Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 6
Á Galatabrúnni er stöðugt mannhaf.
Við brúarsporðinn handan Gull-
hornsins er Lækjartorg í Miklagarði.
í baksýn: Ein af 500 moskum borg-
arinnar.
Flugtíminn frá Vínarborg til Istanbul lengd-
ist fyrir þá sök, að ekki mátti fljuga yfir Búlg-
aríu. Aftur á móti voru bífalingsmenn Títós
vinsamlegri og Gullfaxi hossaðist létt undan
uppstreyminu af fjalllendi Júgóslaviu. Siðan dró
fyrir aila sýn til jarðar og við misstum af því
að sjá fjallið Olympos í norðurhluta Grikklands,
bústað hinna hellensku guða, sem annars hefði
átt að blasa við. Við vorum öll full eftirvænt-
ingar, því brátt mundu opnast framandi sýnir
í forgarði hins austræna heims, Istanbul.
Það var rigning og drungalegt um að litast,
þegar við stigum á tyrkneska jörð. Og í næsta
nágrenni flugstöðvarinnar var ekkert óvenju-
legt eða æsíspennandi að sjá. Borðalagðir Tyrk-
ir kíktu í vegabréfin og síðan var okkur ekið
í stórum vagni þessa 17 km inn í borgina. Ég
hafði ímyndað mér, að þarna austur við Bos-
borus væri einn aldingarður, en því fer víðs
f.jarri. Berangurinn minnir jafnvel ofurlítið á
ísland og það er í fyrsta sinn, sem ég verð
var við það á meginlandi Evrópu. Rigningin
hjálpar líka til að undirstrika það. Vegurinn
liggur yfir nakin holt og gróðursnauð, sem
virðast skræld af þurrki, enda þótt skaparan-
um hafi fundizt tilhlýðilegt að vökva jörðina,
þegar við, börn rigningarinnar, áttum þar leið
um. Húsin meðfram veginum hefðu yfirleitt
getað verið úr Kópavoginum, en handan föl-
brúnna móa, þar sem halasíðar kindur stóðu
á beit, reis hverfi fjölbýlishúsa og háhýsa,
sem kom okkur mjög kunnuglega fyrir sjónir.
lin hrátt liggur vegurinn inn i hinn eldri
hluta Miklagarðs og þá sér maður ekki lengur
g VIKAN
neitt, sem á sér liliðstæðu á ísa köldu landi.
Tvibreið akbrautin rýfur skarð í hina gifurlegu
borgarmúra Miklagarðs, sem raunar eru þrír,
hver utan yfir öðrum og viðlíka háir og fjögurra
hæða hús. Turnar og útskot eru nteð stultu
millibili, en allt er þetta meira og minna grotn-
að niður og vaxið vafningsviði. Þessir múrar
voru upphaflega 20 km langir og hefur ein-
hverjum þrælnum hitnað undir uggum, áður
en sú bygging hafði endanlegt útlit.
Þess ber að minnast, að hér erum við stödd
á íslenzkum söguslóðum. Þegar Væringjar voru
á ferð í Miklagarði og gengu í þjónustu Mikla-
garðskeisara, nefndu þeir hlið eitt mikið á'
virkismúr þessum Gullvörtu. En við ökum ekki
gegnum það; Gullvarta er neðar, nær sundinu
og sér þar háa turna á múrnum.
Þarna innan við hliðið taka við fátækra-
hverfi, sem gefa annað en glæsilega hugmynd
um Miklagarð vorra daga. Göturnar eru svo
þröngar, að vagninn sýnist taka útí báðum
megin, en húsin úr steinsteypu, múrsteini eða
limbri og hefur varla verið sýndur mikill sómi
síðasta mannsaldur eða svo. Sums staðar eru
þau alveg grotnuð i gegn og þar er reft fyrir
áf augljósum vanefnum eða tjaldað með tusk-
um. Viða eru járnrimlar fyrir gluggum og
minna þeir á þá staðrevnd, að Istanbul er
orðlagt þjófa og ræningjabæli. Hér gengur
maður ógjarna mcð mikil verðmæti í vösum
sínum og í sumum þessara hvcrfa er ekki talið
ráðlegt, að Vesturlandabúar séu mikið einir
á ferð.
Hér er gatan nánast híbýli eða liluti af þeim.
Verkstæði standa opin upp á gátt og maður
horfir á smiði hamra járn, leðuriðjumenn með
verkfæri sín og dýnusaumarar sitja úti ó stétt
eða í glugga og handleilta stórar nálar. Allt
er nýtt og framandi í augum þess, sem kemur
í fyrsta sinn til Istanbul; mannlífið óendan-
lega litríkt og fjölbreytt. Hér við Bosborus
á mörkum austurs og vesturs, hefur maður for-
smekkinn af þeirri veröld, sein við tekur handan
sundsins og við áttum eftir að kynnast betur.
Við ökum undir vatnsleiðslumúr frá fjórðu
öld eins og þeir voru byggðir á dögum Róm-
verja og síðan blasir Gullna Ilornið við; löng
og mjó vík inn úr Bosborus. Fremst við Gullna
Hornið er elzti hluti þessarar frægu borgar,
sem raunar er ein af elztu borgum heims. Á
niundu öld fyrir Krist eru sagnir um litinn bæ
þarna á nesinu við sundið, sem varð þjóðleið
milli Evrópu og Asiu og sjóleiðina milli Mið-
jarðarhafs og Svartahafs. Og þarna var borgin
Byzantium byggð árið 658 f. Kr. Hún var þannig
í sveit sctt, að allir meiri háttar ófriðarseggir
og striðsjöfrar áttu þar leið um og létu borg-
ina vitaskuld gjalda þess fremur en njóta. Svo
eitlhvað af þeim ósköpum sé rifjað upp i fá-
um orðum og fljótu liasti, má nefna stjórn-
vitringinn Dareios, Persakonung.sem lagði borg-
ina við veldi sitt árið 513 f. Kr. Seinna kom
hún í hlut Alesanders mikla, cn eftir dauða
hans varð Mikligarður sjálfstætt borgríki undir
rómverskri yfirstjórn. Þrein öldum eftir fæðingu
Krists gerði Konstantin mikli borgina að höf-
uðsetri rómverska heimsveldisins og staðurinn