Vikan


Vikan - 29.11.1962, Side 49

Vikan - 29.11.1962, Side 49
flothylkin yfir eyðið og út á ísinn á Miklavatni. Vatnið ofan á isnum var þó ekki enn nægilega djúpt til Þess, að þau gætu reynt Þar flot- hæfni farkostsins, sem þau gerðu sér vonir um að myndi geta borið þau öll eftir vötnum og fljótum suðaust- ur á bóginn til St. Lawrenceflóa, mörg hundruð mílna leið. Því næst tóku þau að smiða flek- ann, sjö feta breiðan og átta fet á lengd, og binda hann tryggilega með vírum og stögum á þverbitana milli flotholtanna. Hvert flotholt um sig var tuttugu og fjögur fet á lengd, og þegar flekinn var fullgerður og frá honum gengið, var ekki annað að sjá en að þetta væri hinn traustasti farkostur. Og það verður ekki heldur van- þörf á að hann reynist traustur, hugs- aði Alison, sem vissi hvílíkt æði gat gripið fljótin á þessum slóðum i vor- leysingunum. Jafnvel Þótt flekinn reyndist traustur og stöðugur, gat ekki hjá því farið að sú sigling yrði oft djörf og hættuleg. Hún horfði á eftir Dahl, þar sem hann skreið inn í flugvélarflakið — sennilega í siðasta skiptið, hugsaði hún með sér — og sótti Þangað tvær litlar árar, sem heyrðu til neyðar- útbúnaðinum. Þegar hann hélt yfir eiðið, varð honum litið um öxl, Þang- að sem flakið stóð, stutt af greni- staurunum. Hve lengi skyldi það geta staðið þarna sem minnismerki um allar þær hörmungar, sem þau höfðu orðið að þola þarna vetrarlangt? spurði Alison sjálfa sig. Hve lengi skyldi það taka stormana að velta því um og frost og veöur að vinna á því að fullu? Dahl lagði árarnar upp á flekann. „Þess vildi ég óska að við hefðum utanborðshreyfil," sagði hann. „Þetta getur orðið langur róður.“ Framhald í næsta blaði. Pósturinn. Framhald af bls. 5. urtekin aftur og aftur í þeim tveim heftum, sem hann hefur fengið, svo að öruggt er að þetta er ekki prent- villa, né flýtis-yfirsjón. í bókinni er nefnilega sagt að menn hlaupi hart, bílar aki hart, hlutir snúizt hart í hring o. s. frv. Þar er einnig sagt frá því að grjót sé hart viðkomu og aðrir harðir hlutir. Það er langt siðan ég kenndi börnunum mínum að þau hlypu aldrei hart, heldur hratt, og þótt- ist vel hafa gert, þegar þau vöndu sig á að gera greinarmun á þess- um tveim orðum. ... Og svo kemur Ríkisútgáfan til skjalanna og eyðileggur allt mitt virðingarverða starf, því að auð- vitað trúir drengurinn opinberri kennslubók betur en mér. Nú verð ég að segja, að mér finnst það andskoti hart, að hart og hratt skuli alltaf vera hart, hvort sem það á við hraða eða hörku. Þeir góðu menn verða að gera sér grein fyrir því, að með einni slíkri villu geta þeir — og munu — breyta þessu orði og setja Ijótan blett á okkar góða mál, um aldur og ævi. Mér finnst, að fræðsluyfirvöldum beri skylda til að láta leiðrétta þetta, en það er einfaldlega hægt með því að lestrarkennarar fari yf- ir þessar bækur, sem þegar hafa verið prentaðar, og leiðrétti þetta orð í þeim, — og að þetta verði © LOFTLEIÐIS LANDA MILLI ELLEFU ERLENDIR ÁFANGASTAÐIR CLOUDMASTER FLUGVÉLARNAR GÓÐKUNNU OG FYRIRGREIÐSLAN Á FLUGLEIÐUNUM TRYGG3A FARÞEGUM LOFTLEIÐA ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM síðan leiðrétt að fullu við næstu prentun. Særð móðir. Mútur... Kæra Vika. Þetta er í fjórða sinn, sem ég krifa og einu sinni sendi ég pen- iga með, að vísu bara 5 krónur g hélt að ég mundi fá svar en iú vonast ég eftir svari. Veðmál: íeitir Ellý Vilhjálms Eldey eða Sllý? Jóna. Það er nú svo, Jóna mín, að Pósturinn kemst ekki yfir að svara öllum bréfum sem berast, og mútur koma ekki til greina. Sem betur fer dettur fáum í hug að senda peninga með bréfum til Póstsins, enda er það vís vegur til þess, að bréfin fari beint í ruslakörfuna. £'g man ekki eftir fyrri bréfum þínum, en trúleg- ast þykir mér, að þau hafi ekki verið svaraverð. Veðmáli svarað: Hún heitir Eldey. „Ber allt árið“. Við erum hérna tvær vinkonur, sem lesum þig alltaf og þykir það mjög gaman. Við lesum aldrei Storkinn og Jóker og svoleiðis blöð, vegna þess að við erum mjög hneykslaðar, á því að konulíkaminn er alltaf sýnd- ur nakin en aldrei karlalíkaminn. Hvemig stendur á þessu. Er ekki alveg eins gaman karlmenn bera eins og konur? Þú fyrirgefur ósvífnina. Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Tvær í vanda. ps. hvernig er réttritunin. --------Pað ku vera vísindalega sannað, að kvenfólk liefur hreint ekkert gaman að því að sjá karl- menn í slíku ásigkomulagi. Það er líka vísindalega sannað, að karlmenn hafa gaman að því að sjá kvenmenn í slíku ásigkomu- lagi. Ég er sjálfur karlmaður, og ég skal segja þér það að ég hef svo lítið gaman af að sjá beran karlmann, að ég slekk alltaf ljósið í baðherberginu áð- ur en ég fer úr. ps. réttridunin gjædi verið bedri. VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.