Vikan


Vikan - 21.02.1963, Qupperneq 5

Vikan - 21.02.1963, Qupperneq 5
ORIKK þekkingu ríkari, utan hvað hann fær líklega einhverja þóknun fyrir að skrifa þessar greinar. Sjúk ... Hvernig í ósköpunum stendur á því Póstur minn, að ég fæ aldrei svar við bréfinu, sem ég sendi þér í haust? Ég er þó búin að senda þér tvisvar sama bréfið og fæ aldrei svar við því. Er svona mikið að gera hjá þér Póstur minn, eða hvað? Færðu svona mikið af bréfum að þú getir bara hreint alls ekki svar- að því? Ef svo er, þá ætla ég nefni- lega alveg að hætta að skrifa þér, og skrifa heldur Fálkanum, því ég er viss um að þeir telja ekki eftir sér að svara fávísri sveitapíu og góðum viðskiptavini. Kannski þeir fái heldur ekki eins mörg bréf og þú, og geti þá heldur gefið sér tóm til að svara einu og einu bréfi. Svarsjúk. --------Þú ert liangt frá því að vera ein um að fá ekki svar, Svarsjúk mín, en til að hafa þig góða, ætla ég að birta þetta bréf- korn þitt — annars minnir mig, að bréfin þín hafi verið svo dónaleg, að ég hafi ekki getað verið þekktur fyrir að birta þau. Strætisvagnar ... Kæri Póstur. f haust birtir þú frá mér bréf, þar sem ég bað Bílasmiðjuna og SVR þess lengst allra orða, að forð- ast að hafa vagnana of straumlínu- lagaða í framtíðinni, svo maður gæti staðið uppréttur aftast í þeim vögnum, sem hafa stæði aftast. Síð- an hafa komið nokkrir vagnar ný- ir, og allir eru þeir hnarrreistari aftan fyrir en þeir, sem ég kvartaði undan. Það er svo sem ágætt — en — allir þessir vagnar eru af minni gerðinni, þar sem ekki er stæði aftast, svo hækkunin á hús- inu kemur engum til góða! Þetta heitir að vísu að taka vel við ábend- ingum, en verður þetta ekki gleymt, þegar kemur að því að yfirbyggja stóru vagnana næst. Farþegi. Langt nef ... Kæra Vika. Ég hef svoleiðis nef, að það stend- ur eiginlega beint upp í loftið og opnast þangað. Og allir eru alltaf að spyrja mig, hvort ég drukkni ekki í sturtunni. Getur maður látið snúa við á sér nefinu hérna heima eða verður maður að fara til út- landa til þess að láta laga þetta á sér. Svo þakka ég þér fyrir allt skemmtilegt og framhaldssögurnar. Pétur H. -----— Það er sosum hægt að snúa við nefinu á þér hérna heima, en ætli það verði ekki heldur hrossalegar aðfarir. Þetta ku vera gert með góðum árangri ytra, en ekki nema í neyðartil- fellum. En ef sturtuvandamálið er það eina, sem hrjáir þig, finnst mér naumast vert að vera að gera sér neinar grillur. Þú getur hara staðið á höndum, þegar þú færð þér sturtu. Allabaddarífransí? ... Kæri Póstur. í sumum sögum stendur, að fólkið hafi farið út gegn um franska glugga. Hvað þýðir það? Og um daginn var ég í partýi, þar sem nokkrir kallar voru að tala um franska ást og hlógu mikið. Hvað þýðir það? Dollý. --------„Franskir" gluggar eru opnanlegir gluggar með mörgum smárúðum, oftast niður undir gólf. Ég veit ekki til þess að frönsk ást sé eitthvað frábrugðin annars konar ást —- mennirnir hafa bara svona einkennilegan húmor. Kindur ... Hvað á ég að gera við því að ég get ómögulega sofnað á kvöldin, sama hvað ég reyni. Ég tel kindur bæði afturábak og áfram, en alger- lega tilgangslaust. Ef þessari taln- ingu heldur áfram, þá verð ég bráð- um að fá mér reiknivél í bælið. En aldrei get ég sofnað fyrr en 2—3 á nóttunni, og þá er ég auðvitað rotaður eins og hæna á morgnana. Hænuhaus. --------Það er ekki von að þú getir sofnað, ef þú liggur og rembist við að telja kindur afturábak og áfram — það er nóg til þess að halda einum manni vakandi lengur en til hara 2 eða 3. Gallinn í tilfejlum sem þess- um er oft einfaldlega sá, að menn eru fyrirfram handvissir um, að þeir geti ekki sofnað og byrja að telja kindur og annað ámóta bjánalegt, um leið og þeir loka augunum. Lang skynsamlegast er að útiloka alla hugsun — það fer minnst orka í það! -— Eru annars hænur eitthvað „rotaðri" en önn- ur dýr? Glært —POLYTEX— til blöndunar í — POLYTEX-málningu, gefur meiri gljáa og auðveldar hreingerningu. — POLYTEX— plastmálning er mjög auðveld í meðförum og ýrist lítið úr rúllu. — Viðloðun er frábær á nýja sem gamla málningu. djöfn) VIKAN 8. tbl. — g

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.