Vikan - 20.12.1962, Side 10
Svarið var þó öllu fremur ætlað Ali-
son en honum. „Maður getur ekki
hatað neinn, sem orðið hefur til þess
að aflétta margra ára martröð," sagði
hann. Og hann fann hönd Alison
snerta öxl sína rétt sem snöggvast,
en þó nógu lengi og innilega til Þess,
að hann þurfti ekki að fara í neinar
grafgötur um það, að hún skiidi
svar hans. Prowse starði hins vegar
spyrjandi á hann og hafði bersýni-
lega ekki hugmynd um hvaða skiln-
ing hann ætti að leggja í orð hans.
Flekinn tók niðri við ströndina.
Dahl stökk fyrir borð, og dró hann
að, svo að þau hin gætu gengið á
land þurrum fótum.
„Það er bezt að við tökum okkur
náttstað hérna," sagði hann. „Ég
þarf að svipast hér um.“
Hvorug ánna var eins vatnsmikil
og sú, sem í vatnið féll. Það kom
dálítið óþægilega við Dahl, þvi að
hann hafði gert sér vonir ,um að
vatnsfallið færðist stöðugt í aukana,
unz það væri orðið að svo miklu
fljóti, að lekki væri neinum vafa
bundið að það félli til sjávar. Áin,
sem féll á hægri hönd, var þó öllu
meiri en hin, sem rann til vinstri.
Alison stóð við hlið honum og blés
eirrauðum lokk frá augum sér. „Hvor
er líklegri?" spurði hún.
„Það er vandi að vita,“ viðurkenndi
hann.
„Þessi fellur í suður,“ sagði hún.
„Og hafið er í suður,“ bætti hann
við og fylgdi hugsanagangi hennar.
„Svo að hún er þá líklegri."
Hún hafði þvegið hár sitt úr vatn-
inu um morguninn. Það hafði þornað
í sólskini og blæ, og var nú óvenju-
lega litskært og liðað, og lokkarnir
brugðu á leik í aftangolunni.
Dahl hristi höfuðið. öll ábyrgðin
hvíldi á honum, og sá á jafnan kvöl-
ina, sem á völina.
„Ég varð að athuga þetta nánar,"
sagði hann.
„Já, það er þitt að taka ákvörðun,"
sagði hún og röddin var þrungin
trausli og trú á stjórn hans. Hún
strauk lokkana frá andlitinu, hikaði
við nokkur andartök áður en hún
skipti um umræðuefni. „Þú minntist
á martröðina, Lincoln. Finnirðu alls
ekki til hennar framar?" sþurði hún
lágt og opnum vörum.
Dahl heyrði högg spölkorn frá. Þar
var Surrey að verki. Engin sá þau,
þar sem þau stóðu inni i lundinum.
Dahl virti Alison fyrir sér. Augu
hennar hvíldu á honum, þrungin
djúpri alvöru og einlægni. Hann svar-
aði henni lágum rómi, eins og hún
hafði spurt.
„Það er orðið langt síðan, að ég
hef orðið hennar var. Ég geri ráð
fyrir, að hún hafi yfirgefið mig fyrir
fullt pg allt."
„Og það er Carl að þakka," sagði
hún.
Hann tók báðum höndum um vanga
henni. „Fyrst og fremst Þér,“ sagði
hann.
„Mér?" endurtók hún undrandi.
„Já,“ svaraði hann í fuliri alvöru.
„Ég skriftaði fyrir þér, og það létti
af mér þyngsta farginu. Og svo voru
það átökin við Prowse. Að bjarga
mannslífi í stað þess að eyða Því —
ef til viil hefur það skorið úr um
lækninguna, en hvað um það ...“
Hann strauk lokkana frá andliti
hennar og hún tók blíðlega um hönd
honum. Og hann þrýsti henni að sér.
Stundarkorni siðar gengu þau út
úr lundinúm, niður á ströndina, þar
sem Surrey hafði kynt bál.
