Vikan - 21.02.1963, Side 46
ar kynsystur hennar. Að fólk lifi
saman fyrir giftingu virðist vera
orðin þjóðarsiður liér og skal eng-
inn dómur á það lagður, hvort það
er eðliiegt eða ekki, en lauslæti
má fullyrða að sé injög óheppilegt
Auk þess er það ekki liklegt fyrir
stiilku, til að ávinna sér virðingu
karlmanna.
Nokkuð er um það, að menn sitji
og drekki Iieilu dansleikinia og
fari svo fullir í forstofur að reyna
að ná sér í kvenmann til fylgilags
við sig. Þó ótrúlegt sé tekst þetta
furðulega oft og segir mikið um
sjálfsvirðingu kvennanna sem i
hlut eiga, að þær skuli yfirleitt
nokkuð vilja við menn tala, sem
ekki virtu þær viðlits fyrr en dans-
leiknum var lokið. Slíkir hættir
hæfa ekki siðuðu fólki, heldur
nautgripum og hundum.
Einn af þeim leiðu siðum, sem
margir ungir menn hafa, er að
koma ekki inn í hús til að sækja
stúlkur sem þeir fara út nieð, held-
ur flauta fyrir utan og biða þar.
Þetta er herfileg framkoma og
versti dónaskapur. Þætti mér ekki
óeðlilegt. að foreldrar neituðu þvi
að dætur jieirra hefðu félagsskap
við slíka menn, ef stúlkan hefur
ekki rænu á því sjálf. Svo er þó
komið á ótrúlega mörgum heimil-
um, að afkvæmin fara alveg sínu
fnam og hafa vilja foreldranna að
engu. Ef gengið er gegn vilja þeirra
hóta þau að flytja að heiman og
það nægir venjulega til að beygja
foreldrana. Þetta afleita ástand er
ekki hægt að skrifa á reikning ung-
linganna, heldur foreldranna, sem
Iétu þetta byrja i fyrsta lagi.
Eitt af því sem er orðinn mjög
mikill þáttur í lifi ungs fólks er
notkun vins og mjög stór hluti
þess umgengst Vinið á alveg sama
hátt og alltaf liefur tiðkazt hjá
frumstæðum þjóðum, sem sé með
fullkomnu óhófi. Fólk skilur alltof
sjaldan að vínið er lítils virði sem
skemmtun i sjálfu sér. Það getur
hins vegar verið ómetanleg upphót
á skemmtanir, þegar það er rétt
notað. Fólk virðist alls ekki gera
sér grein fyrir að það verður ekki
skemmtilegt á þvi að vera fullt.
Hins vegar er talsverð hætta á að
l>að verði sér til skammar og öðr-
um til Ieiðinda. Þetta hefur að
visu verið sagt oft áður og enginn
virðist hafa hlustað, en mér finnst
ástæða til að minnast á það eigi
að siður.
Að tala uin áfengislaust land er
skortur á raunsæi og þarf ekki
mikla söguþekkingu til að sjá það.
Það er ekki svo langt síðan að
áfengisbann var hér, að menn ættu
að inuna að slikt verkar ekki. Það
er því miklu meiri ástæða til að
segja fólki eitthvað um hvernig
hægt er að hafa ánægju af áfeng-
inu á sem hættuminnstan hátt,
frekar en að berjast gegn þvi. Hér
mun því verða rætt um áfengi sem
sjálfsagðan og eðlilegan hlut, sem
getur verið hættulegur, ef rangt
er með hann farið. Þó að mikið sé
um hílslys, hef ég ekki heyrt um
það talað að hanna ætti bíla vegna
þess.
Við skulum nú ræða hinar ýmsu
tegundir áfangis og byrja á bjórn-
um. Okkar vísu löggjafar hafa að
visu ekki talið óhætt að leyfa okk-
ur að drekka bjór og eru færð gegn
þvi ýmis fáránleg rök. Þrátt fyrir
þetta er mikið drukkið hér af bjór,
sem á ólöglegan og löglegan hátt
kemur inn í landið. Þykir það yfir-
leitt hið mesta hnoss, ef mönnum
tekst að eignast bjór og umgengst
fólk hann yfirleitt eins og fágætt
hnossgæti. Þetta stafar af því að
erfitt er að fá hann og einnig batn-
ar hann til muna við það að vera
ólöglegur. Sannleikurinn er sá að
bjór er hvorki sérlega góður
drykkur né hollur. Hentar hann
oft vel með mat, en er annars
fyrst og fremst viðeigandi fyrir
karlmenn. Erlendis er það yfir-
leitt ekki talið kvenlegt að drekka
bjór, auk þess sem það er líklegt
til að hafa slæm áhrif á vaxtar-
lagið.
Ilvað því viðkemur að nota bjór
þegar fólk er að skemmta sér,
verður ekki annað sagt en að það
sé óheppilegt. Ef menn verða ekki
saddir áður en þeir verða fullir, er
hælt við að þeir verði leiðinlega
fullir og heilsan daginn eftir hræði-
leg. Yfirleitt hefur bjór þau áhrif
á kvenfólk, að það verður syfjað
og geðvont, auk þess sem bjórlykt
af fagurri mey, er allt annað en
dásainleg.
Létt vín, þegar þau eru notuð
rétt, eru sennilega lientugustu og
skemmtilegustu vinin. Þau eru fyr-
ir fólk sem ekki er að flýta sér og
má vera að því að njóta lífsins.
