Vikan


Vikan - 21.02.1963, Qupperneq 22

Vikan - 21.02.1963, Qupperneq 22
Kvenleg fegurð hefur alltaf verið mikið til umræðu, og það stundum svo, að mönnum hefur þótt nóg um. En það er eins með hana og aðra fegurð, að hún gleður augað, og þótt annað vaki ef til vill í veðri, er kvenfólk engu síður hrifið af — eða gagnrýnt á — kvenlega fegurð en karlmenn. Sú stétt kvenna, sem öðrum fremur hefur dregið að sér fagrar konur, er leikkvennastétt. Frægar leikkonur hafa mótað fegurðarsmekkinn á hverjum tíma og hann hefur breytzt eftir því sem dísir kvikmyndanna hafa bryddað upp á fleiru. Hér birtum við myndir af sex þekktum leikkonum, sem allar hafa átt drjúgan þátt í að móta tízku og fegurðarsmekk hvers tíma. Við höfum verið að velta því fyrir okkur, hver þeirra sé Framhald á bls. 51. „Blue Jeans“ hafa haldið innreið sína til Moskvu. Þessar bláu nankins- buxur, sem eru svo vinsælar í Ameríku — reyndar orðnar næstum eins mikið þjóðartákn í Bandaríkjunum og fáninn þeirra, Stars and stripes. Rússnesk æska er engin undantekning í því, að henni finnst þessar buxur þægilegar íveru og gefa visst gildi, og eru svartamarkaðs prísarnir á buxunum í Moskvu geypilega háir. Þessi mynd er að vísu tekin í Moskvu, en stúlkan er frá Indonesíu. Hún er ein þeirra mörg þúsund æskumanna, sem stunda nám í Moskvu. Flestir þessara erlendu námsmanna eru frá vanþróuðu ríkjunum, en það er í frásögur fært, að tala kínverskra nema í höfuðborg kommúnismans hefur verið ört lækkandi síðasta árið. THEDA BARA —var ímynd kven- legrar fegurðar árið 1915. Fyrsta bomba kvikmyndanna. „Lokkandi varir, hvítar, heillandi axlir.“ MARY PICKFORD —„unnusta al- heimsins" árið 1920. Lítil og hnellin, hin gullna fegurð. MARLENE DIETRICH — með Bláa englinum varð hún átrúnaðargoð bíógesta upp úr 1930. Mikill persónu- leiki. GRETA GARBO — fegursta kona heims, ímynd kvenlegs yndisþokka. Uppáhald bæði karla og kvenna. INGRID BERGMANN — sló í gegn um 1940 með sinni heilbrigðu og ómáluðu fegurð. AVA GARDNER — dökk á brún og kynþokkafull, varð fyrirmynd bandarískra kvenna —- og reyndar fleiri. ELIZABETH TAYLOR — hættuleg og ekki of siðsöm kona, með dulda sorg í sínum frægu augum. AUDREY HEPBURN — strákslega leikkonan. Hún gaf þeim nýja mögu- leika, sem ekki höfðu of mikið af hinum „kvenlegu" eiginleikum í útliti. GRACE KELLY — gaf gott for- dæmi. Nú gátu konur verið frjálsar og eðlilegar í fegurð sinni. MARILYN MONROE — var í uppá- haldi meðal karla vegna líkams- vaxtarins. Konur dáðu hana fyrir mýkt hennar og lipurð. SOPHIA LOREN —- kynbomban, sem varð að fegurðardís. andlit hennar er þroskað, samræmt og tjáningarfullt. BRIGITTE BARDOT — ástmey ung- linganna, blanda af sakleysi, hams- leysi og kynþokka.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.