Vikan


Vikan - 21.02.1963, Side 14

Vikan - 21.02.1963, Side 14
Á götu í Baalbek: Hún kom að bílnum okkar tll að betla, með ungbarn i fangl og hlaðin kaunum. Hægra megin við hana er prangari með damaskdúk. finna menn einfaldar lausnir þegar engin þunga- vinnuverkfæri eru til. Þar sem eitt sinn stóðu helgidómar Baals, þar reistu Rómverjar þessi tröllslegu hof, sínum eigin guðum til dýrðar og gerðu staðinn að trúarlegri miðstöð. Þar var jafnvel véfrétt þó ekki jafnaðist hún á við Delfi. Svo sem sex hundruð árum fyrir upphaf íslandsbyggðar, þá stóð allt með miklum blóma hjá þeim í Baalbek. Guðsþjónustan var heilt prógram. Hún byrj- aði í Júpítershofinu og hélt áfram með fórnar- athöfn í garði þar sem einungis sá uppí heið- bláan himininn, síðan bænarathöfn við háalt- ari. Það er engin smáræðis bygging, og stendur að talsverðu leyti þann dag í dag. Að því búnu hefur brúnin á þeim römversku görpum ögn farið að lyftast, því ólíkt þekkilegri var sá hluti prógrammsins, sem endað var á. Má mikið vera, ef einhver hefur ekki verið annars- hugar við háaltarið að eiga það í vændum. Það var semsé gengið inní Bakkusarhofið þarna frá háaltarinu. Og þar beið vínið. Bakkus var heiðraður með því að drekka lítt við sleitur og njóta mjaðarins. Mátti vel dvelja við þá iðju stundarkorn, en þegar óskir um frekari tilbreyt- ingu í gleðinni tóku að gera vart við sig, þá var lausnin nærtæk: Venusarhofið stóð þar skammt frá með fínlegum súlum og flúruðu skrauti. Þar voru mjúk hægindi og mjúklátar meyjar. Þar lauk prógramminu með fullri velþóknun guð- anna. Sólin skein á allt þetta hvíta grjót og birtan var nærri óbærileg. Ég tók mynd af frú Hönnu í Holti nálægt háaltarinu um leið og Kosta sagði okkur frá þessari dýrlegu guðsþjónustu. Kosta var leiðsögumaður frá Beirút og fylgdi okkur til Damaskus. í götunni við rústirnar var hægt að væta kverkarnar og þær verða mjög þurrar á hvítu grjóti um hádegisbilið. Þarna í kring var lítið að sjá annað en fátæktina í einu og öllu. Lítil stúlka með úfið svart hár, á að gizka tíu ára gömul, hún kom til okkar og hafði kornbarn í fangi. Rétti fram lófann og horfði biðjandi á okkur. Hún var klædd í rifnar dulur og andlitið var hlaðið kaunum. Ungbamið var líka með kaun. Okkur var ekkert um það gefið að koma mikið við hana og létum skildinga detta í lófa hennar. Svo kom hún að bílnum, þegar við lögðum af stað og lagði andlitið að rúðunni. Þá sneru sumir sér undan. í raun og veru þýðir ekki annað en horfa framhjá eymdinni; brynja sig gegn henni. Volæðið og þjáningarnar eru hér í hverju skoti, yfirþyrmandi. Menn flykkt- ust utanað okkur með allskonar muni og dúka, en það var ekki ýkja eigulegt og salan gekk illa. Einn svartskikkjumaður með innfallnar kinnar og arnarnef var þar með úlfalda. Hann var dá- lítið lúmskur, stillti úlfaldanum þar upp, sem líklegt var að myndir yrðu teknar af honum og gekk síðan hart eftir greiðslu. Hann hafði svo sem ekki beðið, um neitt. Líklega gengur honum öllu betur en hinum því fólk varar sig ekki á þessu. Fjöllin í vestri sem skýla sedrusviðnum höfðu fengið á sig rauðbleikan blæ, þegar við skildum Baalbek að baki. Bílstjórinn á plymmanum okkar var afar þægilegur maður en reyndist lítið skilja í ensku þó hann segði svo. Hann var flóttamaður frá ísrael, en hafði ekki sætt sig við líf í flótta- mannabúðum niðri í malargryfjum. Hann hafði byrjað nýtt líf. Og nú átti hann sinn bíl og ók túristum milli Beirút og Jerúsalem, Jerúsalem og Beirút. Alltaf þessa sömu leið. Leiður? Ónei, það var nú öðru nær. Hversvegna þyrfti hann svo sem að vera leiður. Hann bjó í Jerúsalem, sagði hann. Átti fjölskyldu sína þar. Rólegur maður með gott sálarjafnvægi. Þær sögðu það samferðadömurnar okkar, Inga Lára og Hulda, að þeir væru svo elskulegir hver við annan, þessir bílstjórar. Það væri nú munur á því hvernig þeir töluðu saman eða við. Svona skal það alltaf vera, þegar kvenfólkið fer að bera okkur saman við útlendinga, þá verðum við alltaf undir. Annars held ég, að það fái yfir- leitt ekkert sérstaklega mikið á okkur að vera taldir dálítið óheflaðir, jafnvel ruddar, því á íslandi er það ekkert verulegt ámæli. Að minnsta kosti smámunir hjá því að vera talinn treggáfaður, sem mun vera ljótasta skammar- yrði á voru landi. Nú geysumst við enn eftir flatneskjum Beka- dalsins og beygjum til austurs. Þar verður skarð í fjöllin. Það er ekki ósvipað Ljósavatnsskarði, þverhöggvið í fjallgarðinn án forsendu, nema skaparinn hafi hugsað það sérstaklega til sam- göngubóta. Þarna í gegn hafa úlfaldalestirnar, karavanarnir, fetað sig virðulega. Því hér var einn þýðiftgarmesti lestavegur í nálægum Austurlöndum; leiðin frá Damaskus og vestur í Miðjarðarhafsbotna. Grjótið í hlíðunum er hérumbil hvítt, en ræningjarnir sem sátu fyrir lestunum eru hættir að vakta veginn úr laun- sátri, það þýðir ekki neitt lengur. Skyndilega er numið staðar, þar er hlið og hervörður. Landamæri. Handan þessa liliðs er Sýrland. Það verður nokkur töf, nú þarf að safna saman vegabréfunum og stimpla. Við höfum fengið áritun í sendiráði Sýrlands í London; einhverja klausu á óskiljanlegri arabisku, sem getur fyrir okkur verið beiðni um tafarlausa handtöku. Nema eitt er víst; hér má ekkert vegabréf vanta. Þá verður ef til vill allur hóp- urinn kyrrsettur um óákveðinn tíma. En nú er öll skriffinnskan eftir settum reglum og hlið Sýrlands lýkst upp. Áfram; það er aðeins stutt leið til Damaskus. Á þessum Möðrudalsöræfum eru fjöllin koll- ótt og móbrún. Og mikill sandur. Sumstaðar verða sléttur með ljósbrúnum, skrældum leir, þar eru herbúðir. Háar gaddavírsgirðingar og braggar. Umferðin er eingöngu af því tagi, her- bílar, sem gætu verið frá Bretanum síðan í heimsstyrjöldinni. Og aftaná þá er staflað grá- klæddum sóldátum. Svo hallar austuraf og margir litlir lækir taka sig saman um að mynda á, sem ég man ekki 14 VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.