hættu refsidóm beggja þessara aðila yfir lækninum og konunni, — þeir leggja heilsu og líf konunnar einnig í aukna hættu, vegna þess pukurs og þeirra óheilbrigðu aðstæðna, sem lögbrot ávallt skapa, og ekki sízt í þessum málum. G. K. Harahiri og hanaat. Framhald af bls. 12. næturklúbbana. Þar var víðast hvar svo dinnnt að nokkurn tíma tók að venjast myrkrinu. Stúllcurnar voru gulbrúnar á hörund með möndlu- löguð augu og tinnusvart hár. Ein- kennilegt var, að nefið á sumum var óvenju lítið, eða eins og tvö göt í andlitinu; minnti einna helzt VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.