Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 31
Rhodes þríhyrmngurnm. •
Framhald a£ bls. 25.
eyjunni, á'ður en það væri of
seint.“
„E-e-nú — svo að þér haldið
hún þagnaði.
„Já, ungfrú.“
„Svo það er það, sem þér hald-
ið að muni gerazt!“ sagði Pam-
ela seinlega. „En það getur ekki
átt sér stað — hann mundi aldrei
gera neitt slíkt . . . Hann er í
rauninni svo geðfelldur maður.
Það er allt þessum Chantry-kven-
manni að kenna. H,ann mundi ekki
— hann mundi ekki — gera.“
Hún þagnaði — þvi næst sagði
hún lágri röddu:
,,Morð? Er það —- er það virki-
lega o.rðið, sem þér hafið í huga?“
„Einhver hefur það í huga. Það
ætla ég að segja yður.“
Það fór skyndilega hrollur um
Pamelu.
„Ég trúi því ekki,“ mælti hún.
FIMMTI KAFLI.
Atburðarásin um kvöldið 29.
október var fullkomlega ljós.
Hún hófst með háværri deilu
milli þeirra tveggja — Golds og
Chantrys. Málrómur Chantrys varð
sífellt hærri og hærri og síðustu
orðin, sem hann sagði heyrðu
fjórar persónur — gjaldkerinn við
afgreiðsluborðið, veitingahússtjór-
inn, Barnes hershöfðingi og
Pamela Lyall.
„Bölvað svínið yðar! Ef þér og
konan yðar haldið, að þið getið
skellt allri skuldinni á mig, þá
skjátlasf ykkur! Á mcðan ég tóri,
mun Válentine halda áfram að
vera konan min.“
Því næst hafði hann rokið út úr
gistiliúsinu cldrauður af reiði.
Þetta gerðist fyrir miðdegis-
verðinn. Eftir miðdcgisverðinn
köinust á sættir (enginn vissi,
hver hafði komið þvi í kring).
Valentine bauð Marjorie Gold i
ökuferð i tunglskininu. Pamela og
Sara fóru með þeim. Chantry og
Gold léku hnattborðsleik. Að því
loknu komu þeir inn i salinn, þar
sem þeir voru fyrir, Hercule
Poirot og Barnes hershöfðingi.
Það niátti heita að þetta væri í
fyrsta sinn, sem Chantry var hros-
leitur og i góðu skapi.
„Gekk hnattborðsleikurinn vel?“
spurði hershöfðinginn.
„Ég ræð ekkert við þennan
mann,“ sagði liöfuðsmaðurinn.
„Hann vann með fjörutiu og sex
stigum.“
Douglas Gold maldaði hæversk-
lcga í móinn.
„Hreinasta hundaheppni. Ég get
fullvissað ykkur um það. Hvað
má bjóða yður? Ég ætla að fara
og ná í þjón.“
. Staup af einhverju brennivíni
fyri’’ mig, þakka yður fyrir.“
„Allt i lagi. Þér hersliöfðingi?“
„Þakka yður fyrir. Ég ætla að fá
cinn viský og sóda.“
„Ég lika. En hvað segið þér, hr.
Poirot?“
„Þér eruð mjög vingjarnlegur.
Ég vildi helzt fá kassiusaft."
„Saft — ég bið afsökunar.“
„Kassiusaft. Það er sólberja-
saft.“
„Ó, þér eigið við likjör! Ég skil.
Væntanlega fæst það hér. Ég hef
aldrei heyrt það nefnt.“
„Já, það fæst hér. En það er
ekki Iíkjör.“
„Mér finnst þetta skritinn
smekkur — en það verður hver að
hafa það eins og honum sýnist! Ég
ætla að fara og panta þetta.“
Chantry liöfuðsmaður tók sér
sæti. Þó að hann væri ekki að eðl-
isfari skrafhreyfinn eða mann-
blendinn, reyndi liann sýnilega af
beztu getu að vera andríkur.
„Það er furðulegt, hvað maður
getur vanizt þvi að koinast af, án
þess að heyra neinar fréttir,“
mælti hann.
Það rumdi í hershöfðingjanum.
„Ekki get ég sagt, að fjögurra
daga ganralt „Continental Daily
Mail“ komi mér að rniklu gagni.
Vitanlega er mér sent „The Times“
og „Punch“ vikulega, en þau eru
svo skratti lengi á leiðinni.1
„Það væri fróðlegt að vita, hvort
það verða almennar kosningar um
þetta Palestinumál?"
„Þetta hefur allt farið í handa-
skolum,“ fullyrti hershöfðinginn,
og i sama hili gekk Douglas Gold
aftur inn i salinn og þjónninn
kom á hæla honum með drykkjaf-
föngin.
Hersföfðinginn hóf að segja
smásögu frá hermennskuárum sín-
um á Indlandi árið 1905. Eng-
lendingarnir tveir hlýddu hæ-
versklega á, en þó líklega ekki af
mikluin áhuga. Hercule Poirot
dreypti á kassíusaftinni sinni.
Hershöfðinginn kom nú að
kjarna sögunnar og allir viðstadd-
ir hlógu eins og skyldan bauð.
í sama bili birtist kvenfólkið í
salardyrunum. Þær virtust allar
fjórar í sólskinsskapi, spjölluðu og
hlógu.
„Tony, elskan, þetta var alveg
guðdómlegt,“ hrópaði Valentine
um leið og hún lét fallast í stól við
lilið hans. „Þetta var stórkostleg
hugmynd hjá frú Gold. Þið hefð-
uð átt að koma líka allir saman.!“
„Hvað segið þið um dálitla
hressingu?“ sagði eiginmaður
hennar.
