Vikan


Vikan - 20.12.1962, Side 26

Vikan - 20.12.1962, Side 26
 íslenzkar ljósmæður Því gleymi ég aldrei 1 þessu 1. bindi eru frásöguþættir og æviágrip 26 ljósmæðra (ásamt mynduml hvaðanæfa að af landinu. Hér er um að ræða stuttar frásagnir (ckki ljós- mæðratal né Ijósmæðrasaga), er bregða upp sönnum myndum af starfi Ijósmæðranna, erfiðleikum og fórnfýsi. í bókinni segir frá margskonar hetjudáðum Ijós mæðranna sjálfra, ævikjörum íslenzkrar alþýðu, við- burðaríkum ferðalögum á sjó og landi og furðulegum tilviljunum milli lífs og dauða í mannlegri tilveru. Nokkra þættina skrifa ljósmæðurnar sjálfar, en aðrir eru skráðir eða stílfærðir af þjóðkunnum mönnum. I bók þessari eru 21 frásöguþáttur af einstæðum atburðum úr lífi manna. Aðeins 5 þeirra hafa birzt opinberlega áður (verðlaunaþ. Ríkisútvarxisins). Með- al höfunda eru: Árelíus Níelsson, Árni Óla, Davíð Stefánsson, Jochum M. Eggertsson, Kristján frá Djúpalæk, Páll V. G. Kolka o. fl. Af nokkrum kaflaheitum má nefna: Fósturbarn úr sjó. Trýnuveiðar. Ég var myrtur. Nú hefir þú svikið mig. Hvar er hún? 16. des. 1924. Hverf er haustgríma. Erfiður aðfangadagur. Nauðlending á öræfum. Allir þættirnir eru skemmtilegir og girnilegir til íróðleiks og margir stórvel skrifaðir, sem nálgast það bezta í smásagnalist. Kvöldvökuútgáían í dag er glatt. Framhald af bls. 19. og hugsaði með sér, að UHa hefði ekki verið svona hæversk. l>cgar þau liöfðu setið þþgul nokkra stund og borðað, lyfti Frank glasi sinu og sagði: — Skál fröken Holmer, og þakka yður fyrir, að þér vilduð koma. — Skál, herra Hald, og þakka yður fyrir, að þér buðuð mér, svaraði hún. Augu þeirra mættust yfir glösin. — Fannst yður það frekt af mér? spurði hann. — Nei. Hún hristi Iiöfuðið. — Þá hefði ég ekki komið. — Hann fór að bera hana saman við Ullu, en liún var allt önnur manngerð. Þessi stúlka var kven- legri og ])roskaðri, kannski með meiri reynslu? — Ég var trúlofaður, en það slitn- aði upp úr því fyrir tveimur mánuð- um, sagði hann. Svipur hennar varð alvarlegur. — Það var ég líka, en það eru tvö ár síðan, sagði hún lágt. Þjónninn hafði hellt í kaffiboll- ana og Frank bauð henni sígarettu. Þegar hann laut að henni yfir borðið til þess að kveikja i hjá henni, sagði hann: — Þá erum við bæði frjáls. — Já-á, sagði hún hikandi. — Ég á við, að við þurfum ekki að gera neinum grein fyrir því sem við gerum. — Nei, þess þurfum við ekki. sagði hún ákveðin. — Getum við þá ekki farið eitt- livað saman út á kvöldin. í bíó eða að dansa. Við erum bæði ung, og mig mundi langa mikið til að kynn- ast yður nánar, sagði hann. — Verzluninni er lokað svo seint á kvö'din núna fyrir jólin, sagði hún eins og hún færðist undan. Svo leit hún á úrið og drakk úr bollanum. — Nú verð ég að fara, sagði hún og stóð upp. — Sjáumst við aftur? spurði hann, meðan liann hjálpaði henni í jak-k- ann. — Ef til vill. Hún kvaddi hann með handabandi og hann sleppti ekki hönd hennar og horfði í stór og blá augu hennar. — Segið mér yfir hverju þér voruð sorgbitnar fyrsta daginn, sem ég sá yður? spurði liann, en