Vikan


Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 41

Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 41
vatnið rann i stríðum straumum eftir auðugur. Hann á verðmætt óðals- þilfari flekans. Það dró úr morgun- setur — kolanámur — og auk þess hrollinum tmám saman, látlaust komst hann yfir einhverja námu í dropafallið, niður vatnsins undir Perú eða einhvers staðar í Suður- flekanum og taktföst áratökin hálf- Ameríku, þegar hann var ungur, svæfði hana þegar til lengdar lét og sem hefur aflað honum mikilla hugur hennar tók að reika. auðæfa. Hann er furðulegur mað- Hún fór enn einu sinni að hugsa ur. Honum hefur heppnazt allt, sem um Dahl, einkum það hve hann virt- hann hefur tekið sér fyrir hendur." ist ekki geta látið það vera, að snerta „Nú er hann auðvitað orðinn hana höndum öðru hverju. Hún hug- roskinn maður?“ leiddi hikkennda ástúðina í augna- „Já, veslings Gervase gamli.“ Hr. ráði hans, þegar hún var ein í ná- Satterthwaite andvarpaði og hristi lægð hans. Hann er mjög líkur pabba, höfuðið. „Flestir mundu telja hann hugsaði hún, en fann um leið að það var fátt líkt með þeim. Þeir eru mjög líkir samt, hugsaði hún, báðir góðir á vissan hátt, en þó ekki á sama hátt. Og þessi niðurstaða nægði henni í bili. En svo varð hún allt í einu gripin ótta. Hann hafði ekki sagt neitt enn, ekki í þá átt, sem hún meinti. E'r þá þarna um að ræða eitthvað, sem ég fæ ekki skilið, en allar aðrar stúlkur mundu skilja? Eða kannski eitthvað, sem ég ætti að gera, og þær, sem þekkja þetta betur, mundu ekki láta dragast úr hömlu, spurði hún sjálfa sig enn. Eitthvað, sem kæmi í veg fyrir að hann gerði ein- ungis að taka báðum lófum um vanga mér, og síðan kveðja mig, ef við kom- umst á brott héðan, út i heiminn. Hún varð þess vör að hreyfing flekans hafði breytzt. Hann hneig og seig letilega á öldum vatnsins. Hún hélt niðri í sér andanum og hlustaði; skriðurinn var farinn af flekanum, árunum ekki lengur difið í vatnið. Hún lyfti tjaldskörinni hærra og leit út. „Það er hætt að rigna," sagði hún undrandi. Greatorex gamli stakk úfnum hærukollinum undan skörinni og svipaðist um. Þau voru drykklangan spöl frá ströndinni, og regninu var slotað. En það var þó svipurinn á andliti Dahls, sem vakti athygli hennar fyrst og fremst. „Hvað er að, Lincoln?" spurði hún. „Hvað hefur eiginlega komið fyrir?“ Hann virtist höggdofa. „Lincoln . . .“ Hann leit á hana, en svaraði ekki. Þá fór hún að líta í kringum sig. Hún sá brattar hamrahlíðarnar fram- undan. Sá að þær luktu um vatnið á alla vegu, nema þann, sem áin féll í það. „Já, einmitt," varð henni að orði. Nú skildi hún hverskyns var. Það var ekkert útrennsli úr vatninu. Þau voru lokuð inni milli hamrahlíðanna og komust ekki lengra, Henni varð litið á Dahl, Hún vissi örvæntingu hans, þótt hann léti ekki á henni bera. Og um leið vissi hún hvað það hafði verið, sem hann kveið frá því er þau lögðu af stað frá vetr- arbóli sínu. Og nú hafði sá kvíði hans rætzt . .. Framhald i næsta blaði. Dauðs manns spegill, Framhald af bls. 11. Satterthwaite áfram. Sir Guy de Chevenix tók þátt í fyrstu kross- ferðinni. Því miður virðist ættlegg- urinn nú ætla að deyja út. Gervase gamli er hinn síðasti af Chevenix- Gore-ættinni. „Ættaróðalið er rúið að fjármun- um?“ „Síður en svo. Gervase er stór- snargeggjaðan. Og það er rétt að vissu leyti. Hann er geggjaður — ekki í þeim skilningi, að hann ætti að vera á geðveikrahæli eða sjái ofsjónir — heldur í þeim skilningi, að hann er ekki eins og fólk er flest. Hann hefur alla tíð verið á- kaflega sérkennilega skapi farinn." „Og sérkennilegt skaplyndi verð- ur með aldrinum að sérvizku," sagði Poirot. Hárrétt. Nákvæmlega þannig er því varið með veslings gamla Gervase.“ „Ef til vill hefur hann mjög há- ar hugmyndir um eigin verðleika?" „Já, það er víst um það. Ég gæti bezt trúað, að samkvæmt skoðun hans hefði heiminum ávallt verið skipt í tvo hluta, annar hlutinn væri Chevenix-Gore-ættin, hinn hlutinn annað fólk!“ „Fyrr má nú vera ættardramb!