10 VIKAN
FRAMHALDSSAGAN
EFTIR
LAWRENCE EARL
17. HLUTI
ALISON steikti gæsina yfir bái-
inu. Ilmurinn barst með golunni
langar leiðir, og þótti þeim félögum,
sem sú klukkustund ætlaði að verða
eilífð löng, sem Alison hafði sagt
þeim að þeir yrðu að biða þess að
gæsin yrði fullsteikt. Það var farið
að skyggja, en Dahl reis á fætur og
kvaðst ætla að ganga spottakorn.
Hann hélt niður með þeirri ánni,
sem meiri var og athugaði allar að-
stæður.
Þegar hún hafði runnið tiltölulega
straumhæg nokkurn spöl, féll hún
á hávöðum um þröngt gljúfur, en
þegar því lauk tók við lygn hylur.
Dahl laut niður, tók nokkrar malar-
völur í lófa sinn, og varpaði þeim,
hverri af annarri, ofan i gljúfrið til
að kanna dýpið í strengjunum. E'nda
þótt áin félli í suður og það væri
áttin til sjávar, eins og Alison hafði
bent á, var Dahl í óvissu um hvort
hún rynni alla leið þangað, eða félli
i lokað vatn i einhverju dalverpinu.
Og það gat alveg eins verið, að hin
áin breytti um stefnu ekki iangt und-
an og félli til suðurs; meira að segja
að það væri hún, sem félli til sjávar.
Það eina, sem benti til þess að það
væri hin kvíslin, var það að hún var
mun vatnsmeiri. En það út af fyrir
sig var engin sönnun. Hann gat ekki
komizt að neinni niðurstöðu, og hlaut
því að velja í blindni.
Það var mjög tekið að rökkva þegar
hann hélt til baka. Það sveif lómur
yfir gljúfrinu og hló hæðnislega að
vafa hans og vanda. Hann gat leyft
sér það — hann vissi hvert vötn
féllu.
Steikarilmurinn barst að vitum
Dahls, og hann hraðaði sér að bál-
inu.
Hann sá skuggann af Alison, þar
sem hún sat við bálið og sneri baki
að honum. Um leið og hún heyrði
fótatak hans á mölinni, leit hún
spyrjandi á hann. Sama máli gegndi
um þá Greatorex gamla og Surrey.
En Dahl lét sem hann veitti þvi
ekki athygli.
Hann laut að gæsinni yfir bálinu
og þefaði með velþóknun.
Alison brosti. „Hún er ekki full-
steikt enn,“ sagði hún, „en þess verð-
ur nú ekki langt að bíða.“ Og hún
bætti við og brosti um leið: „Þú
getur ekki imyndað þér hve svöng
ég er orðin.“
„Ætli ég geti ekki farið nærri um
það," svaraði Dahl.
Það var orðið myrkt af nótt. Alison
tók sér gaffal í hönd, stakk í gæsina
og feitin vall út um stungurnar. Þeir
störðu ilöngunaraugum á steikina,
og það kom vonbrigðasvipur á and-
lit þeim, þegar Alison hristi höfuðið.
„Nei, hún er ekki fullsteikt," sagði
hún.
Tíu mínútum síðar stakk hún gaffl-
inum enn í gæsina, og að þessu gengu
tindarnir á kaf, en feitin spýttist út
með þeim.
„Þá er hún fullsteikt," sagði Ali-
son, sigri hrósandi.
„Loksins," sagði Surrey.
„Já, loksins," sagði Alison. „Viltu
taka að þér að skera steikina, Des?“
„Það er mér heiður og ánægja,"
svaraði Surrey og brosti.
MORGUNINN eftir snæddu þau
silung, steiktan í gæsafeiti. Dahl
hafði tekið ákvörðun sína. Þau gengu
aftur frá búlkanum á flekanum.
Surrey og Dahl stjökuðu frá landi
og reru síðan þangað, sem sú áin,
er vatnsmeiri var, féll úr stöðuvatn-
Framhald á bls. 40.