Vikan


Vikan - 20.12.1962, Page 12

Vikan - 20.12.1962, Page 12
12 VJKAN Sellerisúpa. 3LAMAT Jólakóróna. 2 kg miðhryggur af svíni, 1 matsk. gróft salt, 1 matsk. rosmarin, 1 1 sjóðandi vatn, 1 tsk. sósulitur, salt, 1 dós ananas (8 hringir), 8 útbleytt- ar gráfíkjur, 8 rauð epli, 20 sveskjur (lagðar í bleyti dag- inn áður), ca. 3 kg stórar kart- öflur, rauðkál. Þegar kjötið er keypt, verð- ur að taka það fram, að það eigi að matreiðast sem kóróna, svo að rifbeinin séu höfð eins löng og hægt er. Þó að kjötið nái töluvert fram á rifin, kemur það ekki að sök, því að það rýrnar við suðuna og dregst til baka. Um hrygginn er bundið með sterku garni, þannig að hann myndi kór- ónu, og er hann nuddaður upp úr blöndu af grófu salti og rosmarin. Hryggurinn er settur á neðstu grind í meðal- heitum ofni og kjöthlutinn látinn snúa upp. Þegar hann er fallega brúnn er sjóðandi vatninu bætt í pönnuna og sósulit. Ef ekki er óskað eftir sósu, þarf engu vatni að bæta í. Þetta á að steikjast í 30— 45 mín. hvert hálft kg, þessi skammtur þarf því 2—2Vi klst. steikingu. Meðan steik- in er í ofninum er annað á fatinu undirbúið. Pappirs- dúskar eru klipptir til þess að setja á enda rifbeinanna, ananassneiðarnar eru lagðar í hring yzt á fatið og sveskja sett í miðju þeirra. Epl- in eru þvegin og kjarninn tekinn úr og í opið er útblevtt gráfíkja sett, en þeim er svo raðað í hring innan við an- anassneiðarnar. Litlar kart- öflukúlur eru skafnar með þar til gerðu járni innan úr stóru kartöflunum og soðnar í saltvatni. Helmingurinn af kartöflukúlunum er svo brún- aður í smjörlíki og lagður við annan enda steikarinnar, en hinar kúlurnar eru lagðar inn í kórónuna og persilju stráð yfir. Við hinn enda steikarinnar er svo lagt rauðkál, en meira kál er borið með í sérstakri skál. Það er engin hætta á, að kórónan opnist eftir að hún er steikt, en betra er að nota beittan hníf, þá ei' öruggt að ekkert slíkt kemur fyrir. Framhald á bls. 40. Steikt gæs. 1 aligæs, 1 tsk. sykur, 1 tsk. salt, Ví tsk. pipar, 500 gr epli, 375 gr sveskjur (lagðar í bleyti daginn áður), 4 dl sjóð- andi vatn, sósulitur, 20 gr hveiti í sósuna. Gæsin er nudduð að innan með salti, pipar og sykri, eplin skorin í bita og sett inn í gæs- ina ásamt sveskjunum. Gæsin er saumuð sam- an með bómullargarni og lögð á rist í steikar- fatinu í ofninum, með bringuna upp. Ofninn má ekki vera of heitur, en gæsin er steikt í 2—2 Vi tíma. Fyrstu tuttugu mínúturnar er gæsin brúnuð, en síðan er vatninu með sósulitn- um hellt yfir hana og á hverju kortéri er því ausið yfir gæsina. Hálf- tíma áður en gæsin er soðin, er soðinu hellt af pönnunni og köldu vatni dreypt á gæsina og hit- inn á ofninum settur upp í 200 gr — húðin verður stökk með því móti. Soðið er svo síað og fitan fleytt ofan af því, hveitinu hrært saman við og það soðið í 5 mín. Garnið er tekið af gæsinni áður en hún er borin fram, en rauð- kál og kartöflur haft með. Ef gæsin er steikt fyrirfram, má hita hana upp með því að vefja hana inn í málmpappír og setja í 150 gr. heitan ofn í hálftíma. Síðustu 10 mín. er málmpappír- inn opnaður og köldu vatni ausið yfir, svo húðin verði stökk. Osthringur. 15 blöð matarlím, 1 bolli kalt vatn, 2 bollar mjólk, Vi bolli mulinn gráðaostur, Vi bolli majones, 1 tsk. Worcest- ershiresósa, 1 tsk. rifinn lauk- ur, % tsk. paprika, % tsk. salt, svolítið af pipar, 2 bollar smurostur. Leysið matarlímið upp í vatninu og bætið mjólkinni í og kælið þar til það er farið að þykkna. Muldum gráða- ostinum er bætt í majones- sósuna, síðan Worcestershire- sósunni, paprikunni, saltinu og piparnum, en síðast er smurosturinn settur varlega saman við. Mjólkurblandan með matarlíminu er þeytt í hrærivél eða með góðum handþeytara í eina mínútu, eða þar til hún er létt og freyðandi, þá er ostblandan sett saman við. Sett í hring- mót og kælt þar til það er stífnað. Hvolft á stórt fat og salati og gúrkum raðað í kring, en í miðjuna er sett það grænmeti, sem bezt fer við þann mat, sem á eftir kemur — líka má fylla hring- inn af humar í majones eða rækjum. o— 500 gr selleri, 2Vi 1 kjötsoð eða vatn, 25—50 gr smjör- líki, 50 gr. hveiti, 1—2 eggjarauður, pipar, vín, salt. Selleríið er soðið í vatni þar til það er meyrt, þá er Vi hluti þess skorinn í smábita, sem eru lagðir á botn- inn á súpuskálinni, en hitt er marið í gegnum sigti. Smjör- bolla búin til úr smjörlikinu og hveitinu og jafnað upp með sellerisoði eða kjötsoði og súpunni síðan bætt í. Eggjarauðurnar hrærðar með svolitlu vatni og súpunni hellt á þær, og hrært vel í á meðan. Kryddað með pipar og salti og hvítvíni eða sherry. Ristað brauð borið með, og út í súpuna má láta litlar fínar kjötbollur eða eggja- bollur og annað grænmeti, t. d. spergil eða grænar baunir.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.