því hafði hann velt lengi fyrir sér. — Tonny, litli drengurinn minn 26 VIKAN var veikur. En honium er batnað núna, guði sé lof, svaraði hún án þess að lita undan. Honum varð hverft við. Þetta hafði honum ekki dottið í hug. — Eigið þér son? stamaði hann. — Já, það var þess vegna, sem ég svaraði þvi hikandi, hvort ég væri frjáls. En þér gáfuð mér ekki tíma til að útskýra þetta. En þér þurfið ekki að vorkenna mér, því að ég elska liann. Og nú þakka ég. fyrir mig. Hún gekk nokkur skref og sneri sér svo við og sagði: — Gleði- leg jól! Áður en hann gat áttað sig og óskað henni gleðilegra jóla, var hún farin, hnarreist og frjálsleg. Frank Hald settist aftur við borð- ið. Það var nú verri sagan, að liún skyldi eiga barn. Hún, sem var ann- ars svo lagleg stúlka. Þjónninn nálgaðist borðið og Frank kallaði á hann til að borga. Honum fannst hann geta séð með- aumkunina í svip þjónsins, yfir því að stúlkan hefði stungið hann af. Það var snemma á aðfangadags- morgni. Frank hafði farið snemrna á fætur, þó að hann þyrfti ekki að fara til vinnu — hann átti hvort eð er bágt með að sofa. Hann gekk hratt út að flugvellinum og svalur blærinn kældi þreytt höfuð hans, þar sem hugsanirnar höfðu hamazt alla nóttina. Snjórinn hafði frosið á trjágreinunum um nóttina og rauð- ur bjarminn í austri sýndi að sólin var að koma upp. En Frank Hald sá ek-ki náttúru- fegurðina i dag. Hann gat ekki gleymt Lissi Holmer — þó að hún ætti barn. Hann hafði farið út að dansa með annarri stúlku i gær- kvöldi, en ])egar hann fór að bera hana saman við Lissi, ])á — já, þá hafði hún ekki neina þýðingu fyrir hann. Hvers vegna þurfti það ævin- lega að vera þannig, hugsaði hann, að það var aðeins einhver ein stúlka, sem maður þráði, og þá þurfti það að vera sú, sem erfiðast var að eignast. Hann vissi ekki einu sinni hvar hún bjó. Þá datt honum allt í einu Gitte frænka í hug. Hún vissi það kannski. Gittc var móðursystir hans og var því raunveruleg frænka hans, en flestir í borginni kölluðu hana Gitte frænku. Hún átti mjólkurbúð i gamla bæjarhlutanum og var þekkt fyrir hvassa tungu og hrjúfa framkomu, en innifyrir bjó hlýtt og fórnfúst hjarta. Þeir voru ekki svo fáir ungu mennirnir i fjölskyldunni, sem hún hafði rétt hjálpandi hönd, og þurftu reyndar ekki að vera skyldir henni til þess. Nú sneri hann við og fór að hitta Gitte frænku. Þegar hann kom inn í mjólkur- búðina, var þar viðskiptavinur fyrir, en þegar þau voru orðin ein, sagði frænka: — Hvað er þér á höndum, dreng- ur minn, svona snemma dags? Þú crt væntanlega ekki að ná í barna- mjólk? — Það er dálitið, sem mig langar til að spyrja þig um, frænka; svar- aði Frank. — Jæja er það, komdu ])ér að því. — Þekkirðu stúlku, sem heitir Lissi Holmer? — Ætli það ekki. Hún er fastur viðskiptavinur lijá mér. — Hvernig stúlka er það? spurði hann. -— Nú, þarna kom það. Hefurðu augastað á henni? Já, þú verður ekki svikinn af henni, sagði Gitte frænka brosandi. — En hún á barn. — Já, hún á barn, svaraði frænka. •— En þó að hún gerði eina s-kyssu, var hún nógu skynsörh