“ „Já. Chevenix-Gorearnir hafa all- ir verið bölvaðir hrokagikkir — haft sín eigin lög. Gervase hinn síð- asti þeirra, er enginn eftirbátur forfeðranna í því. Hann er — ja, svei mér þá, ef þér heyrðuð hann tala, þá mættuð þér halda að hann væri — ja, sjálfur guð almáttugur!" Poirot kinkaði kolli seinlega og íbygginn á svip. „Já, mér datt þetta í hug. Ég hef, skal ég segja yður, fengið bréf frá honum. Það var óvenjulegt bréf. Það var ekki fyrirspurn. Það var skipun!“ „Konungleg fyrirskipun," sagði Satterthwaite kímnileitur. „Einmitt. Það virtist ekki flögra að honum, þessum herra Gervase, að ég, Hercule Poirot, væri mikils- virtur maður, sem ætti mjög ann- ríkt! Að það væri afar ólíklegt, að ég gæti fleygt öllu frá mér og komið hlaupandi eins og hlýðinn rakki — eins og hver annar aumingi, sem tæki fegins hendi, hverju sem byð- ist!“ Hr. Satterthwaite varð að bíta sig í vörina til þess að brosa ekki. Vera má, að honum hafi flogið í hug, að í sjálfsáliti væri munurinn ekki svo ýkja mikill á Hercule Poirot og Gervase Chevenix-Gore. Hann muldraði: „Ja, vitanlega, ef ástæðan til skip- unarinnar var mjög brýn —?“ „Það var nú eitthvað annað!“ Poirot hóf upp hendurnar á mjög sannfærandi hátt. „Ég átti að vera reiðubúinn að hlýða kallinu, það var allt og sumt, ef til kæmi að hann þyrfti á mér að halda! Gerið svo vel að hlýða kalli mínu!“ Aftur hóf hann upp hendurnar á þann hátt, að það lýsti því betur en nokkur orð fá gert, hversu stór- móðgaður hann var. „Ég þykist vita, að þér hafið svarað neitandi," sagði hr. Satterth- waite. ,,Ég hef ekki haft tækifæri til þess ennþá,“ sagði Poirot seinlega. „En þér ætlið að neita?“ Þetta er spilið, sem öll f jölskyldan hefur ánægju af. Söluumboð: Þórhallur Sigurjónsson, Þingholtsstræti 11, sími 18450, og Kassagerð Suðurnesja. sími 1760. Það færðist nýr svipur á andlit litla mannsins. Hann hrukkaði enn- ið vandræðalega. „Ja, hvernig á ég að koma orð- um að því? Að neita — já, það var mín fyrsta hugsun. En ég veit ekki, hvað segja skal ... Það kemur fyr- ir, að maður fær eitthvert hugboð. Finnur óljósan þef af skemmtilegu verkefni.“ Þessari síðustu fullyrðingu tók hr. Satterthwaite án þess að sýna þess nokkur merki að honum væri skemmt.“ „Ó,“ sagði hann. „Það er undra- vert ...“ „Mér virðist ekki ólíklegt, að slíkum manni, sem þér hafið verið að lýsa væri auðvelt að gera ein- hverja skráveifu •—- —“ „Gera skráveifu?" hváði hr. Satterthwaite. Eitt andartak var hann undrandi á svip. Þetta orðtak hefði honum að öllum jafnaði ekki dottið í hug að nota í sambandi við Gervase Chevenix-Gore. En hann var skarpskyggn maður og athugull. Hann mælti seinlega: „Ég held að ég skilji, hvað þér eigið við.“ „Slíkur maður er umluktur, er ekki svo, hertygjum — og hvílík hertygi! Hertygi krossfaranna voru hégómi hjá þeim - hertygi hroka, ---------—----------------—----- GLEÐILEG JÓL, gæfarikt komandi ár. — Þökkum viðskiptin á iiðna árinn. drambs og takmarkalauss sjálfsálits. Þessi hertygi eru að vissu marki vörn, örvarnar, örvar hversdagslífs- ins hrökkva af þeim. En það er þessi hætta, sem er fyrir hendi: Stundum getur svo farið, að her- tygjaður maður hafi alls enga hug- mynd um, að á hann sé ráðizt. Hann á óhægt um að sjá, er seinn til að heyra — og ennþá seinni að finna til. Hann þagnaði um stund og spurði síðan í allt öðrum tón: „Hverjir eru í fjölskyldu hr. Gervase?“ ,,Það er nú Vanda — konan hans. Hún var áður Arbuthnot — mjög fríð stúlka. Hún er ennþá fríð kona. En þó ákaflega reikul. Mjög hænd að Gervase. Ég held, að hún sé mjög farin að hallast að dulspeki. Ber á sér verndargripi og töfragripi og segist vera egypzk drottning endur- holdguð ... Svo er það Rut — hún er kjördóttir þeirra. Sjálf eiga þau engin börn. Mjög aðlaðandi stúlka í nýtízku stíl. Þetta er öll fjölskyld- an. Nema, auðvitað Hugo Trent. Hann er systursonur Gervase. Pam- ela Chevenix-Gore gekk að eiga Reggie Trent og Hugo er einkabarn þeirra. Hann er munaðarlaus. Hann getur vitanlega ekki erft titilinn, en ég geri ráð fyrir að lausafé Hótel Borg VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.