Vikan


Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 18

Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 18
FRANK VAR FARINN AÐ FORÐAST KONUR, EN SAMT FÓR ÞAÐ SVO, AÐ HJARTA HANS OPNAÐIST FYRIR ÁSTINNI, ÞAÐ VAR EINN MORGUN 1 STRÆTISVAGNINUM. EN KANNSKI VAR ÞAÐ VEGNA JÓLANNA, ÞVÍ AÐ ÞÁ FYLLAST HUGIR MANNA BLÍÐU OG SAMÚÐ. Það var á hrás'agalegum rigningardegi í des- ember, um það bil viku fyrir jól, Frank Ilald fór í strætisvagninum eins og venjulega frá Kastruplundgade til vinnu sinnar í Christians- havn. Þær fáu hræður, sem komu upp í á endastöðinni, höfðu hreiðrað um sig, eins og þær ætluðu að reyna að halda áfram að sofa, þótt með opin augu væri. Við næstu stöð komu nokkrir farþegar í viðbót og virtust álíka upplífgandi og veðrið úti. Þeir voru sjálfsagt að fara til vinnu inni í bænum og höfðu enga ástæðu lil að vera neitt himinlifandi -— frekar en hann sjálfur. Franlc tók eftir ungri stúlku í kirsuberja- rauðri dragt og með húfu i sama rauða litnum á brúnu hárinu. Hún hélt á stórum, flötum pakka í hrúnum pappír — sjálfsagt kjóll, liugs- aði hann. Hún settist í sætið bak við l)ílstjór- ann og lagði pakkann áhnén. Frank gat séð andlit hennar í speglinum fyrir ofan hiistjórann. Iiún starði fram fyrir sig með þunglyndislegum, stórum og bláum augum. Hann hugsaði með sér, að það væri leitt, að svo fallegt höfuð skyidi vcra fullt af svona sorg- iegum hugsunum, og allt í einu langaði hann að komast að leyndarmáli hennar. Honum datt i hug, að þetta væri fyrsta konan, sem hann hafði fengið áhuga á, síðan öllu var lokið milli hans og ÚIlu — og síðan liann varð kvenhatari. Hún hafði vist orðið vör við, að einhver starði á liana, því að liún leit snöggt upp í spegilinn. Augu þeirra mættust og dauft hros lék uni varir hennar. Hann hrosti á móti. Nú smáfylltist vagninn, svo hann sá ekki lengur í spegilinn. Og nú — voru þau komin að Sundhyvesterplads, þar sem hann átti að skipta um vagn. Hann flýtti sér inn í hinn vagninn og stóð þar fremst í honum, og þegar hann stuttu seinna leit aftur í vagninn, sá hann „rauðklæddu konuna“, en það var hann farinn að kalla hana í huganum, sitja þar með pakkann á hnjánum. Um leið og hillinn fór af stað, kom einn af vinuufélögum hans hlaupandi og tókst rétt að ná í vagninn. Frank sá, að hann heilsaði ungu stúlkunni hrosandi um leið og hann gekk fram hjá henni. — Góðan daginn, Frank, heyrði hann sagt við hliðina á sér. — Góðan dag, Kurt, áttu bágt með að vakna á morgnana? Frank hefði langað til að spyrja hann um ýmislegt, en það varð að híða þar til þeir væru komnir úr vagninum ... Nú voru þeir komnir á áfangastað. — Hver er hún? spurði Frank, um leið og þeir stóðu á stéttinni. — Hvaða hún? Kurt leit undrandi á hann. — Unga stúlkan með pakkann, sem þú Iieilsaðir í vagninum. —• Nú, meinarðu hana? Það er gömul skólasystir mín, Lissi Holmer. Faðir henn- ar vann í glerverksmiðjunni með pabba gamla. — Iívar býr liún? spurði Franlc. — Það hef ég ekki hugmynd um. Meðan foreldrar hennar voru á lífi, bjuggu þau í einu al' húsum verlcsmiðjunnar. — Hvað gerir hún? Er hún gift? —- Það veit ég eklci heldur. Það eru mörg ár, síðan við höfum talað saman. Nú voru þeir komnir að verksmiðjunni og fóru hvor til sinnar vinnu. En þennan dag gat Frank ekki haft hugann við vinn- una, og það, sem liann hugsaði mest um, var and’it ungrar stúlku i spegli. Næstu tvo daga sá hann ekki Lissi Ilohner, og hann reyndi að telja sjálfum sjr trú um, að það skipti hann engu. Hvað kom hún honum við? En innst inni vissi hann, að það var ekki rétt. Svo var það einn morgun nokkrum dög- um fyrir jól, að Frank Hald stóð eins og venjulega og beið eftir strætisvagninum. Hann var ekki að fara til vinnu sinnar, því að hann átti frí þennan dag. Hann ætlaði að nota timann til þess að kaupa jólagjafir. Hann hugsaði ekki með sér- stakri gleði lil jólanna. Hann mundi sjálf- sagt halda jólin með forHdrum sínum og 18 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.