Vikan


Vikan - 21.02.1963, Page 32

Vikan - 21.02.1963, Page 32
ist? Að einhver hafi morð í hyggju? Ég segi yður satt, góða mín, ef mannleg vera hefur ásett sér að deyða aðra mannlega veru . . .“ „Þér gátuð aðvarað fórnarlamb- ið,“ sagði Pamela þrákelknislega. „Stundum,“ sagði Hercule Poi- rot, „eru aðvaranir til einskis.“ „Þér gátuð aðvarað morðingj- ann,“ sagði Pamela — „látið liann sjá, að þér vissuð, hvað hann hefði í hyggju • • Poirot kinkaði kolli. „Já — þetta var betra ráð,“ sagði hann með viðurkenningu. „En þá megið þér heldur ekki gleyma, liver er helzti gaili glæpamanns- ins.“ „Og hvað er það?“ „Sjálfsálitið! Glæpamaðurinn trúir þvi aldrei, að glæpur hans geti mistekizt.“ „En þetta er fráleitt — heimsku- Iegt,“ hrópaði Pamela. „Hann fór svo barnalega að þessu öllu! Enda tók lögreglan Douglas Gold fastan strax í gærkvöldi.“ „Já,“ sagði Poirot, og bætti svo við: „Douglas Gold er ákaflega lieimskur, ungur maður.“ „Ótrúlega heimskur! Mér er sagt, að afgangurinn af eitrinu — hvað sem það nú var . . .?“ „Það er ein tegund af strófantini. Hjartaeitur.“ „Að hann hafi reyndar fundizt í í jakkavasa hans, jakkanum, sem hann var í við miðdegisverðinn.“ „Hverju orði sannara." „Ótrúlega heimskulegt!" sagði Pamela aftur. „Ef til vill hefur hann ætlað að losa sig við það, en fallizt hendur við áfallið, sem það hefur valdið honum, að eitrið skyldi lenda ofan í skakka mann- eskju. Hugsið yður, hvað þetta væri áhrifamikið á leiksviði. Elsk- huginn lætur strófantin í glas eig- inmannsins, og svo, þegar athygli hans beinist snöggvast að ein- hverju öðru, þá drekkur konan það í staðinn . . . Hugsið yður, hvc skelfilegt augnablik, þegar Douglas Gold sneri sér við og varð þess var, að hann hafði drepið konuna, sem hann elskaði . . .“ Hún liryllti sig ofurlítið. „Þríhyrningurinn yðar. Ilinn œvarandi þrihyrnincfur! Hverjum gat dottið í hug, að endirinn yrði þessi?“ „Ég óttaðist þetta,“ muldraði Poirot. Pamela sneri sér að honum. „Þér aðvöruðuð hana — frú Gold. Hvers vegna þá ekki að að- vara hann líka?“ „Þér eigið við, hvers vegna ég aðvaraði ekki Douglas Gold?“ „Nei. Ég á við Cantry höfuðs- mann. Þér hefðuð getað sagt hon- um, að hann væri í hættu staddur — því að auðvitað var það hann, sem var aðal hindrunin! Ég efast ekki um að Douglas Gold hefur treyst þvi, að honum mundi tak- ast að kúga konuna sína til þess að gefa sér eftir skilnað — hún er svo veikgeðja, vesalings konan, og þykir svo ægilega vænt um hann. En Chantry er þrárri en sjálfur fjandinn. Hann var fastákveðinn i 32 — VIKAN «. tM> því, að gefa Valentine ekki frjálsa.“ Poirot yppti öxlum. „Það hefði ekki verið til neins fyrir mig, að tala við Chantry,“ sagði hann. „Ef til vill ekki,“ viðurkenndi Pamela. „Hann hefði að öllum lík- indum sagt, að hann gæti gætt sín sjálfur, og sagt yður að fara til fjandans. En þrátt fyrir allt er ég viss um, að það liefði mátt gera eitthvað „Ég var að hugsa um,“ sagði Poirot seinlega, að reyna að fá Valentine Chantry til þess að fara burt af eyjunni, en hún mundi ekki liafa trúað því, sem ég hafði að segja henni. Hún v:ar alltof fá- vís kona til þess að hægt væri að koma henni í skilning um slíkt. Vesalings konan. Fávizka hennar varð henni að bana.“ „Ég held, að það hefði verið til einskis, þó að hún hefði farið af urnar komuð inn, varð okkur öll- um litið þangað yfir salinn, hann hafði strofantínið tilbúið, lét það i vínglasið, og skömmu síðar rétti hann konu sinni glasið kurteislega, og hún drakk úr þvi.“ „En bréfið með strofantíninu fannst i vasa Douglas Galds!“ „Það er mjög auðvclt verlc að læða þvi þangað, á meðan við þyrptust öll utan um deyjandi konuna.“ Það liðu lieilar tvær mínútur, áður en Pamela náði andanum. „Ég skil hvorki upp né niður i þessu! Þríhyrningurinn — þér sögðuð sjálfur ...“ Poirot kinkaði ákaft kolli. „Ég sagði, að það væri þrí- hyrningur — já. En þér, þér tók- uð sknkkan þríhyrning. Það var villt um fyrir yður með afburða góðum sjónleik. Þér hélduð,. eins og yður var ætlað að halda, að eyjunni,“ sagði Pamela. „Hann hefði einfaldlega farið á cftir henni.“ „Hann?“ „Já, Douglas Gold.“ „Þér haldið að Douglas Gold hefði farið á eftir henni? Nei, nei, ungfrú, þar skjátl’ast yður — það er alger misskilningur hjá yður. Þér liafið enn ekki komizt að sann- leikanum i þessu máli. Ef Valen- tine Chantry hefði farið af eyj- unni, hefði maðurinn hennar farið með henni.