Vikan - 20.12.1962, Page 7
ÍKHK#:' L j§&-1 W gi
llll§liÉ& 3 i ' ■■■ - j ” msm
var sldrður upp, — í liöfuðið á keisaranum.
En rómverska heimsveldið varð ekki Jiúsund-
áraríki; það átti fyrir sér að klofna og þá
varð Mikiigarður höfuðborg austurrómverska
eða byzantiska heimsveldisins.
Striðsmenn komu, sáu og sigruðu; togstreitan
og valdabaráttan hélt áfram eins og liún gerir
enn. Mikligarður varð fyrir barðinu á Gotum og
Austgotum, Húnum, Slövum og Aröbum. Kross-
fararherir áttu jiar icið um af augijósum
ástæðum og náðu borginni á vald sitt. Á Sturl-
ungaöld var liún lirifsuð úr höndum þeirra og
komið ]>ar á grískri reglu og lögum. En höfuð-
borg hins tyrkneska Ottomanaheimsveldis varð
Mikligarður árið 1453, jiegar austurrómverska
ríkið leið undir lok. Síðan hefur Istanbul verið
tyrknesk borg, höfuðstaður mennta og verzi-
unar í iandinu. Samt er hún ekki liöfuðborg
þó merkilegt megi virðast. Þegar Kemal Ata-
turk stofnaði lýðveldið 1923, vildi hann slíta
öll bönd við fortiðina, lýsti ríkið veraldlegt í
stað trúarlegs og flutti aðsetur stjórnarinnar
til Ankara, sem þá var smáþorp i fjöllum
Litlu Asiu.
☆
Við höldum ferðinni áfram gegnum Miklagarð;
Hótel Hilton er i hinuip nýrri hluta borgar-
innar handan Gullhornsins og á leiðinni þang-
að ber margt kynlegt fyrir augu. Svæðið kring-
um Galatabrú er Lækjartorg þar í Miklagarði
og lífið ]>ar er nánast eins og mý á mykju-
skán, ef manni leyfist að nota svo óvirðu-
lega líkingu um svo stóran slað. Það sýnist
varía hársbreidd milli biíanna og vel helm-
ingur jjeirra er leigubílar, merktir með tígl-
óttum beklc fyrir neðan rúður. Þeir eru viðlika
óhreinir og í Reykjavík; flest tíu ára gamlir
sérvar eða kræslerar eins og mest ber á uppá
Skaga eða austur á Selfossi.
En skemmtilegast af öllu er sjálft mannlifið
hér. Það snertir mann meir en saga og minjar,
moskur og mínarettur. Það er fróðlegt að virða
fyrir sér fólkið, sem streymir eins og óstöðv-
andi elfa yfir Galatabrú; allir virðast hafa
eitthvað fyrir stafni og þurfa að flýta sér.
Gangrimlahjólið er stigið jió lítið sé í aðra
hönd, 'lífsbaráttan er liörð, miskunnarleysið
algert, einstaklingurinn lílils virði og fátæktin
fylgikona flestra þessara svartskeggjuðu manna.
Þeir sniglast milli bílanna og sýna engin
merki um yfirvofandi hættu unz ískrar i heml-
um og stjakað er við þeim, en út um bíl-
gluggann gægist sótsvartur haus og biður ]>ann
aldrei þrífast; sem svo hagar sér i umferð.
En það hrífur ekki hót. Hér eru gamlar og
bognar konur með svartar skikkjur, leifar
frá gamalli tíð í Tyrklandi. Kengbognir menn,
sumir allmikið við aldur, silast áfram með
burðarldáfa á baki og á kláfana eru hengd
þvílík kynstur af varningi, að varla sér i
burðarmennina.
Þeir eru með samanbitinn liarðindasvip
líkt og menn setja upp í moldroki hér heima,
og hrópa upp, þegar mannfjöldinn þvælist
fyrir þeim, en svitinn drýpur af Óhreinum
andlitum þeirra. Sumir hafa á bakinu stórar
körfur, fléltaðar, og það marrar í þeim ]>egar
þeir feta sig áfram.
Svo kveður allt i einu við hvellur hávaði
og maður heldur að nú sé eitthvað að lirynja,
en þá er það fjórhjóluð hestkerra, sem fer
fram lijá i spretti svo glymur í steinlagningunni.
Á kerrunni er lilaði af varningi og efst á
hlaðanum situr magur kúskur, sem horfir
tómlátum auguin á túrista og myndavélar. Og
ekkert tvennt er eins, ekki heldur kerrur og
kúskar. Einn ekur tviæki og stendur framaná
stafla af glerkistum; annar liggur hálfsofandi
á háum ávaxtavagni og reykir makindalega,
en klárinn fer sinu fram. En með hverri nýrri
kerru og nýjum farmi: Ný lykt, sem bregður
fyrir eitt andartak unz önnur verður yfir-
sterkari.
Við föruin gegnum Gyðingahverfið handan
Gullhornsins. Yfirbragðið er hið sama, mun-
urinn að minnsta kosti ekki sjáanlegur í fljótu
bragði. Kaupmenn standa i búðardyrum, sumir
hampa varningi, en steikarar sitja á koRum
síniun, þrífættum, og bjóða nýsteiktar hnetur
þeim, sem framhjá ganga. Þetta virðist vera
talsverður atvinnuvegur og þeir eru ótrúlega
þétt með áhöld sín: i mesta lagi einn eða
tveir skóburstarar á milli. Það er fjölmenn
stétt í Miklagarði og skýtur óneitanlega skökku
við ]iann sóðaskap sem annars virðist alls-
ráðandi. Burstararnir sitja sumir á hækjum
sinum, sumir á lágum trékollum og hrópa „sjæn,
sjæn“, þegar hlé verður hjá þeim. Annars eru
þeir i bezta skapi og hlæja svo skin i hvítar
tennurnar i móbrúnum andlitunum; föt þeirra
gljáandi af skit.
Framhald á næstu síðu.
VIKAN 7