Vikan - 20.12.1962, Page 40
INNOXA
ALLT TIL AÐ AUKA FEGURÐ AUGNANNA
INNOXA snyrtivörurnar fást í:
REGNBOGINN, STELLA, SÁPUHÚSIÐ, OCULUS
EDDA, Keflavík, SILFURBÚÐIN, Vestmannaeyjum,
STRAUMUR, ísafirði, APÓTEK Neskaupstaðar.
TMMHY A HEIMUR FEGURÐAR
ÍIMIM UAA- i einu orði.
það langar ritgerðir og jafnvel bæk-
ur. En því er svo mikill áhugi vakn-
aður á þessu kastvopni nú, að þekk-
ingin á gerð þess reynist hin mikil-
vægasta í sambandi við smíði og
útbúnað flugvéla og flugskeyta.
Þannig hafa áströlsku villimenn-
irnir „gert af sjálfu sér það, sem
lögmálinu er samkvæmt", og ef ein-
hvern, einkum meðal hinna yngri
lesenda þáttarins, skyldi langa til
að gera slíkt hið sama, birtum við
hér myndir af þessu „vísindalega"
kastvopni þeirra, eða öllum þrem al-
gengustu gerðum þess. Það er um
75 cm upp í 90 cm að lengd, gert
úr léttum viði, bungumyndað að
ofan en flatt að neðan, og er merki-
lega fljótt að fara hringinn, sé það
rétt smíðað og því rétt kastað. ★
JÓI-AMATSEÐILLINN.
Framhald af bls. 12.
Plumbúðing'ur.
Vi bolli hveiti, 1 tsk. lyftiduft,
Vi tsk. salt, V-i tsk. kanill, % tsk.
múskat, V2 tsk. negull (má sleppa
honum), V2 bolli kúrennur, V2 bolli
steinlausar rúsínur, Vi bolli söxuð
epli, 1 bolli alls konar sykraðir
ávextir og sykraður ávaxtabörkur
t. d. súkkat, appelsínubörkur og
sítrónubörkur (fæst oft blandað í
pökkum sérstaklega í plumbúðing),
3 egg, Vt bolli dökkur púðursykur,
V2 bolli mjólk, 1 bolli nautamör,
IV bolli rasp, 2 matsk. konjak eða
romm.
Þeytið eggin vel og bætið sykr-
inum og mjólkinni í, síðan hökkuð-
um mörnum og brauðmylsnunni, og
öllu blandað vel saman. í hveitið
er blandað lyftiduftinu, saltinu,
kryddinu og öllum ávöxtunum og
eggjablöndunni hellt í það með
konjakinu og hrært vel saman. Búð-
ingurinn settur í vel smurt form,
sem er lokað vel með málmpapp-
ír, helzt tveimur lögum. í potti með
þéttu loki eru 3 bollar af vatni
soðnir og formið sett þar í á grind
á botninum og búðingurinn gufu-
soðinn þannig í a. m. k. 2Vi klst., en
ef uppskriftin er stækkuð, verður að
sjóða hann lengur, t. d. ef notað er
5% bolli rasp, verður að sjóða hann
í allt að 6 tímum. Losað úr mót-
inu eftir að það hefur kólnað í 10
mín. Búðingurinn kældur og geymd-
ur í lokuðu íláti á köldum stað.
Það má bera hann fram bæði heitan
og kaldan, en bezt er að búa hann
til töluvert löngu áður en hann á
að borðast. Það má hita hann upp
með því að setja hann aftur í form-
ið og sjóða á sama hátt og áður í
45 mín. Ávaxta- eða kremsósa er
borin með, eða þá að búðingurinn
er borinn logandi inn, og er það
gert þannig: Ofan í hann er gerð
dálítil hola og hún fyllt af sykur-
molum, en ofan á þá er hellt konjaki
eða rommi, eins á hliðar búðingsins
og um leið og hann er borinn á
borð, er kveikt í víninu.
Sítrónuísbúðingur.
2 bollar rjómi, 2 egg, % bolli
sítrónusafi, 1 matsk. rifinn sítrónu-
börkur, Vi bolli sykur, krydduð
brauðmylsna, en hún er þannig
gerð: % bolli brúnaður raspur, V>
bolli púðursykur, % tsk. rpúskat,
% tsk. allrahanda, 1 tsk. kanill,
Vi tsk. negull, % tsk. engifer, 3
matsk. brætt smjörl. Öllu blandað
vel saman.
Eggjahvítur og rauður þeyttar
sitt í hvoru lagi, rauðunum blandað
í þeyttan rjómann, sítrónusafann og
rifinn börkinn. Síðast eru eggja-
hvíturnar látnar varlega saman við
og fryst í ísskápnum í formum, sem
hafa verið þakin með krydduðu
brauðmylsnunni. Ofan á eru lagð-
ar sítrónusneiðar til skrauts.
Á eyðihjarni.
