Vikan - 20.12.1962, Page 42
kennisbúningi gekk til Poirot.
„Herra Poirot? Til Hamborough
Close?“
Hann tók snotra ferðatösku leyni-
lögreglumannsins og gekk á undan
út af stöðinni. Þar beið stór Rolls
Roys-bíll. Bílstjórinn opnaði bíl-
hurðina fyrir Poirot, breiddi skraut-
legt ferðateppi úr loðskinni yfir
fætur hans og ók af stað.
Eftir um það bil tíu mínútna akst-
ur yfir akra og engi, með kröppum
beygjum og trjágöngum, ók vagn-
inn inn um vítt hlið með gríðar-
stórum steinhundum til beggja
hliða.
Þeir óku gegnum trjágarð heim
að húsinu. Dyrnar opnuðust um
leið og þeir óku að dyrunum og
geysilega umfangsmikill bryti kom
í ljós á dyraþrepinu.
„Hr. Poirot? Gerið svo vel,
herra.“
Hann gekk á undan inn forsal-
inn og opnaði dyr til hægri á miðj-
um forsalnum.
„Hr. Hercule Poirot,“ tilkynnti
hann.
í stofunni var hópur af fólki í
kvöldbúningi, og um leið og Poirot
gekk inn, sáu hin skarpskyggnu
augu hans þegar í stað, að enginn
hafði átt hans von. Allra augu
hvíldu á honum með óblandinni
furðu.
Framhald í næsta blaði.
Gervase lendi hjá honum að lokum.
Myndarpiltur, hann er í konung-
lega riddaraliðinu.“
Poirot kinkaði kolli íhugull á svip.
Því næst spurði hann:
„Það er náttúrlega þungbært fyr-
ir hr. Gervase, að eiga engan son
til þess að erfa nafn hans?“
„Mér þykir trúlegt, að hann taki
það sárt.“
„Hann hefur mikið dálæti á fjöl-
sky ldunafninu? “
Hr. Satterthwaite þagði örlitla
stund. Hann var orðinn mjög for-
vitinn. Loks áræddi hann að varpa
fram þessari spurningu:
,,Þér teljið brýna ástæðu til að
fara til Hamborough Close?“
Poirot hristi höfuðið hægt og
lengi.
„Nei,“ sagði hann. Eftir því, sem
42 VIKAN
ég bezt fæ séð, er alls engin ástæða
til þess. En, hvað sem því líður,
þá hugsa ég helzt að ég fari þangað.“
ANNAR KAFLI.
Hercule Poirot sat úti í horni á
fyrsta farrýmis járnbrautarklefa á
fullri ferð eftir strönd Englands.
Hugsandi tók hann upp úr vasa
sínum vandlega samanbrotið sím-
skeyti, sem hann opnaði og las að
nýju:
„Takið lestina hálffimm frá St.
Pancras tilkynnið lestarstjóra stöðva
lestina í Whimperley.
Chevenix-Gore.“
Hann braut skeytið saman og
stakk því aftur í vasann.
Lestarstjórinn hafði bugtað sig og
beygt. Svo herrann var á leið til
Hamborough Close? Já, já, gestir
hr. Gervase Chevenix-Gore létu
ávallt stöðva lestina í Whimperley.
„Það eru sérstök forréttindi, býst
ég við, herra minn.“
Tvisvar eftir það hafði lestar-
stjórinn komið inn í klefann — í
fyrra sinnið til þess að fullvissa
ferðamanninn um, að það yrði gert
allt, sem hægt væri til þess að hann
fengi að vera einn í klefanum, í
seinna skiptið til þess að tilkynna
að hraðlestin væri tíu mínútur á
eftir áætlun.
Lestin átti að vera í Whimperley
klukkan 7.50, en hún var nákvæm-
lega tvær mínútur yfir átta, þegar
Hercule Poirot steig niður á braut-
arpallinn í þessum litla bæ og
þrýsti hinu eftirvænta þjórfé í lófa
hins hugulsama lestarstjóra.
Lestin blés og því næst mjakaðist
Norður-hraðlestin af stað aftur.
Bílstjóri, hár vexti, í grænum ein-
Síðast þegar dregið var hlaut
verðlaunin:
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
Bergstaðastræti 34B, Rvík.
Nú er það örkin hans N.qa, sem
ungfrú Yndisfríð hefur falið í
blaðinu. Kannski í einhverri
myndinni. Það á ekki að vera
mjög erfitt að finna hana og ung-
frú Yndisfríð heitir góðum verð-
launum: Stórum konfektkassa,
sem auðvitað er frá Sælgætis-
gerðinni Nói.
Nafn
Heimilisfang
Örkin er á bls. Sími
ÞEGAR RIGNIR ÚTI GETIÐ ÞÉR NOTIÐ SÓLAR OG SUMARAUKA
MEÐ OSRAM Ultra Vitalux háfjallasól á yðar eigin heimili.
Einnig getið þér fengið heita bakstra með infra rauðum geislum
OSRAM Theratherm lampans.
Leitið nánari upplýsinga í raffangaverzlunum, sem verzla með
O S R A M - vörur.
OSRAM
ULTRA-VITALUX
Hvar er örkin hans Nóa?
Ungírú Yndislríð
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá N Ó A .