Vikan - 20.12.1962, Qupperneq 25
II
* 4
'hUPftar
Stjörnuspáin gildir frá firamtudegi til fimmtudags.
©HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Allt bendir
til þess, að allt snúist í kringum einhvern at-
burð, sem er að gerast í fjölskyldunni, enda til-
efnið ekki svo lítið. Þetta verður hin ánægjuleg-
ast vika í alla sfaði, en líkur eru samt á því, að
það dragist nokkuð að sinna aðkallandi verkefnum.
Heillatala 14.
ONautsmerkið (21. apr.—21. maí); Þú virðist vor-
kenna sjálfum þér allt of mikið þessa dagana, en
þér er vissulega ekki meiri vorkunn en hverjum
öðrum. Þú verður að læra að gera þér mat úr
smámunum — og þú getur ekki ætlazt til, að
stórviðburðir séu ávallt að gerast í kringum þig. Gift fólk
lifir nú mjög ánægjulega viku.
TvíburamerkiÖ (22. mai—-21. júni): Þetta verður
mikil hamingjuvika, einkum þö ef þú ert ást-
fanginn. Það er eins og lánið leiki við þér í einu
og öllu. Þó skaltu ekki láta þetta mikla lán verða
til þess að þú farir að tefla á tvær hættur. Sunnu-
dagurinn er bezti dagur vikunnar. Þá berast þér mikilvægar
fréttir. Heillatala 3.
KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Þér hættir
dálítið til þess þessa dagana að predika ýmislegt,
sem þú ferð svo ekki eftir sjálfur. Þú verður að
gera þér Ijóst, að ef þú skapar ekki gott fordæmi
sjálfur, þá fá predikanir þínar engan hljómgrunn.
Stúlka, sem þú þekkir litilsháttar, kemur nú allmikið við
sögu.
LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Þú efnir ekki
það, sem þú lofaðir einum bezta vini þínum fyrir
™ skemmstu, og verður það til þess að hann f jarlæg-
* ist þig um stundarsakir. Þú verður strax að gera
yfirbót, þvi að það væri leiðinlegt ef þetta yrði
til þess að stía ykkur sundur. Um helgina berast þér góð-
ar fréttir.
MeyjarmerkiÖ (24. ág,—23. sept.): Þú virðist
láta hverjum degi nægja sína Þjáningu þessar
K vikurnar, og er leiðinlegt til þess að vita, að þú
TK skulir ekki hyggja svolítið að framtíð þinni. Þú
lifir mest í hópi kunningja þinna í þessari viku
og líður þar vel, en þú færð samt enga sanna fullnægingu
útú úr lifinu með þessu.
Vogarmerkiö (24. sept,—23. okt.): Vinur þinn,
sem hefur vérið erlendis lengi, kemur nú ein-
hvern veginn við sögu, þótt ekki sé alveg víst, að
hann komi heim. Laugardagurinn er dálítið vara-
samur, því að þá verður lögð fyrir þig gildra, sem
þú liklega fellur í, ef þú ferð ekki að öllu með gát. Heilla-
tala 5.
DrekarnerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Það virðist
bera alltof mikið á óþolinmæði í fari þínu þessa
dagana, enda þótt ástæða til sliks sé ákaflega
litil. 1 sambandi við merkan viðburð í fjölskyld-
unni kemur dálitið óvænt fyrir, sem í fyrstu
virðist heldur leiðinlegt, en brátt kemur i ljós, að svo er
alls ekki.
Bogmannsmerkiö (23. nóv.—21. des.): Það gerist
ýmislegt í vikunni, sem þú hefur beðið eftir lengi,
bæði gott og illt. Á kvöldin munt þú sinna kær-
asta áhugamáli þínu, og er go.tt til þess að vita,
því að þetta. er mjög þroskandi áhugamál. Sak-
laus skreytni gæti orðið til þess að koma þér í klandur.
Heiliatala 9.
Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): 1 vikunni ger-
ist eitthvað, sem þú hefur kviðið lengi, en þegar
wKíf ] á hólminn er komið, munt þú komast að því, að
Tl/ þetta er alls ekki svo bölvað — þú gætir gert það
með hægu móti aftur i næstu viku. Jafnaldri
þinn, sem þú þekktir lítilsháttar í æsku, kemur nú allmikið
við sögu þina.
Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þú færð
skemmtilegt verkefni að glíma við í vikunni, og
bendir allt til þess, að þú Ijúkir þessu verki miklu
fyrr en ráðgert er. Eitt kvöldið kemur einkenni-
legur gestur í heimsókn. Þú skilur ekki í fyrstu,
hvers vegna hann er að heimsækja þig, en það skýrist von
bráðar.
FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þú heíur dreg-
©ið það allt of lengi að gera þetta fyrir vin þinn,
sem þú lofaðir honum fyrir löngu, og skaltu
nota þær mörgu frístundir, sem þér gefast í vik-
unni, til að Ijúka þessu af. Þú ert ekki fyllilega
sanngjarn í garð eins félaga þins, baktalar hann jafnvel,
sem er óafsakanlegt.
m
Gerið þvottadaginn
að hvíldardegi
Veljið
W&sti ngHouse
SlS VÉLADEILD
Sænsk úrvalsframleiðsla.
LEVIN-FRYSTIKISTUR
5, 8, 14, 17 cubicfet.
Söluumboð: Kaupfélögin um land allt og Dráttarvélar h.f.
S í S, véladeild.