Framhald af bls. 10.
inu. Fyrst í stað bar straumurinn
flekann í suður, en brátt sveigði áin
af leið og féll i suðaustur, svo að
straumurinn bar þau af þeirri leið,
sem þau höfðu haldið frá því er þau
lögðu af stað.
I þrjá daga bar straumurinn þau
stöðugt i suðaustur. En á fjórða degi
breytti áin enn um stefnu, nær suðri,
og tóku þau um borð þá aftur gleði
sína. Það dró nokkuð úr gleði þeirra,
að mjög kólnaði þegar leið á daginn
og síðan tók að rigna, og loks féll
vatnið í striðum straumum um hall-
fleytt þilfarið. Dahl varð brátt gegn-
drepa, og það gerði honum örðugri
allar hreyfingar við róðurinn. Prowse
lá í svefnpoka sínum og dró segldúk
yfir höfuð sér, en þau Greatorex
gamli og Alison breiddu yfir sig
nælontjaldið til að verjast regninu.
Surrey var að því leyti verr kom-
inn en Dahl, að ákafan hroll setti
að honum, svo tennurnar glömruðu
í munni hans, enda þótt hann biti sem
fastast á jaxlinn til að iáta ekki á
því bera. Og þó það væri honum
fjarri skapi, fór svo að hann kallaði
til Dahls.
GLEÐILEG JÓL,
gæfuríkt komandi ár. - Þökkum viðskiptin
á liðna árinu.
NAUST
40 VIKAN
„Heyrðu, Lincoln," sagði hann.
Dahl tautaði eitthvað í barm sér
og virtist ekki i sem beztu skapi.
„Hvernig lízt þér á að við skrepp-
um í land, kveikjum bál og leitum
afdreps fyrir regninu, þangað til upp
styttir?" Og Surrey skalf, svo að
tennurnar glömruðu í munni hans.
En Dahl virtist ekki veita þvi
neina athygii. 1 stað þess að svara
Surrey beint, leit hann spyrjandi á
Alison. „Hvað segir þú um þetta?“
spurði hann. „Eru nokkrar líkur til
að upp stytti í bráð?“
Alison hafði breitt nælontjaldið
upp yfir höfuð. Nú leit hún út undan
jaðri þess, og regnið buldi á andliti
hennar. „Ég efast um það,“ svaraði
hún. „Um þetta leyti getur rignt
hérna svo sólarhringum skiptir."
Að svo mæltu breiddi hún tjaldið
aftur upp yfir höfuð sér og þagði.
Dahl reri sem ákafast.
„Já, hvernig litist þér á að við
leituðum afdreps, þangað til upp stytt-
ir?" spurði hann Surrey heldur ó-
notalega. „Heldurðu ekki að það gæti
seinkað ferðinni?"
Surrey beit á jaxlinn. „Allt í lagi,
aðmíráll. Við skulum láta sem ég
hafi ekki á það minnzt."
Þau fóru í land um fimmleytið. Allt
var blautt, grasið var blautt og regn-
ið draup af limi trjánna og það tók
þau langan tíma að kveikja bál.
ÞAÐ rigndi uppstyttulaust dag eftir
dag, sólarhring eftir sólarhring og
gerði hverja stund leiða og langa —
og þó sér í lagi kalda. Dahl varð að
reka þau á fætur úr notalegu skjóli
svefnpokans og tjaldsins á hverjum
morgni, skór þeirra voru blautir, föt-
in blaut, öll áhöld rök. Það fór ó-
notahrollur um þau þegar þau vökn-
uðu og þau skulfu á meðan þau voru
að ganga frá farangri sínum á flek-
anum og búa þar um sig, svo þau
gætu varizt regninu eftir föngum,
daglangt. Og það var í rauninni
þrekvirki, að endurtaka þetta á hverj-
um morgni.
Dahl vænti þess á hverjum morgni
að áin tæki beinustu stefnu til sjáv-
ar, og á hverju kvöldi hafði hann
orðið fyrir sömu vonbrigðunum. Hann
reyndi eftir megni að láta ekki bera
á kviða sínum, en það var eins og
þau hin yrðu herfang hans, engu
að síður.
Þegar áttin gekk í vestur, þann
18. júní, gerði Alison sér ekki strax
grein fyrir þvi. Hún var farin að
sætta sig við þessa linnulausu rign-
ingu og kulda; liggja undir nælon-
tjaldinu við hlið Greatorex gamla
og reyna að kæra sig kollótta um líð-
an þeirra, Dahls og Surreys, sem ekki
gátu notið skjóls. Þennan morgun
sá hún vitt stöðuvatn blasa við aug-
um, sá ekki einu sinni takmörk þess
vegna rigningarsortans. 1 norðurátt
gengu snarbrattar fjallshlíðar beint
niður í vatnið, en í suðri var strönd-
in hulin mörgum, skógivöxnum eyj-
um. Það rigndi enn, jafnt og þétt
um morguninn, þegar Alison hreiðr-
aði um sig undir tjaldinu og flek-
anum var róið út á vatnið.
Undan skörinni sá hún hvernig