Vinið getur verið töfrandi, það
opnar augun fyrir fegurðinni,
smátt og smátt, það gleður hjartað,
ekki skyndilega, heldur hægt og
liægt, þannig að maður verður
betri maður og elskar lífið af
hjarta. Konur sem kunna að meta
vín eru þær sem ekki þýðir a'ð
flýta sér við, konan sem skilur að
hvort sem það er matur, vín, eða
lífið sjálft, verður þess bezt notið,
með þvi að taka það í litlum
skömmtum og fara ekki of hratt.
Létt vín á að drekka sitjandi, og
engin skynsamleg afsökun til fyr-
ir að drekka það standandi. Senni-
lega er bezt að drekka það sitj-
andi i hægindastól, með púða und-
ir höfðinu.
Cockteilar eru varasamir drykk-
ir og ofmetnir. Þeir eru yfirleitt
mjög sterkir, bæði að áhrifum og
bragði, og telst til undantekn-
inga ef þeir eru bragðgóðir. Cock-
teilar leiða yfirleitt af sér að fólk
verður hávært, fer að flýta sér og
fær mikilmennskutilfinningu. Þvi
iniður leiða þeir líka af sér að
menn verða að drekka meira af
cockteilnum, til að halda mikil-
mennskutilfinningunni, og verða
því enn háværari.
Þegar kvenfólk drekkur cock-
teila, endar það gjarnan með skelf-
ingu. Eftir tvo verður stúlka geð-
stirð og oft syfjuð, eflir fjóra verð-
ur liún málgefin og liávær, og eft-
ir átta til tíu er hún orðin blind-
full, óstöðug í orðum og limaburði
og oft klæmin og dónaleg. Sé þetta
æskilegt þá drekkið fyrir alla muni
cockteila, en varla mun siðað fólk
hafa áluiga fyrir þessu. Ef kven-
maður er enn sæmilega rólfær,
eftir marga cockteila, eru miklar
liluir til að hún verði skyndilega
ástfangin í píanóleikaranum, eða
að hún segi hverjum sem heyra
vill að hún viti svo sem til hvers
þú sért að reyna að fylla hana. Ég
hef aldrei orðið þess var að kven-
fólk yrði fallegra eða skemmti-
legra á því að drekka cockteila og
það sama á við um karlmenn, þó
að yfirleitt liafi þeir ekki eins fer-
leg áhrif á þá eins og kvenfólkið.
Sterk vín, blönduð með vatni eða
gosdrykkjum, eru ekki eins vara-
söm eins og cockteilarnir. Þau eru
fyrst og fremst viðeigandi sem karl-
mannadrykkir. Það er altaf eitt-
hvað ókvenlegt við það þegar
stúlka gengur upp að bar og biður
um tvöfaldan whisky og sóda, svo
ekki sé talað uin ]iað ef hún biður
um tvöfaldan asna eða brennivín.
Það er lika hætt við að það fari i
fínu taugárnar hjá karhnönnum,
að sjá stúlku drekka gott wliisky
blandað með engiferöli eða öðru
álíka, en kvenfólk hefur mikla til-
hneigingu til þess. Drekki það mik-
ið af sterkum vinum hefur það
tilhneigingu til að gráta, rífast og
toga i hárið’ á karlmönnum. Yfir-
leitt er það regla að aldrei skyldi
neinn drekka sterk vín fyrr en á
kvöldin og bezt henta þau fyrir
karlmenn sem eru samankomnir
einir, til að ræða sín áhugamál.
Þá komum við að þeim drykk
sem skemmtilegasta eiginleika hcf-
ur alla drykkja, sem er konijak, og
sleppum öllum likjörum og ýmsum
sulldrykkjum, sem fundnir eru upp
af hótelum i hitabeltinu. Þeir sem
kunna að mela konijak, hafa yfir-
leitt vit á að fara með það,.þannig
að minni hætta er á að menn taki
upp á einhverju fáránlegu. Konijak
hefur þann eiginleika að gera karl-
manninn öruggan og ungan og
dregur fram lijá konunni hlýju,
ástúð og jafnvel ástríður, án þess
að þessu fylgi nokkur óheppilegur
ákafi.
Það er engin lcið að drekka koni-
jak öðruvísi en siljandi og helzt á
maður að vera algerlcga afslapp-
aður. Konijak hefur þcnn indæla
eiginleika að hægja á tímanum.
Menn sannfærast um það að allt
muni fara á bezta veg og fyrir öllu
verði séð á réttum tíma. Ég efast
þvi um að til séu nicnn sein flýta
sér við að drekka konijak. Það er
leitun á skemmtilegri tilfinningu
en að sitja í góðum stól, halla sér
aftur á bak og teygja úr sér, drekka
koníjak og horfa um leið á fallega
stúlku.
Við skiljum nú við áfengið með
þeim lokaorðum, að það getur ver-
ið til inikillar skemmtunar, Jicgar
það er notað af viti. Sé það ekki
gert, getur það orðið til mikils
Nivea inniheldur
Eucerit — efni
skylt húðlitunni
— frá því stafa
hin góðu áhrif
þess.
ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR?
Núið Nivea á andlítið að kveldi: Þá
verður morgunraksturinn þægilegri
og auðveldari. Og eftir raksturinn
hefur Nivea dásamleg áhrif.
GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA!
Látið NIVEA fullkomna raksturinn.
— VIKAN 8. tbl.