Vikan - 20.12.1962, Síða 15
arinn. Eftir að ég hafði skoðað Jagúarverk-
smiðjurnar í Coventry fyrir nokkruin mánuð-
um, fórust mér orð á þessa leið:
„Jagúar-framleiðsluaðferðin er einföld og
heilbrigð. Þar er hreyfillinn fyrsta — og aðal-
atriðið, og það smíða ekki aðrir annan betri.
Síðan er bíllinn smíðaður utan um þennan af-
bragðs hreyfil. Afköst hreyfilsmiðanna ráða því
afköstum verksmiðjanna".
Hreyfillinn er ekki settur saman á færibandi,
sem annars staðar er yfirleitt algild aðferð,
heldur er hver einstakur hreyfill settur saman
á smíðaborði af þjálfuðum vélvirkjum, sem
vanda samstillingu allra einstakra hreyfilhluta
eins og frekast er unnt. Að því loknu er hreyfill-
inn látinn ganga til reynslu í sjö klukkustundir,
en það er mun lengri reynslugangur en ég
veit til um í sambandi við fjöldaframleiðslu á
bílhreyflum annars staðar.
Þessi áherzla á vandvirkni í einstökum at-
riðum einkennir ekki eingöngu framleiðslu
Jagúarsins, heldur og framleiðsluna á öllum
þeim gerðum, sem bera merki verksmiðjunn-
ar. Þannig er það um „XK-E“, sportbílinn, 3,8
og ,,Mark X“, hver gerðin um sig er „meistara-
stykki“ á sviði bílaframleiðslu. Og þessir bílar
reynast líka samkvæmt því.
Sérfræðingi nokkrum á allt, sem snerti
evrópska bíla, fórust einhvern tíma þannig orð,
að Jagúarinn væri bíll, sem einhverra hluta
vegna væri seldur á aðeins þriðja hluta þess
verðs, sem hann væri virði. Þótt gengið hafi
á ýmsu um verðlag á bílum síðan, er sá dómur
enn í gildi.
Hver sá maður, sem ekki finnur til hrifn-
ingar þegar hann virðir „XK-E“ fyrir sér, er
algerlega ónæmur gagnvart bílum. Hann ber
það með sér hvernig hann muni reynast og
reynist ekki villa þar á sér heimildir — fram-
úrskarandi hraðskreiður og vel fallinn til akst-
urs í borgarumferð. Félagi hans, 3.8, er ef til
vill fullkomnasti árangur sem náðst hefur
varðandi sameiningu allra beztu eiginleika
sportbíls og fólksbíls af meðalstærð. Og „Mark
X er ekki einungis hámark alls virðuleika,
þeim er það kjósa, heldur og hinn ólmasti
gæðingur. Er unnt að krefjast öllu meira?
Þessi einstaklega jöfnu gæði allra gerða
Jagúarsins eru beinn árangur öruggrar og
sterkrar handleiðslu stjórnandans, hins brezka
bílunnanda, Sir William Lyons, sem aldrei hef-
ur linað á hinum ströngu kröfum, frá því er
hann breytti til og tók að framleiða bíla í stað
bifhjóla árið 1936, og tekizt að framfylgja þeim.
VOLKSWAGEN.
Það mætti segja mér að þetta væri eini bíll-
inn, sem allir geri ráð fyrir að sé á listanum
og enginn vefengi að sé þar sjálfkjörinn. Hinn
bjöllulaga VW er Vesturþjóðverjum svipað
fyrirbæri og Coca Cola er Bandaríkjamönnum
— snar þáttur hversdagslífsins.
Lausnin á vinsældaráðgátu VW er fólgin í
snjöllu formi, sem stöðugt hefur verið endur-
bætt í útfærslu, fyrir kerfisbundna viðleitni
til fullkomnunar. Enn skortir smávægilega á
að þeirri fullkomnun sé náð, en fyrir megin-
kosti hans sem farartækis er ekki völ á öðrum
bíl betri í þeim flokki.
