Vikan - 21.02.1963, Qupperneq 4
Verið migr
NOTIÐ ^ANGASTER SNYRTIYÖRUR
DAGKREM
NÆRINGARKREM
ANDLITSM J ÓLK
ANDLITSKREM
BODY MILK
MAKE-UP
STEINPÚÐUR
LAUST PÚÐUR
VARALITIR
VARALITABLÝANTAR
AUGNPOKAKREM
AU GNHÁRALITUR
AUGNSKUGGAR
AU GN ABRÚN ABLÝANTAR
KINNALITIR
ÚTSÖLUSTAÐIR: Vcrzlunin Tíbrá, Laugavcgi, Tízkuskólinn, Laugavcgi 133,
Hoitsapótck, Langholtsvegi, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Bankastræti, Silfurbúðin,
Vestmannaeyjum.
Auglýsingar ...
Vika mín.
Viltu koma því á framfæri fyrir
mig, að auglýstar verði fæðingar
barna í blöðunum eins og tíðkast
víða erlendis. Mér finnst þetta góð-
ur siður og skemmtilegur.
Kær, kveðja.
Móðir.
Athugasemd ...
Kæra Vika.
Þið spyrjið, við hvað ég sé hrædd,
og hvað ég sé að fela. Þetta finnst
mér skrýtin athugasemd.
Ég fór auðvitað á þennan miðils-
fund af því að ég var ekki laus við
hjátrú, því að þá var ég ung og
saklaus og datt ekki í hug, að það
væru til svik og hrekkir, fór til
að leita frétta af framliðnum, svo
fallegt sem það er.
Þessir líkamningar voru svo eðli-
legir, alveg eins og ég hafði alltaf
hugsað mér vofur og drauga. Ég
var í þá daga mjög myrkfælin. Og
þó voru augu mín ekki svo haldin,
að ég sæi ekki í gegnum þetta. Það
má nú segja, að þetta hafi verið
kænlega útbúið hjá Láru — þetta
voru hennar góðu hæfileikar. Svo
fór ég til fleiri miðla, sem þóttust
vera, og til kerlinga, sem þóttust
geta látið anda koma í glas, og sum-
ar skrifuðu ósjálfráða skrift -—- og
allt reyndust þetta blekkingar og
svik og vitleysa.
Og hverju er það svo, sem þið eruð
ekki fyllilega sammála? Ef ég hefði
verið að fela, þá hefði ég ekki skrif-
að neitt. Nú er ég orðin gömul kona
og ekkert myrkfælin.
Brilljantín ...
Kæri Póstur.
Við erum að rífast um það þrír,
hvort það sé óhollt að nota brilljan-
tín í hárið.
Getur þú frætt okur um það?
Kveðja.
Þrír í vanda.
Það ku vera skaðlaust að nota
flestar tegundir brilljantíns á
markaðnum, stundum jafnvel
gagnlegt fyrir hárið — en auð-
vitað er ofnotkun slíks eins og
flests annars afar óæskileg.
Smábréf til
„Athuguls“ á Akureyri ...
Kæri „Athugull".
Þótt andsprengi holskeflustefn-
unnar á Akureyri hafi lognazt nið-
ur með útfiri dobbeltkvalanna, þá
er engin forstaða til þess að þú
grafir þér neinar vangaveltur.
Schopenhauer gæti ekki hafa átt
hundrað og fimmtíu ára sljóleika-
afmæli, þótt þú haldir föstum
skorðum í frelsissnobbið. Hin há-
væga hugsjónageifla þín er til
margborinnar hneysu. Auk þess er
það mesti eintrjáningur, að gor-
menni nútímans séu á einhvern hátt
mergjaðri en gengur og hleypur.
Vertu nú hagsæll og farðu í ritbind-
indi þér til sjónarauka. Það þýðir
ekki að velkjast á öfgaskerjum
kunnáttuleysisins fyrir bí. Þú mátt
ekki halda, að skilningsrætur góðs
og ills séu margtraðkaðri en fagur-
gali almenningsstefnunnar.
Það hefur opinberlega verið yfir-
drifið, að sprekalaust fjalastrengja
í undurbrauði nær ekki nema
kverkaslyddu og vel það.
Með afspyrnukveðjum,
Skarphéðinn Douglas Rasmussen.
Kvenfólk ...
Kæra Vika.
Ég stalst til að lesa greinarnar
„Ertu að leita að konu“ þó þær
væru aðeins ætlaðar körlum eftir
því sem sagt var. Ég var að reyna
að sjá í hvaða flokki eða týpu ég
væri, en gat nú alls ekki komizt
að neinni niðurstöðu. Hann hefur
kannski gleymt eins og einni týpu,
höfundurinn?
Bless, Dísa.
— — — Hann hefur líklega
gleymt „ÞEIRRI HNÝSNU“ —
týpunni, sem stelst til að snuðra
í því, sem henni kemur ekki við
— til dæmis greinum fyrir karl-
menn.
Kæra Vika.
Ég hafði gaman af greinunum í
Vikunni um blessað kvenfólkið og
gjarnan vildi ég fá meira af slíku
efni. Ég er nefnilega alltaf að leita
þó ekki sé ég búinn að eyða í það
800 þúsundum eins og höfundurinn.
En hvernig er það, hefur honum
ekki tekizt að ná sér í kvenmann
sjálfum?
Halldór Jónsson.
--------Ekki get ég ímyndað
mér það, þótt ég viti raunar ekki,
hver þessi kvenfróði sómamaður
er. En einhvern veginn virðist
mér sem svo, að bókstaflega all-
ar þessar kvennatýpur, sem hann
telur upp, séu svo gallaðar, meira
og minna, að honum væri vissu-
Iega vorkunn, ef hann sæti uppi
með eina. Auk þess hlýtur að
vera heldur ömurlegt að eiga
konu, sem aldrei getur komið
manni á óvart. Þannig kona verð-
ur ekki annað en maskína. En
þessi fróði kvennamaður úthróp-
ar sig sem allsvitandi um kven-
þjóðina — og verði honum að
góðu, ef hann nælir sér í ekta-
kvinnu, ekki öfunda ég hann,
svona takmarkalausan kvenna-
speking. — Hann er greinilega
búinn að ofkeyra sig, veslings
maðurinn, orðinn 800 þúsund
krónum fátækari, einskisnýtri
4 — VIKAN 8. tbl.