“ Pamela varð hálf rugluð á svip- inn. „Nú, já, nema hvað?“ „Og þá, sjáið þér til, hefði glæpurinn bara verið framinn einhvers staðar annars staðar.“ „Nú skil ég yður ekki.“ „Ég er að segja yður, að þá hefði sami glæpurinn gerzt einhvers staðar annars staðar — sem sé það, að Valentine Chantry hefði verið myrt af eiginmanni símim." Pamela glápti. „Ætlið þér að segja mér, að það hafi verið Chantry höfuðsmaður — Tony Chantry — sem myrti Valentine?“ „Já. Þér sáuð hann gera það! Douglas Gold færði honum vín- glasið. Hann hafði það á borðinu fyrir framan sig. Þegar þið kon- bæði Tony Chantry og Douglas Gold væru ástfangnir í Valentine Chantry. Þér trúðuð þvi, cins og yður var ætlað að trúa, að Douglas Gold, örvita af ást til Valentine Chantry (og þegar eiginmaður hennar neitaði að skilja við hana) hefði gripið til þess örþrifaráðs, að gefa Chantry inn sterkt hjarta- eitur, en fyrir hrapalega slysni, hefði Valentine Chantry drukkið eitrið i staðinn. Allt þetta er blekk- ing. Chantry hefur um nokkurt skeið haft það i huga, að ráða konu sína af dögum. Hann var orðinn dauðleiður á henni, það sá ég þegar í stað. Hann kvæntist henni til fjár. Nú vill hann giftast annari konu — og þcss vegna bruggaði liann ráð til þess að losna við hana, án þess að missa peninga hennar. Það var það, sem leiddi til morðsins.“ „Giftast annari konu?‘“ „Já, já,“ sagði Poirot — „henni Marjorie litlu Gold. Þar var hinn ævarandi þrihyrningur kominn! En þér komuð ekki auga á hinn rétta þríhyrning. Hvorugur þess- ara manna kærðu sig vitund um Valentine Chantry. Það var botn- laus hégómagirni hennar og hinn framúrskarandi sjónleikur, sem Marjorie Gold setti á svið, sem kom yður til að halda það. Frú Gold er mjög fær og slunginn kvenmaður og aðdáanlega aðlaðandi i hlut- verki sínu sem brjóstumkennanleg, lieiðvirð guðsmóðir! Ég hef kynnst fjórum sams konar glæpa- konum. Frú Adams, sem var sýkn- uð af morði eiginmanns síns, enda þótt það væri á alla vitorði, að hún hafði framið það. Mary Parker gerði út af við frænku sína, unnusta og svo bræður áður henni varð á smáskyssa, sem leiddi til þess að hún var handtekin. Svo var það frú Rovvden, og hún end- aði i gálganum eins og vera bar. En frú Lecray slapp nauðuglega. Þessi kona er af nákvæmlega sömu tegund. Mér varð það Ijóst jafn- skjótt og ég sá hana! Slíkur kven- maður fremur glæp eins og að drekka vatn. Og það var sannarlega mjög snoturlega framkvæmt og þaulhugsað ráðabrugg. Segið mér, hvaða sönnum höfðuð þér nokk- urn tima fyrir þvi, að Douglas Gold væri ástfanginn í Valentine Chantry? Þegar þér hugsið um það núna á eftir, komizt þér að raun um, að það var aðeins það, sem frú Gokl sagði yður í trúnaði og hávær afbrýðissemi Chantrys. Já. Er ekki svo?“ „Það er skelfilegt,“ hrópaði Pamela. „Þetta voru skrambi slungin skötuhjú,“ sagði Poirot sem hinn reyndi sérfræðingur. „Það voru samantekin ráð þeirra, að „liitt- ast“ hér og setja glæpinn á svið. Þessi Marjorie Gold er kaldrifjað- ur djöfnll! Hún hefði sent mann- inn sinn, þennan veslings, sak- lausa bjálfa, á liöggstokkinn án minnsta samvizkubits.“ Pamela hrópaði: „En lögreglan handtók hann og fór burt með hann í gærkvöldi.“ „Ó-já,“ sagði Hercule Poirot, „en skömmu seinna kom ég til skjalanna og talaði fáein orð við lögregluna. Það er rétt, að ég sá ekki, þegar Chantry lét strófantín- ið í glasið. Ég leit lika upp, eins og allir aðrir, þegar konurnar gengu í salinn. En frá þvi augna- bliki að ég komst að raun um, að Valentine Chantry hafði verið gef- ið inn eitur, hafði ég gætur á eiginmanni hennar, og sleppti aldrei af honum augunum. Og jiess vegna, sjáið þér til, sá ég það greinilega, jiegar hann laumnði strófantín-pakkanum ofan í jakka- vasa Douglas Golds . . .“ Ilann bætti við með hörkusvip: „Ég er talinn gott vitni. Nafn mitt er viða þekkt. Jafnskjótt og lögreglan lieyrði sögu mína, varð henni ljóst, að sú saga gerbreytti málinu.“ „Og svo?“ spurði Pamela í of- væni. „Tja, svo lögðu þeir fáeinar spurningar fyrir Chantry höfuðs- mann. Ilann reyndi fyrst að bera sig borginmannlega, en hann er í rauninni lítið greindur, svo að hann lyppaðist von bráðar nið- ur.“ „Og var Douglas Gold þá lát- inn laus?“ „Já.“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.