til að gera ekki fleiri. Hún giftist þó ekki þorp- aranum. -— En livar er barnið, þegar hún er að vinna? spurði Frank. — Drengurinn er auðvitað á barnaheimili á daginn, og það býr gömul kona á sömu hæð, sem er hjálpleg við hana. — Hvar býr hún? Til þess að frétta það hafði hann komið. Gitte frænka dró hann út að dyr- unum og benti í gegnum rúðuna. — Sérðu þarna á gaflinum, þarna með hvítu gluggatjöldunum og vin- viðnum í gluggakistunni. Það er þarna, sem hún býr. Þú ættir að fara þangað eitthvert kvöldið, og vita hvort hún vill þig. Eða á ég að spyrja fyrir þig, næst þegar hún kemur í búðina? — Nei. Fran-k varð dauðhrædd- ur, því að við öllu var að búast af Gitte frænlui. — Jæja, þá ])að, sagði hún bros- andi. En farðu nú að hypja þig, ég hef annað að gera en að standa hér og blaðra. — Þú kemur í kviild eins og önnur jólakvöld? spurði hann. — Það geri ég sjálfsagt. Nú komu viðskiptavinir inn í húð- ina og Frank fór. Hald fjölskyldan hafði lokið við jólamáltíðina og þrjár systur Franks o' mágur hans, sátu nú inni i dag- stofunni og skreyttu jólatréð með mikilli -kátínu. F'aðir hans hafði fengið sér vindil og sat og las blöð- in. Sjálfur stóð hann úti á svölun- um og horfði út yfir borgina. Veðrið var dásamlegt. Tunglið lýsti fullt á dökkbláum himni. Hann leit í átt- ina að bústað Lissi Holmer og hugs- anir hans fóru sömu leið. Átti hún ánægjúlég jól? Gat verið að hún væri ein og leiddist? Hann sá aftur fvrir sér sorgbitin augu hennar, eins og þau höfðu veri.ð í speglin- um i strætisvagninum fyrsta morg- uninn. Hann ákvað að fara til hennar. Hann gekk fram i eldhúsið, þar sem móðir hans og Gitte móður- systir voru að ljúka við uppþvott- inn. — Mannna, sagði hann. — Finnst þér leiðinlegt ef ég fer? Þið verðið nógu mörg eftir. — Ferð? Móðir lians leit undr- andi á hann. — Hvert ætlarðu? — Farðu bara, drengur minn, greip Gitte frænka fram í. — Við komumst af án þin. Skilaðu kveðju, bætti hún glettnislega við. Frank læddist út í forstofuna til að ná í frakkann sinn. — Heldurðu að hann ætli að fara að hitta Ullu? spurði móðir hans systur sína. — Nei, Ulla er það ekki, svaraði hún. — En þú þarft ekki að kvíða skiptunum. G-itte frænku hafði aldrei likað vel við Ullu. Frú Hald langaði til að vita meira, en systir liennar gaf ekki meira út á þetta. Þegar I-’rank kom út voru engir á fcrli, nema örfáir jólagestir, sem höfðu orðið seint fyrir og gengu hratt með böggla sína og nok-krir bílar á stangli. Nú kom strætisvagn- inn fyrir hornið, en enginn farþegi var í honum. Frank vorkenndi bíl- stjóranum, sem þurfti að vinna á þessu kvöldi, meðan fjölskylda hans hélt jólin heima. En við því var ekkert að segja, það var ekki liægt að stöðva alla starfsemi, þótt komið væri jólakvöld. Verzlunargluggarni'r, sem hingað til höfðu verið baðaðir í Ijósi, voru nú myrkir. Enda hafði víst enginn meiri peninga til að kaupa fyrir, lmgsaði Frank. Víða var ekki dregið fyrir glugga og þar sá Frank jólaljósin bærast á jólatrénu. Út um gluggana heyrð-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.