Vikan - 20.12.1962, Síða 21
af dimmri karlmannsrödd heyrðist
fyrir utan baðstofudyrnax og óðara
varð öllum litið þangað. í sömu
svifum var hurðinni hrundið upp.
Sigurbjörg húsfreyja steig inn fyrir
þröskuldinn og lýsti með kolunni
niður í þrepin upp úr göngunum.
Kliðdul síbylja framandi tungu
fyllti þagnartóm ofvænisins inni í
baðstofunni, og fannbarið hrúgald
mjakaðist upp á pallinn, stutt af
Jóni bónda og Torfa vinnumanni.
Mundi einhverjum inni eflaust hafa
brugðið ónotalega, hefði hrúgald
það ekki mælt, því að í fljótu bragði
mátti vart kenna, að þar væri á
ferðinni mennskur maður og bæri
annan á baki sér“.
„Þegar meiri birtu bar á, mátti
sjá að þetta var lágvaxinn maður
en afar gildur, sér í lagi um herðar
og barm. Andlitið var hulið klaka-
grímu að mestu, en þó unnt að
greina svart alskegg og svört, sting-
andi augu undir klökugum brúnum,
og að gestur sá mundi kominn fast
að sextugu. Skólaus var hann, húfu-
laus og berhentur; hafði vafið ein-
hverri dulu um höfuð sér en drusl-
um um fætur, en peysan og loku-
brókin einn samfreðinn klakastokk-
ur. Það virtist unglingspiltur, sem
hann bar, en ekki varð séð hvort
hann var lífs eða liðinn, enda al-
snjóugur úr hríðinni. Sjálfur var
karl með ólíkindum hress og lítt
þrekaður að sjá eftir þá raun, sem
gangan ein um sandinn mátti vera
hverjum manni í slíku veðri, þótt
yngri væri, betur búinn og byrðar-
laus, auk þess sem gera mátti ráð
fyrir að nokkra þraut og hrakn-
inga hefði hann orðið að þola áð-
ur en hann komst á land. Fór Jóni
bó.nda að minnsta kosti líka fljótt
að gruna, að varla mundi allt sem
sýndist, er hann bar sig svo garps-
lega, enda þótt ekki leyndi sér að
hann væri hraustmenni. Það var
varla einleikið, er hann talaði þann-
ig án afláts og lét sig einu gilda
þótt bersýnilegt væri að enginn
skildi stakt orð, eða hann veitti því
ekki athygli. Öllu undarlegra var
þó, hve hann brást styggur við þegar
þau hjónin vildu létta af honum
byrðinni, og hve seinn hann var
eða tregur til að átta sig á því,
þegar honum var bent á rekkju,
þar sem hann skyldi leggja piltinn."
„Loks fékkst hann þó til þess;
lagði piltinn ofan á brekánið af
nærgætni og varúð, eins og móðir
hagræddi sofandi hvítvoðungi í
vöggu, en ekki reyndist við það
komandi að hann þægi neina að-
stoð. Að því búnu rétti hann úr
sér, hægt og seinlega; starði þögull
í súðina yfir rekkjunni eins og sæi
hann sínum svörtu, stingandi aug-
um út um gaddfreðna þekjuna óra-
vegu, og þegar Sigurbjörg hús-
freyja lagði höndina á öxl honum,
benti honum að setjast á rekkju-
stokkinn varð ekki merkt að hann
tæki eftir því.“
„Og þá gerðist það, sem Sigur-
björgu húsfreyju leið aldrei úr
minni, þótt ékki segði hún frá því
fyrr en löngu síðar, og þá í trún-
aði. Það var sem hrollur færi um
hana og úr henni drægi allan mátt,
svo að hún gat hvorki hreyft legg
né lið, en athygli hennar og hugs-
un öll sljóvgaðist eins og hún væri
í þann veginn að festa svefn. Þótti
henni um leið sem hinn gamli garp-
ur losnaði úr klakaham sínum og
fjarlægðist, unz hann var ekki leng-
ur innan veggja, en þá greip hana
slík hræðsla, að henni tókst að kippa
að sér höndinni og brjótast undan
þessum lamandi áhrifum. Vissi hún
þá ekki hvort þau höfðu varað
lengur eða skemur, en þar sem ekki
var að sjá að aðrir hefðu veitt at-
hygli neinu óvenjulegu, áleit hún
að það hefði varla verið eins lengi
og henni sjálfri fannst. Skipti þá
og engum togum, að gamli maðurinn
brá við hart, eins og hann hrykki
upp af dvala, svipaðist um en átt-
aði sig bersýnilega ekki á hvar hann
var kominn, og varð þá augnaráð
hans svo æðisgengið, að felmtri sló
á heimilisfólkið.“
„En jafnskjótt og hann leit pilt-
inn í rekkjunni skipti um, og gegndi
furðu, hve þessi svörtu, stingandi
augu gátu orðið hlý og ástúðleg.
