Vikan


Vikan - 21.02.1963, Qupperneq 27

Vikan - 21.02.1963, Qupperneq 27
C) Hann er að sjálfsögðu mikill kavaler og öýðst til að aka henni heim. í aftur- sæti leigubílsíns (mis)notar hann aðstöjðMi iúxa og þar U5»p*.hefst mikið „kelirí44. Sennilega verður fyrsti kossinn þar. D) Nú er komið að útidyrunum hjá dömunni og þá verður ef til vill gert út um það, hvort þau eigi að hittast á Xítorgun. Ef herrann ber einhverja virðingu fyrir dömunni. þá fer hann ekki fram á að koma inn með henni, svona i fyrsta sinn. IvvenfólkiS á ekki heima nema óvíða á sömu sviðum cg karlma'ð- urinn. Hvers vegna annars þessa ólíku líkamsbyggingu? I>að er einnig staðreynd, sem læknar geta borið um, að heili úr karli og konu eru mjög ólikir, enda starfa þeir vissulega ólíkt. Þrátt fyrir þessa leiðu þróun siðustu áratuga eru sumir okkar karl- mannanna að reyna að vera herralegir og kurteisir við blessað kvenfólkið. Gallinn er þó sá að margt af því er orðið svo vant dónaskapnum, að það kann ekki að taka þvi, þegar menn eru kurteisir. En livað sem því líður eru liér nokkur ráð. Við skulum snúa okkur fyrst að skemmtanalífinu. Það er að þvi leyti ólikt hér og víða annars staðar, að það tiðkast ekki mikið að menn bjóði stúlkum út, nema að eitthvað alvarlegt samband sé á ferðinni. Þetta færist þó stöðugt i vöxt og fer vel á því. Menn liitta oft stúlkur, sem þeir aldrei hafa séð áður á skemmtistöðunum. Venjulega hefst kynningin á þvi að menn lijóða þeim upp í dans. Það er aðeins ein leið rétt til þess. Hún er sú að hneigja sig ag spyrja stúlkuna hvort hún vilji dansa. Að öllu jöfnu vill stúlkan það, en vilji hún það ekki á hún að segja það kurteislega. Þess verður hún vel að gæta, að ef hún hcfur neitað að dansa við mann, má hún alls ekki fara að dansa við einhvern annan rétt á eftir. Það er alveg fráleitt, sem margir gera, að pota í stúlkur eða taka í þær, þegar verið er að bjóða þeim upp, sem er þó nokkuð algengt. Þá er það argasti dóna- skapur að vinka til stúlkna eða kalla til þeirra langt að, ef menn vilja dansa við þær. Nú er l>að algengt að piltar og stúlkur sitji við sama borð. Þá eiga karlmenn- irnir að standa upp í hvert skipti sem stúlka kemur að horði og tekur karl- menn tali og þeir sitjaallir semfastast. Það er lágmark að maðurinn sem hún er að tala við standi upp. Þegar mjög margt fólk situr saman við borð, er það ekki skilyrði að allir standi upp þegar ein stúlka kemur eða fer. Þá nægir að herrann sem situr hjá henni geri það. Annars gæti svo farið að menn væru stöðugt Framhald á bls. 44 Það getur verið erfitt að taka ákvörðun þegar tvær dömur eru jafn faliegar og sitja saman. Og þá verður sú súr á svipinn, sem velgir bekkinn áfram. Það eina rétta, sem ungi maðurinn á myndinni gæti gert til að vera háttvis, er að setjast á milli þeirra. VIKAN 8. tbl. — 2J

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.