Vikan - 21.02.1963, Qupperneq 28
KONUNGUR
FRAMHALDSSAGAN 8. HLUTI
Hazel Ruth Wade var tveimur
árum yngri en Esther Johnson.
FaSir hennar, Richard T. Wade,
hafði einu sinni verið lögreglustjóri
í Wichita i Ivansas, en hafði seinna
setzt að á búgarði í Oklahoma, eftir
að hafa kvænzt stúlku að nafni Leon-
ora. Hún var svo heittrúuð, að liún
bannaði honum að eiga byssur og
setti þau skilyrði fyrir að giftast
honum, að hann segði upp stöðu
sinni í lögreglunni. Mörgum árum
seinna hafði hún farið í skemmti-
ferð á heimssýninguna í St. Lois og
séð þar sýningu ísraelsmanna og
fengið trúarrit þeirra með sér heim.
Eftir lestur þeirra hafði hún skrif-
að og beðið um fleiri upplýsingar.
Ben konungur hafði scnt August
Baushke til þess að snúa fjölskyld-
unni til réttrar trúar.
„Til hvers ertu að gróðursetja
þessi eplatré?“ spurði Baushke fyr-
irlitlega. „Heimsendir kemur eftir
tvö ár! T>ú munt aldrei tína þessi
epli, bróðir. Þú ættir heldur að flýta
þér að ganga í söfnuðinn og bjarga
þannig sjálfum þér og fjölskyldu
þinni."
Bóndinn og elzta dóttir hans,
Edna, tóku þessu með nokkurri tor-
tryggni. En Leonora Wade tók ísra-
elstrúnni samstundis opnum örmum.
Hún og þrjár aðrar dætur hennar,
Hazel Ruth, Cleatus og Dorothy, og
sonur hennar Hayden, fóru öll með
skeggjaða trúboðanum til Bentqn
Harbor árið 1904.
„Mér er enn í fersku minni, þegar
ég sá fyrst Hús Davíðs,“ skrifaði
Hazel Ruth löngu seinna, en hún var
tólf ára gömul þegar þetta var. „Við
gengum fram hjá Jerúsalem og um
súlnagöngin og grasflatirnar voru
svo grænar og fallegar. Hljómsveit-
in stóð þarna og spilaði við móttök-
una og á tröppunum stóð Mary
drotning og beið okkar. Svo kom
Benjamín konungur út og gekk til
hennar. Hann var hvítklæddur og
hvítar dúfur svifu umhverfis höf-
■uð lians og settust á herðar hans.
Mér fannst ég vera að ganga inn í
Paradis!“
Faðir hennar og Edna komu á
eftir þeim og reyndu að fá móður
hennar til að snúa aftur heim. Ben
Purnell lagði sig allan fram við að
fá þennan uppgjafa lögréglustjóra
til að ganga I söfnuðinn og tókst
það næstum. Richard Wade seldi
búgarð sinn og kom með peningana
til Benton Harbor. En það var í um-
ræðunum um fjármálin, sem Ben
konungur tapaði þessum tilvonandi
lærisveini sínum.
„Edna dóttir min vill ekki ganga
í söfnuðinn, hvað sem hver segir,“
sagði Wade við spámanninn síð-
hærða. „Við eigum alls fjórtán þús-
und dollara. Hve mikið finnst þér,
að ég ætti að gefa Ednu?“
„Því viltu gefa henni eitthvað?"
spurði Ben.
„Jú, það er nú eins og það er,“
sagði Richard Wade og yppti öxl-
um. „Maður reynir að safna ein-
hverju saman handa börnum sin-
um.“
„Þú meinar, sem þau fá þegar
hann deyr?“
„Já.“
„Já, en ef þú hefur tekið hina
sönnu trú, geturðu ekki dáið, bróð-
ir. Því ættirðu þá að vera að gefa
stúlkunni eitthvað?“
Þessi græðgi hins guðlega spá-
manns gerði lögreglustjórann aftur
tortrygginn, og hann hætti við að
ganga i söfnuðinn. Hann leigði sér
hús í Benton Harbor og bjó þar með
Ednu dóttur sinni. Þegar konan hans
heimtaði helming peninganna, lét
hann hana fá þá, þótt hann vissi
að þeir mundu samstundis verða af-
lientir Ben konungi. Hann bjó í
borginni í fimm ár og reyndi að fá
Leonoru til þess að koma aftur til
sin. En loks, 1909, gafst hann upp
og fór burt úr ríkinu.
Á þeim tíma, þegar Hazel var
fjórtán ára, var hún tekin í Innsta
hringinn. Hún flutti úr óhrjálegum
bjálkakofanum, sem fjölskyldu
liennar hafði verið fenginn til íbúð-
ar, og í eitt af smáherbergjunum,
sem voru umhverfis konungsbústað-
in i Shiloh. Fyrstu nótt hennar þar
kom Ben konungur og settist á rúm-
stokkinn hjá henni.
„Fellur þér vel að búa hérna,
Ruth?“
„Já.“ Hún titraði af taugaóstyrk
yfir að vera svona nærri þessari
guðlegu veru.
„Hefurðu verið að lesa hin heilögu
rit?“
I-Iún játaði því. Hún hafði gengið
í eina skólann, sem var f nýlend-
unni, en þar voru trúarritin lesin
upp fyrir börnin.
„Hefur þér verið sagt eitthvað um
blóðlireinsun?“ spurði hann blíð-
máll.
Þegar hún hristi höfuðið fór hann
að útskýra það fyrir henni. En
þegar hann ætlaði að fara að sýna
henni það í verki og byrjaði að toga
í náttkjólinn hennar, fór hún að
gráta og ýtti honum frá sér.
Hann yfirgaf hana þá, en þegar
hann fór, læsti hann dyrunum á
eftir sér. Næsta morgun tókst Hazel
Ruth samt að sleppa út úr húsinu.
Hún hljóp í gegnum skóginn að litla
kofanum, sem móðir hennar bjó i.
Með ekka og andköfum sagði hún
henni livað hefði komið fyrir.
„Þú munt brenna í Viti, ef þú
segir þetta!“ sagði Leonora og sendi
hin börnin burt, svo að þau heyrðu
ekki samræðurnar. „Gerirðu þér
ekki Ijóst, að Benjamin konungur
er ekki dauðlegur maður? Hvernig
gæti hann gert nokkuð jiessu líkt?
Þú hlýtur að hafa fengið martröð!
Nú vilég ekki heyra meira umþetta.
Eg fer aftur með þig til Shiloh og
þú gerir ]>að sein Benjamín konung-
ur segir þér og hagar þér almenni-
lega. Að öðrum kosti muntu brenna
í eilífum eldi, þvi geturðu trúað!“
Eftir að móðir hennar hafði farið
með hana nauðuga aftur i kvenna-
búrið, hélt Hazel Ruth áfram að
þrjózkast við kröfum Bens. Hann
beið rólegur og reyndi að hafa á-
hrif á liana með því að láta hana
sjá, að allar hinar stúlkurnar voru
fúsar til þess að láta að vilja hans.
Hann lét eldri stúlkur vera i her-
bergi með henni, og hann hreinsaði
ineira að segja blóðið í öðrum stúlk-
um að henni viðstaddri. En þegar
nokkrar vikur höfðu liðið svo, að
hún var enn ósnert, kom hann eitt
kvöld inn í herbergið til hennar,
skipaði öllum að fara út, reif síðan
28 ~
VIKAN 8. tbl.