Allir þekkja þá sögu, að VW sé í heiminn
borinn sem sú „hugsjón" Hitlers að sérhver
dyggur gæsagangsgarpur mætti eignast sinn
eiginn bíl. Sú hugsjón lenti, ásamt svo mörgum
öðrum, á brotajárnshaug styrjaldarinnar. Þar
fann svo skipulagssnillingurinn, Heinz Nord-
hoff, hana þegar endurreisnin hófst, setti sam-
an brotin og hristi af þeim öskuna, komst að
raun um að þetta snilldarverk Porsche prófess-
ors væri enn í fullu gildi og kom VW síðan
í umferð í bókstaflegri merkingu.
Komin er á markaðinn ný gerð, VW 1500,
sem er enn eitt sönnunarmerki um trú fram-
leiðendanna á stöðugum endurbótum. Þótt
þessi nýja gerð sé ekki svo ýkja frábrugðin
þeirri eldri, hefur sérhvert smáatriði hennar
verið þaulhugsað að nýju. Fyrir þessa stöðugu
og samræmdu þróun til fullkomnunar, er VW
sennilega traustasti og ábyggilegasti fjölda-
framleiðslubíllinn, sem nú er um að ræða —
og það virðist því eiginlega hálfgert öfugmæli,
að engir framleiðendur hafa skipulagt jafn
víðtæka og raunhæfa viðgerðaþjónustu.
VW er ódýr bíll. Hann er spameytinn í bezta
lagi. Hann er laus við allt ónauðsynlegt flúr.
Hann er sterkbyggður. Hann uppfyllir að öllu
leyti þær kröfur, sem honum er ætlað að upp-
fylla.
CHRYSLER.
Það er ekki svo ýkjalangt síðan bílagagn-
rýnendur kölluðu alla bandaríska bíla „járna-
rusl frá Detroit“. Slíkt heyrist ekki framar.
Chryslerbíllinn hefur átt meiri þátt í því en
nokkur annar, að það álit breyttist. Tröllsleg
hreyfilorka er ekki svo sjaldgæft fyrirbæri.
Hitt er sjaldgæfara, að slík orka láti auðveld-
iega að stjórn. Nú er Chryslerbílarnir kallaðir
„auðsveipu hamhleypurnar“. Hingað til hefur
það verið nokkuð á reiki, hvað átt sé við með
því að bíll láti vel að stjórn. Oft er eingöngu
meint að bíllinn leiki við stýri. Bíll lætur vel
að stjórn, þegar hann fer auk þess vel á vegi;
er óhagganlegur á skörpum beygjum en notar
hurðarhandföngin ekki sem aurbretti.
Chrysler lætur jafn vel að stjórn og hann
er mikill í átökum. Það þarf ekki annað en
sjá og finna hvernig hann fer á skörpum beygj-
um, samanborið við aðra álíka kraftmikla bíla,
til að sannfærast um það. Chryslerhreyflarnir
búa ekki eingöngu yfir gífurlegri orku, heldur
og taminni orku.
En þrátt fyrir alla orkuna, eru Chrysler-
hreyflarnir hinir sparneytnustu í sínum flokki.
Með hyggilegum akstri eyða þeir ekki meiru
en hreyflar, sem eru ekki nema hálfdrætting-
ar við þá að rúmmáli.
Aðrar gerðir bíla frá Chrysler-verksmiðjun-
um — Dodge og Plymouth og meðalstóru gerð-
irnar — eru búnar að miklu leyti sams konar
hreyflum og drifkerfum, og því gæddar að
miklu leyti sömu eiginleikum. Þær eiga mun
meira sameiginlegt en hinar mismunandi gerðir,
sem keppinautar þeirra, GM og Ford, fram-
leiða. Engu að síður sameinast fyrrnefndir kost-
ir enn betur í Chryslerbilnum sjálfum en hin-
um yngri meðlimum fjölskyldunnar.
PORSCHE.
Væri ég beðinn um að tilnefna þann bíl,
sem mest unun væri að aka, mundi ég ekki
hika við að velja Porsche.
Að ytra formi er bíllinn eingöngu miðaður
við hið fullkomnasta notagildi og gersamlega
ekkert þar fram yfir. Þótt útlitið standi yfir-
leitt ekki í neinu sambandi við raunveruleg
Framhald á bls. 36.
VIKAN 15