Vikan


Vikan - 21.02.1963, Side 26

Vikan - 21.02.1963, Side 26
Liósm. Kristján Magnússon. Nemendur úr Leikskóla Leik- félags Reykjavíkur sátu fyrir á myndunum. Þannig óyrja kynni fiölmargra ungra manna og kvenna: A) Hann tekur eftir henni viS borS á skemmtistað og gefur henni gætur svo að hún taki eftir ]>ví. síðan hýður hann henni upp. ERTU AÐ LEITA AÐ KONU? III. B) Nú fer það svolítið eftir atvikum, hvað sambandið verður ynnilegt fljótt. Kannski kemur vangadansinn ekki fyrr en í þriðju syrpu. Eftir það kemur hún að borðinu til hans. Höfundur þessa greinaflokks hefur þegar tekið fyrir, hvert bezt sé að fara til þess að komast í kynni við stúlkur. Einnig hefur hann flokkað íslenzkt kven- fólk í 20 flokka og lýst ein- kennum þeirra. Hér tekur hann fyrir samneyti ungra karla og kvenna eftir að kynni hafa tekizt, vandamál víns og léttúðar og margt fleira. ÞaS er óskemmtileg staðreynd, að við íslendingar eruin yfirleitt fremur ókurteis þjóð. Það virðist oft eins og fólk telji það fínt að hafa að engu kurteisi og liáttprýði, sem eru þó eitt af því sem mest má prýða fólk, sem kann það. Það er sagt að kurteisi kosti 'ekki peninga og það er vissulega rétt. Það, sein margir ekki atliuga er það, að ókurteisi getur kostað peninga. í þessari grein mun verða rætt um hvernig karlmenn eiga að konia fram við stúlkur. Það er oft sorglegt að sjá hvað menn eru klauíalegir og tillitslausir við stúlkur og það jafnvel þó að þeir séu að reyna að koma sér vel við þær. Hér mun fyrst og fremst rætt um livernig ógiftir menn eiga að koma fram við stúlkur, þó að ekki skipti minna máli að vera kurteis í hjónabandinu. Má reikna með að ungar stúlkur geti eitthvað af þessu lært líka. Staða kvenfólksins i þjóðfélaginu liefur breytzt mikið að undan förnu. Kvenfólkið liefur stöðugt fengið meiri réttindi og hefur nú orðið fullt jafnrétti á svo að segja öllum sviðúm. Það gleymist venjuiega að það hafði áður ýmis forréttindi og yfirleitt man kven- fólkið ekki eftir þeim, fyrr en þau byrja að hverfa, með auknu jafnrétti. Það er min skoðun að kvenfólkið eigi að njóta sem mests réttar, en það er einnig skoðun mín að kvenfólkið noti hann ekki rétt. Það hcfur mikla tilhneigingu til að reyna að keppa við karl- mennina á sem flestum sviðum, i stað þess að halda sig á sínum sviðum. Ef það gerði það, myndi það vafalaust verða liamingju- samara en það er og skilnaðir færri. Það er varla von að karl- menn geti verið mjög elskulegir við manneskju, sem er með öllum ráðum að reyna að slá hann út á sviði atvinnu og viðskiptalífsins. 2g — VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.