Nokkurt andartak horfði hann
þannig á hann, varðist ásókn ör-
mögnunarinnar, áður en hún yfir-
ynni hann. Og allt í einu var því lík-
ast að hann fengi yfirnáttúrlegan
kraft, sem gerði honum kleift að
virða að vettugi takmörk manniegr-
ar þrautseigju og viljastyrks. Hann
sneri sér að Jóni bónda Sigfússyni,
festi á hann augun og færðist allur í
aukana; sterk og hreimdimm röddin
reis og hneig í hröðum orðaflaumi,
en hendurnar, armarnir og allur
hinn gildvaxni líkami, jafnvel and-
litið undir klakagrímunni, lék undir
við sífelld blæbrigði hennar, og svo
máttk og sefjandi var tjáning hans,
að enginn gerði sér grein fyrir að
hann mælti á framandi tungu, er
sagði til þeirra, félaga sinna þriggja,
er látið höfðu fyrirberast, þreki
þrotnir, í snjóskafli skammt frá
bænum. Og svo var hin þróttmikla
rödd hljóðnuð fyrr en nokkurn
varði, hendurnar aflvana, andlitið
jafn sviplaust og klakagríman, leift-
ur augnanna hulið bláum og bólgn-
um hvörmum. Það var eins og freð-
inn og fannbarinn klettadrangur í
mannsmynd stæði upp úr baðstofu-
gólfinu hjá rekkjustokknum."
„En ekki hneig hann niður, og
varð þó ekki annað merkt en að
hann væri meðvitundarlaus með
öllu, þegar hann var lagður í
rekkju. Jón bóndi og Jórunn gamla
tóku að stumra yfir piltinum, dreypa
á hann víni og reyna að vekja hann
af öngviti sínu, því að með lífi var
hann, en Sigurbjörg húsfreyja
kvaddi þá, Torfa og fjósamann, til
fylgdar við sig út í hríðina og nótt-
ina, að leita þeirra, skipbrotsmann-
anna þriggja í skaflinum, og snakaði
hún sér í karlmannsbrækur á með-
an hún sagði vinnukonum fyrir
verkum. Stundarkorni síðar opnaði
hinn gamli garpur augun rétt sem
snöggvast. Stóð þá vinnukona,
nokkuð við aldur, hjá rekkjunni og
rakti druslurnar. af fótum hans, en
María laut að honum og reyndi með
varúð að leysa duluna, sem hann
hafði bundið um höfuð sér. Þegar
hann leit Maríu, var sem fyrir hann
bæri guðlega sýn, svipur hans fyllt-
ist óttablandinni lotningu, og þegar
augu þeirra mættust, lyfti hann
hægri hönd sinni, hægt og með erf-
iðismunum og gerði krossmark fyr-
ir sér. Síðan seig á hann þungur
höfgi, en þó virtist hann vita af
sér öðru hvoru.“
„Félagar hans þrír fundust liggj-
andi í skafli undir túngarðinum,
og voru allir látnir, en Sigurbjörg
og Torfi báru heim lík þeirra og
lögðu á fjalir úti í skemmu. Strax
í birtingu var boðum komið á næstu
bæi, og var veðrinu þá mjög tekið
að slota, svo að fært var á sandinn.
Ekki fundust þar fleiri lík, og ekki
sást neitt lífs úti í duggunni, sem
stóð í brimgarðinum, öll brotin og
löskuð ofan þilja og gengu ólögin
yfir hana án afláts. Sandur var þeg-
ar nokkuð farinn að hlaðast að
henni, en þó ekki svo að fært væri
út í hana, enda foráttubrim, og
héldu leitarmenn því heim aftur
við svo búið. Sendimaður var gerð-
ur á fund sýslumanns að tilkynna
strandið, en varð að snúa frá Kvísl-
inni og kvað hana ekki neinum
færa.“
KLERKUR dró enn upp silfur-
dósirnar góðu og tók í nefið, að
þessu sinni formálalaust og all-
hressilega, og nokkuð á kostnað
virðuleikans. „Við getum ekki gert
okkur það í hugarlund nú,“ sagði
hann um leið og hann smellti lok-
inu aftur, „hvílíkur atburður það
var í afskekktri og einangraðri
byggð í þann tíð, þegar strandmenn
bar að garði. Þá kunni alþýða
manna ekki nöfn á fjarlægum lönd-
um og stöðum nema úr rímum og
riddarasögum, og vissi jafnvel fátt
með sannindum um nálægustu þjóð-
ir. Einungis presturinn og sýslu-
maðurinn voru „sigldir menn“ og
Framhald á bls. 32.
í fulla þrjá sólarhringa stóð
þetta hatrammlega einvígi
þeirra, Svartskeggs gamla
og sláttumannsins, linnu-
laust nótt og dag. Það er
sagt um feigðarveður, að
því Ijúki með svikalogni og
síðan þeim sviptibyl, sem
mestur sé og strangastur;
það sé lokaatrennan, þegar
sá, sem ævinlega fer með
sigur af hólmi, vegur svo
hart að þeim, sem hann
hefur merkta sér, að alla
vörn þrýtur.
vikan 21