Vikan


Vikan - 20.12.1962, Síða 14

Vikan - 20.12.1962, Síða 14
 ÞEIR BEZTU EFTIR DON VERNER Á heimsmarkaðnum mun nú um allt að því 250 ólíka bíla að velja. Sá, sem er í þeim ánægjulega vanda staddur að verða sér úti um nýjan fararskjóta, getur því kosið um ljónfjörugan hjólagæðing, sem ekki læt- ur sig muna um 170 mílur á klst., eða lítinn og þægi- legan töltara, sem virðist beinlínis í bindindi á benzín. Sérhver gerð af bíl á sér hóp tryggra aðdáenda meðal bíleigenda. Ég geri ráð fyrir að það sé ekki svo mjög orðum aukið, að menn séu oft og tíðum ekki síður fastheldnir við þá bílgerð, sem þeir hafa tekið tryggð við, en konur sem þeir unna eða afstöðu, sem þeir hafa tekið í stjórnmálum. Og annað er svip- að varðandi aðdáun á bílum og ást á konum — hún gerir menn iðulega blinda, óhagsýna og leiðir þá afvega. Það er augljóst mál, að sumir bílar eru í sérflokki og aðrir, sem ekki skera sig úr fjöldanum að heitið geti. Ég hef ekið þeim, reynt þá og skilgreint þá alla að meira eða minna leyti. Það hefur verið mitt aðalstarf sem ritstjóra og rithöfundar á því sviði í meir en áratug. Ég veit hvaða bílar eru beztir eins og stendur, og skal nú getið nokkuð þeirra tíu, sem ég hef sétt þar efsta á blað. Mér finnst þó hlýða að gera fyrst nokkra grein fyrir því hvað ég á við með einkuninni „beztir“. Hraðinn einn, ökuhæfnin, ytra útlitið, sparneytnin eða þægindin eingöngu, nægja ekki til þeirrar ein- kunnar. Mat hvers okkar um sig á þessum kostum er næsta mismunandi og einstaklingsbundið. Ég tel að bezti bíllinn verði að skara svo framúr, burtséð Höfundur þessarar greinar hefur prófað bíla og skrifað um bíla í tæknileg tímarit í Bandaríkjunum í langan tíma. Hér segir hann umbúðalaust álit sitt, að fenginni reynslu. Sjálfsagt eru ekki allar sam- mála honum, en engu síður hefur hann margt athyglis- vert fram að færa. 9 ■ frá því við hvað gerð hans er miðuð, að hann tákni hámarkið. Að hann sé bezti bíllinn hvort heldur séreigin- leikar hans eru fólgnir í ökuhraða eða lipurð í umferðinni. Þá vil ég og lýsa nokkrum megin- reglum, áður en ég hverf að þessum bílalistum mínum. Ég sleppi öllum eldri gerðum. „Sí- gildir“ bílar eru eftirsóknarverðir fyr- ir safnara, en vandræðagripir á vegum. Ég ræði því eingöngu um bíla af ár- gerð 1962. Þá verður bíllinn og að vera fram- leiddur til sölu á almennum markaði og miðaður við þarfir venjulegra bíl- notenda, eigi hann að koma til greina við þessa einkunnargjöf. Þótt ég dáist að þessum glæsilegu og fullkomnu, hraðskreiðu ökutækjum, útiloka ég þau í þessu sambandi, þar sem fram- leiðslan á þeim er mjög takmörkuð, og í rauninni um handsmíð að ræða. Ég fer ekki út í það nákvæmnisat- riði að miða einkun við einhverja eina gerð af mörgum, sem bera sameigin- legt heiti og merki, þar sem ég tel að hún hljóti að ná til allra gerða af þeirri tegund. Svo vill til, að fyrir bragðið kemst einn ágætur bandarísk- ur bíll ekki í þetta úrval, þar sem meðalstór bíll, sem ekki getur heldur talizt nema í meðallagi, er honum sam- nefndur og sammerktur. Og þá eru það tíu beztu bílarnir. Þetta eru ekki alfullkomnir bílar — þeir fyrirfinnast ekki — en ég tel þá úrval þeirra, sem nú eru framleiddir. JAGÚAR, Þótt ekki sé um neitt sérstakt heið- urssæti á þessum lista mínum að ræða, mundi ég, ef ég ætti að dæma einhvern einn bíl beztan í heimi, tilnefna Jagú- 14 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.