Hann leit spyrjandi á hinar.
„Einiberjabrennivin fyrir mig,
elskan,“ sagði Valentine.
„Brennivín og engiferbjór,“
sagði Pamela.
„Sömuleiðis," sagði Sara. ■
„Ágætt.“ Chantry reis á fætur.
Hann ýtti sínu glasi, sem enn var
ósnert, til konu sinnar. „Taktu
þetta. Ég ætla að fá annað handa
*V«*AV«* AV4AAV4A
A-v á hættu, norður gefur.
8- 6-5-3
9- 4-3
D-9-8-3
9-2
A 9
y A-5
y 10-7-6-5-2
* D-G-8-7-3
Það er leikur í bikarkeppninni
og mín sveit er að spila við topp-
sveit að norðan. Ég sit hljóður í
norðursætinu og hugsa um það,
hvers vegna ég fæ aðeins mannspil
á höndina, þegar ég spila keppnis-
bridge. Ég segi eitt hjarta, sem
gengur til vesturs, sem segir tvö
hjörtu.
Ég læt engan bilbug á mér finna
og segi þrjá tígla, austur segir þrjá
spaða og suður stekkur alla leið í
fimm tígla. Þegar vestur doblar, flý
ég í fimm hjörtu, en vestur lokar
þessari sagnseríu með fimm spöðum.
Suður spilar út hjartaás og síðan
LAUFA ÞRISTI. Austur fær 11
slagi og mér til mikillar ánægju
minnist ég þess að bíllinn minn
er við dymar og skammbyssa í
honum. Ég horfi ástúðlega á suður.
Áður en ég skýt hann, ætla ég að
segja: „Ég sagði tígul, makker“.
Hálfleikur kemur og ég er
spenntur að vita hvað mínir menn
hafa gert á þetta spil. „Við kom-
umst í fimm spaða, segir austur, en
suður fórnaði í sex lauf“.
„Góð sögn, segi ég við norðan-
manninn, aðeins einn niður“.
„Ég vann það“, sagði suður.
„Vestur spilaði ekki út laufaás;
hann spilaði út tígulkóng".
Ég horfi ástúðlega á vestur og
hleyp út í bílinn. Með óguðlegum
hraða gríp ég byssuna og þá man
ég að hún er óhlaðin.
mér. Hvað viljið þér fá, frú Goíd?“
Gold var að hjálpa konu sinni
úr yfírhöfninni. Hún sneri sér við
og sagði brosandi:
„Ef ég gæti fengið appelsínu-
safa, þakka yður fyrir.“
„Alveg rétt. Appelsinusafa."
Hann gekk til dyra. Frú Gold
brosti til manns síns.
„Það var svo dásamlegt. Ég vildi,
að þú hefðir komið með.“
,Það vildi ég líka. Við förum
eitthvert kvöld, eigum við það?“
Þau brostu livort til annars.
Valentine Chantry lyfti glasi
sinu og tæmdi það.
„Ó-ó!“ stundi hún. „Þetta var
það, sem ég þurfti.“
Douglas Gold lagði frá sér yfir-
höfn konu sinnar á legubekk.
Um leið og hann kom aftur til
liinna, spurði hann hvasst:
„Halló, hvað er að?“
Valentine Chantry lá aftur á
bak i stólnum. Varir hennar voru
bláar og hún liélt hendinni á
hjartastað.
„Ég er eittlivað svo undar-
leg - • .“
Hún saup hveljur og barðist við
að ná andanum.
Chantry kom nú aftur inn og
hraðaði sér til konu sinnar.
„Halló, Val, hvað er að þér?“
„Ég — ég veit ekki . . . þetta,
sem ég drakk — það var eitthvað
skritið á bragðið."
„Einiberjabrennivínið?"
Chantry þrútnaði i framan og
snerist á hæli. Ilann þreif í öxl-
ina á Gold.
„Þetta var mitt glas . . . Gold,
livern djöfulinn hafið þér látið í
það?“
Douglas Gold starði á afmyndað
andlit kvenmannsins i stólnum.
Hann var orðinn náfölur.
„Ég — ég — hef ekkert . . .“
Valentine Chantry seig niður á
stólinn.
Barnes hershöfðingi hrópaðl
upp:
„Náið í lækni — fljóttl"
Fimm minútum síðar var Valen-
tine Chantry liðið lík . . .
SJÖTTI KAFLI.
Daginn eftir fór enginn i sjó-
inn.
Þegar Pamela Lyall kom niður
um morguninn, föl i andliti og
klædd óbrotnum, dökkum búningi,
rakst hún á Hercule Poirot i for-
salnum og dró hann að sér inn í
litla skrifstofu.
„Þetta er óttalegt!“ sagði hún.
„Hræðilegt! Þetta sögðuð þérl Þér
sáuð það fyrir! Morð! “
Hann hneigði höfuðið alvarleg-
ur í bragði.
„Ó!“ hrópaði hún og stappaði
fætinum i gólfið. „Þér hefðuð átt
að afstýra þessu! Einhvern veginn!
Það hefði mátt koma í veg fyrir
það!“
„Hvernig?“ spurði Poirot.
Það stjákkaði í henni snöggvast
við þessa spurni ngu.
„Gátuð þér ekki leitað til ein-
hvers — til lögreglunnar ...?“
„Og sagt hvað? Hvað er hægt að
segja — áður en atburðurinn ger-
VIKAN 8. tbl. —