Vikan - 20.12.1962, Síða 2
I fullri ulvöru
DELTA DOMUKAPAN
ir Úrvals efni
Glæsileg snið
Laus loðskinnskragi.
ÞAÐ BEZTA Á MARKAÐNUM
Lítið inn!
NINON
Ingólfsstræti 8.
Um óskrifaðar
undirskriitir
Það er alltal verið einhvern f jand-
ann að þrasa út af útvarpinu, sem
er mesta erkivitleysa, því það hefur
ekkert að gera betra en það er.
Það sannar bezt þetta sífelda þras,
því það er lélegt, sem enginn nenn-
ir lengur að þrasa um.
í haust einu sinni skrifaði mann-
grey nokkurt grein — opið bréf til
útvarpsstjóra — í Tímann. Tíminn
hefur oft áður birt greinar eftir
þennan mann, sennilega af góðsemi
við hann, því að ekki græðir blað-
ið á því, að því að talið er almennt
manna á meðal. Nú hvað um það,
þessi grein fjallaði um eitthvert
skjal til útvarpsstjóra, með undir-
skrift 2000 manna, þar sem þess er
farið á leit, að útvarpið spili minna
af sinfóníum og þess háttar dóti en
meira af innlendum danslögum.
Greinarhöfundurinn hefur sjálfur
bögglazt við að berja saman inn-
lend danslög og á þau sjálfsagt í
stöflum heima hjá sér, þótt sá stafli
lækki að vísu, þegar SKT heldur
dægurlagakeppni, svo þessi áhugi
hans fyrir útvörpun íslenzkra dans-
laga verður kannski skiljanlegur,
þegar vandlega er gáð að.
Víst er það og satt, að sum íslenzk
danslög eru allsæmileg, þótt fæst
þeirra séu á heimsmælikvarða, og
þess vegna er það kannski, sem viss-
ir íslendingar, sem af mikilli elju
hafa raðað saman stefjum héðan og
þaðan úr erlendum lögum — eða
jafnvel samið glæný lög sjálfir ■—■
vilja draga úr flutningi erlendra tón-
verka í ríkisútvarpið, svo við höfum
ekki samanburðinn. En góðu ís-
lenzku lögin eru svo fá, að það væri
alger dauðadómur yfir þeim að
leika þau oftar en nú er gert, og ég
hygg að fáir séu svo gersneyddir
fegurðarsmekk, að þeir kjósi ekki
heldur góða, erlenda eða innlenda,
klassíska músík heldur en sum
þeirra íslenzku laga, sem ekki hafa
einu sinni náð því að verða dægur-
lög, heldur dóu áður en frumflutn-
ingsdægrið var liðið.
Það fylgdi grein þessa manns, að
þótt undirskriftirnar hefðu ekki ver-
ið nema tvö þúsund, væri það ekki
að marka, því áreiðanlega hefðu
fleiri viljað skrifa nöfn sín þar við.
Ég gæti alveg eins tekið mig til, og
beðið Ríkisútvarpið bréflega um að
hætta að útvarpa fréttum. Ég þarf
enga undirskrift til þess, það er nóg
að láta þess getið, að fjöldi manns
myndi áreiðanlega með glöðu geði
skrifa undir það. Með því spara ég
mér það ómak að fínkemba landið
í leit að 2000 sálum, sem ekki nenna
að hlusta á fréttirnar.
Enfremur telur greinarritari ís-
lenzku tekstana betri — yfirleitt —
en þetta erlenda klám og vínrugl,
sem yfir oss dynur í útvarpinu frá
morgni til kvölds að hans dómi.
Það eru ekki mikil meðmæli með
þeim erlendu að vísu, en er ekki
betra að hlusta á erlent klám og vín-
rugl en lokleysur og málleysur ís-
lenzku tekstanna? Ja, ég bara svona
spyr, eins og maðurinn sagði.
Nei, þótt hið vísa útvarpsráð hafi
bannað vikublöðum landsins að aug-
lýsa efni sitt í útvarpinu, er það von-
Framhald á hls. 29.