Vikan - 20.12.1962, Qupperneq 19
systkinum, cn hann mundi sakna margs
— ]>ví að skrifaÖ stendur, að ekki sé gott
fyrir manninn að vera einan. En hann
varS að viðurkenna það, að þessa sið-
ustu daga liafði hann hugsaS meira um
Lissi en UIlu.
Nú kom vagninn, en liún var ekki með
honum, og kom ekki lieldur upp i á leið-
inni. ÞaS urSu honum nokkur vonbrigSi,
þótt hann vildi ekki viðurkenna það fyrir
s.jálfuhi sér. Hann skipti um vagn og sá
siðari var eins fullur og sá fyrri, þvi
að hann gat rétt troðiS sér inn. En þá sa
hann hana. Þai* sat „rauðklædda konan“
— Lissi. H.jarta lians tók viðbragð og sló
nú svo liratt og þungt, aS hann var hrædd-
ur um að þeir, sem i kringum hann stóðu,
nnindu heyra það.
I dag ætlaði hann ekki að láta hana
sleppa frá sér. í dag hafði hann tíma
til að fylgja henni — á leiðarenda.
Frank tróðst fram í vagninn, til þess að
vera nálægur lienni, ef hún færi skyndi-
lega út. Þegar hann nálgaðist hana, heils-
aði hann, og hún kinkaði brosandi kolli
og þekkti hann auðsjáanlega aftur. Hon-
um sýndist hún vera glaðlegri i dag.
Á þriðju hæð, i sokkadeildinni, fékk hann loks
launin fyrir erfiði sitt.
Þar stóð hún hak við afgreiSsluborðið og var að
koma sokkum fyrir i öskju. Hún var klædd svörtu
pilsi og hvítri blússu —einkennisbúningi verzl-
unarinnar — og honúm fannst hún enn þá meira
aðlaðandi þannig lclædd.
Hann gekk til liennar.
— Jæja, loksins fann ég ySur, sagði hann bros-
andi.
Hún leit undrandi upp. Hún hafði ekki einu
sinni tekið eftir honum.
— Hafið þér verið að leita að mér? spurði
hún brosandi.
— Já, það er ekki undarlegt. Þér hlupuð frá
mér.
— Nei, sagði lnin glettnislega. — Ég gekk bara.
GLATT
EFTIR
TH. GREGERSEN
— Hvenær fáið þér matarhlé, spurði hann.
— Hvers vegna spyrjið þér? Rödd hennar varð
svolitið hvöss.
— Ég hélt bara, að þér hefðuð kannski ekkert
á móti því, að borða með mér, stakk liann upp á.
— Er það viðeigandi? Ég þekki yður ekki.
— Fyrirgefið, nafn mitt er Frank Hold.
— Lissi Holmer, svaraði hún.
— Ég veit það, sagði hann. ■— Kurt sagSi mér það.
Nú kom einn af eftirlitsmönnunum upp og Frank
fór að skoða sokka fyrir systur sína.
— Hvað segið þér um þetta? sagði hann, þegar
eftirlitsmaðurinn fjarlægðist.
Augu hans leituðu til langra og grannra fingra
hennar, sem voru að pakka sokkunum inn, en
þegar hann sá þar engan hring, spurði hann:
— Trúlofuð?
— Nei. Hún hristi höfuðið og sagði. — En það ...
— Þá er allt í lagi, greip hann fram í fyrir
lienni, þér komið.
Hún var auðsýnilega í vafa, en svo komu nokkr-
ir viðskiptavinir upp stigann og hún sagði í flýti:
•— Klukkan tólf, við útganginn fyrir starfs-
fólkið.
Hún fékk honum pakkann, hann borgaði og
sagði: — Við sjáumst aftur.
Frank var kominn löngu fyrir timann að dyr-
unum og stóð nú og beið þolinmóður. Það var
stöðugur straumur út, en hún kom ekki. Kannski
að hún komi alls ekki, hugsaði hann.
Jú, þarna kom hún loksins. Hún hafði farið í
rauða jakkann utan yfir hvitu blússuna, en var
berhöfðuð.
— Afsakið, sagði hún brosandi. En það er ekki
alltaf auðvelt að losna á slaginu, ef það eru við-
skiptavinir í búðinni.
Það gat hann vel skilið, en hann sá, að hún
hafði gefið sér góðan tíma til að snyrta sig, og
það gladdi hann.
Hann stakk upp á þvi, að þau færu á Htið
veitingaliús, „Gullhæniina,11 í nágrenninu, og hún
sarnþykkti það.
Þegar þau voru kornin á veitingahúsið, voru
llest borðin upptekin. Þjónninn kom brosandi á
móti þeim, þvi að hann kannaðist við Frank —
hann og UUa höfðu verið þarna tíðir gestir —
og svo vísaði hann þeim á borð úti í horni,
þar sem þau gátu setið ótrufluð.
Lissi hengdi jakkann sinn á stólbakið og settist.
Frank fékk henni matseðilinn.
— Hvað eigum við að panta?
Hún var fljót' að velja, en valdi ekkert af
dýrari réttunum. Frank kunni vel að meta það,
Framhald á bls. 26.
Það var fyrst við Holmens Bro, að
hún fór úl. Frank fór líka úr, en af
kurteisisástæðum varð hann að hleypa
nakkrum konum fram hjá sér, þannig
að hún var komin töluvert á undan
honum. Hann sá, að luin beygði við
Verzlunarbankann, en þá kom stór
vörubíll eftir götunni, svo að hann varð
að stanza. Þegar gatan varð aftur auð,
sá bann henni brégða fyrir við Maga-
sinet, — en svo var hún horfin.
Hann bJIvaði í hljóði og slangraði
sorgbitinn yfir að Kongens Nytorv.
Þar seltisl hann á bekk og hugsaði
málið. Kannski að liún hafi farið inn
í búðina? Þáð gat verið, að hún ynni
þar. Það sakaði ekki, þótt hann færi
þar inn og svipaðist um. Hann þurfti
að verzla, og það gat verið, að hann
fyndi eitthvað i þessari búð. Hann
reis á fætur og gekk þangað.
Inni i búðinni var frekar fátt þetta
snemma dags, en afgreiðslufólkið var
önnum kafið við að undirbúa allt fyrir
ösina seinni liluta dagsins. Frank gekk
um og athugaði jólagjafir, sem hann
gæti notað fyrir systur sínar, en hann
horfði fullt eins mikið á laglegu af-
greiðslustúlkurnar — það mátti lika
segja, að hann væri að leita að einni
slíkri.
VIKAN 19