Vikan


Vikan - 20.12.1962, Page 11

Vikan - 20.12.1962, Page 11
FYRSTI KAFLI. Þetta var nýtízku íbúð'. Og hús- búnaðurinn sömuleiðis. Hæginda- stólarnir voru hornréttir, hinir stól- arnir voru hornskakkir. Nýtízku skrifborð stóð beint fyrir framan gluggann, og við það sat lágvaxinn, roskinn maður. Höfuð hans var satt að segja eini hluturinn í her- berginu, sem ekki var ferstrendur. Það var egglaga. Hr. Hercule Poirot var að lesa bréf. Stöð: Whimperley. Sími: Hamborough St. John. Hamborough Close. Hamborough St. Mary, Westshire. September 24, 1936. Hr. Hercule Poirot. Kæri herra. -—■ Hér er á döfinni mál, sem þarfnast meðferðar af mikilli varfærni og þagmælsku. Ég hef heyrt mikið af yður látið og hef ákveðið að fela yður málið. Ég hef ástæðu til að ætla, að ég sé beittur svikum, en af fjölskyldu- ástæðum óska ég ekki að leita til lögreglunnar. Ég mun gera vissar ráðstafanir á eigin spýtur vegna þessa máls, en þér verðið að vera við því búinn að koma hingað þeg- ar í stað, er þér fáið símskeyti. Mér þætti vænt um, ef þér væruð svo góður að svara ekki þessu bréfi. Yðar einlægur, Gervase Chevenix-Gore. Augabrýrnar á hr. Hercule Poirot lyftust hægt og hægt upp eftir enn- inu, þar til þær voru nærri horfn- ar upp í hárið. „Og hver er hann þá, þessi Gervase Chevenix-Gore?“ varð hon- um að orði. Hann gekk að bókaskáp og tók fram stóra, þykka bók. Hann fann greiðlega, það sem hann leitaði að. Chevenix-Gore, Sir Gervase Francis Xavier, 10. Baronet frá stofnun 1694; áður höfuðsm. 17. riddaraliðssv.; f. 18. maí 1878; elzti sonur Sir Guy Chevenix-Gore, 9. bar. og Lady Claudia Bretherton, 2. dóttir 8. jarls af Wallingford. Kvæntur 1912, Vanda Elizabeth elztu dóttur Frederick Arbuthnot ofursta q.v.; Etonskóli. Gegndi her- þjón. í ófriðinum 1914—18. Tóm- Á unga aldri hafði Gervase Chevenix-Gore siglt um- hverfis jörðina á hraðsigldu seglskipi. Hann hafði tekið þátt í heimskautsleiðangri. Hann hafði skorað kapp- siglingamann á hólm. Vegna veðmáls hafði hann riðið uppáhaldshryssu sinni upp stigann í hertogahöll. Honum tókst að sleppa fram hjá nokkrum hátt settum og framúr- skarandi mannverum — frægum stjórnmálaerindreka, leikkonu ekki síður frægri og alkunnum aðal- bornum veiðigarpi — og fann að lokum þann, sem hann var að leita að, hinn „ávallt viðstadda“ gest, hr. Satterthwaite. Hr. Satterthwaite hjalaði vin- gjarnlega. „Blessuð hertogafrúin — mér þykir alltaf gaman að koma í heim- boð hennar ... Mikil persóna, ef þér skiljið, hvað ég á við. Ég kynnt- ist henni heilmikið á Korsíku fyrir nokkrum árum ...“ Hr. Satterthwaite hætti til þess að draga hátitlaða kunningja sína óþarflega mikið inn í samræðurn- ar. Vera má, að hann kunni stöku sinnum að hafa haft ánægju af samvistum við herra Jones, Brown eða Robinson, en hafi svo verið, þá nefndi hann það samt aldrei. Þrátt fyrir það væri honum gert rangt SAKAMÁLASAGA EFTIR AGATHA CHRISTIE 1. HLETI SPEGILL stundagaman: ferðalög, villidýra- veiðar. Heimilisfang: Hamborough St. Mary, Westshire, og Lowndes Square 218, S.W. 1. Poirot hristi höfuðið hálf önug- lega. Hann sat hugsi örlitla stund, því næst gekk hann að skrifborð- inu, dró út skúffu og tók upp úr henni lítinn stafla af heimboðs- kortum. Það birti yfir svip hans. ,,Sem ég lifandi maður! Einmitt það, sem ég þurfti! Hann verður áreiðanlega þar.“--------- Hertogafrúin fagnaði hr. Hercule Poirot fram úr hófi ástúðlega „Þér gátuð þá komið, þrátt fyrir allt, hr. Poirot! Það var hreinasta afbragð." „Mín er ánægjan, frú,“ mu i Poirot og hneigði sig. til með því, að lýsa honum ein- göngu sem höfðingjasleikju og láta þar við sitja. Hann var skarp- skyggn á mannlegt eðli, og sé það rétt, að áhorfandinn viti bezt, hvernig leikar standa, þá vissi hr. Satterthwaite heilmikið. „Kæri vinur, það er svo óralangt síðan ég hef séð yður. Mér finnst það alltaf óverðskuldaður heiður, að hafa verið nærstaddur og séð yður að starfi í „Krákuhreiðurs"- málinu. Síðan finnst mér ég vera einn hinna innvígðu, ef ég má orða það svo. En meðal annarra orða, það er ekki meira en vika síðan ég hitti lafði Mary. Hrífandi kona — hreinasta ilmjurt!" Er hann hafði lauslega drepið á eina eða tvær nýjustu hneykslis- sögur — flasmælgi einhverrar jarls- dóttur og auðvirðilega framkomu aðalsmanns nokkurs —■ tókst Poirot loksins að koma að nafninu Gervase Chevenix-Gore. Hr. Satterthwaite kannaðist sam- stundis við manninn. „Já, einmitt það, þar hittið þér sannkallaðan sérvitring! „Síðasti barónettinn" — það er viðurnefni hans.“ „Afsakið, ég skil ekki alveg.“ Hr. Satterthwaite tók mildilega á þessum skilningsskorti hjá útlend- ingi. „Það er spaug, sjáið þér til — bara spaug. Vitaskuld er hann ekki í raun og veru síðasti barónettinn á Englandi — en hann er síðasti fulltrúi tímabils, sem nú er að lok- um komið. Hinn fífldjarfi bölvaði baronet — hinn brjálaði baronet ■—- angurgapi, sem var svo vinsæll í skáldsögum síðustu aldar — þess konar náungi, sem lagði út í óvinn- andi veðmál og vann samt.“ Hann hélt áfram að útlista nánar, hvað hann ætti við. Á unga aldri hafði Gervase Chevenix-Gore siglt umhverfis jörðina á hraðsigldu segl- skipi. Hann hafði tekið þátt í heim- skautsleiðangri. Hann hafði skorað kappsiglingamann á hólm. Vegna veðmáls hafði hann riðið uppá- haldshryssu sinni upp stigann í hertogahöll. Eitt sinn hafði hann stokkið úr leikhússtúku niður á leiksviðið og borið út víðkunna leikkonu í miðju hlutverki hennar. Sagnirnar um hann voru ótelj- andi. „Þetta er gömul ætt,“ hélt hr. Framhald á bls. 41. VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.