Vikan - 21.02.1963, Side 49
^ BÚNAÐARBLAÐIÐ flytur bændum: Frásagnir af reynslu annarra bænda
rið búskap, leiðbeiningar ráðunauta og vísindamanna, erlendar nýj-
ungar, sem eiga við íslenzka staðhætti.
9 BÚNAÐARBLAÐIÐ er óháð stjórnmálum og stéttasamtökum.
BÚNAÐARBLAÐIÐ er ómyrkt í máli og hefur hag bændastéttarinnar
fyrir augum í skrifum sínum.
® BÚNAÐARBLAÐIÐ kemur út 12 sinnum á ári. Áskriftargjald er aðeins
150,00 krónur á ári.
9 Sá, sem gerist áskrifandi að VIKUNNI, fær BÚNAÐARBLAÐIÐ ókeypis.
® VIIÍAN kostar 250,00 krónur ársþriðjunslega.
ÁSKRIFTARSEÐILL
□ VIKAN □ BÚNAÐARBLAÐIÐ
Nafn: ..............................................
Hcimili: ...........................................
Sýsla: .............................................
□ Greiðsla fylgir.
□ Sendið póstkröfu.
V I K A N — Skipholti 33 — Pósthólf 149 — Reykjavík.
1...............................................................1
reyndu að fá sem mest út úr frels-
inu.
Bertil sat með hrukkað enni yfir
skýrslunum. Við og við blaðaði hann
í bunka af minnisblöðum, og bar
þau saman við skýrslurnar, leitaði
að samhengi, og reyndi að finna
leiðbeiningar út úr hinum ýmsu
upplýsingum. Hann hætti aldrei fyrr
en hann var búinn að grafast fyrir
um ástæðu meinsins, hversu lengi
sem það kunni að taka hann. Ef
foreldrarnir færðu börn sín til hans,
þá skyldi hann sannarlega ekki
liggja á liði sínu og gera allt, sem
í hans valdi stóð til þess að beina
hugum barnanna á réttar brautir.
Eina hljóðið, sem barst til eyrna
hans var hið eðlilega hljóð frá
„venjulegu barnasjúkrahúsi".
Mestallt starfsliðið var farið heim
fyrir löngu síðan og næturvaktin
tekin við. Einstöku sinnum hvörfl-
uðu að honum efasemdir um lækn-
ana, sem unnu á sjúkrahúsinu. Fyrir
þeim lágu aðeins endurteknar vana-
rannsóknir, finna meinið, gefa með-
ul eða skera upp, og senda svo
börnin heim frísk og spræk, á meðan
hann glímdi við völundarhús barns-
sálarinnar, og átti í óendanlegum
erfiðleikum.
Olga var föl yfirlitum þegar hún
greiddi Ieigubílnum, og gekk upp
tröppurnar. Hún opnaði dyr biðstof-
unnar, og sagði við Sofie, að nú
gæti hún leikið sér að hverju, sem
hún vildi, en á meðan skyldi hún
reyna að finna pabba og mömmu
fyrir hana.
„Heldurðu að þú finnir þau?“
„Já, Sofie, ég finn þau, það máttu
vera viss um.“
Mað ánægjuandvarpi gekk Sofie
í áttina til fiskabúrsins, og horfði
á fiskana stórum athyglisaugum.
Þegar Olga kom út á ganginn
var hún enn ekki viss um til hvors
af foreldrum Sofie hún ætti fyrst
að snúa sér. Hikandi gekk hún fram
hjá skrifstofu Margit Wallers og hélt
áfram til yfirlæknisins. Áður en
henni gafst tími til þess að skipta
m skoðun, var hún búin að banka
á hurðina og gekk inn. Bertil leit
á hana yfir gleraugun, og hugur
hans virtist víðsfjarri, en allt í einu
var eins og hann áttaði sig á því
hver stóð frammi fyrir honum.
Hann stóð skyndilega á fætur, og
gekk í áttina til hennar, og var
kvíði í hverju skrefi.
„Ert þú hér? Það hefur þó ekk-
ert komið fyrir Sofie?“
„Jú,“ svaraði Olga harðneskju-
lega, „það má víst kalla það svo.
Ég er hér komin í þeim erinda-
gerðum að spyrja, hvort ekki er
hægt að taka Sofie inn á barna-
sálfræðideildina sem sjúkling. Ég
get að minnsta kosti ekki afborið
að horfa upp á sálarangist hennar
lengur.“
„Sálarangist? Sofie? Segðu mér,
kæra Olga, það er þó ekkert að
þér?“
„Að minnsta kosti ekki eins mik-
ið og er að Sofie.“
„Hvar er Sofie núna?“
„Hún stendur frammi í biðstofu
og skoðar fiskana, og bíður eftir
því að fá aðeins að sjá foreldra
sína, jafnvel aðeins augnablik."
„Setztu niður, Olga og segðu mér
allt af létta.“
Olga sagði frá. Rödd hennar
hækkaði og lækkaði á víxl, og hún
fékk reglulega útrás á tilfinningum
sínum. Með hverju orði varð andlit
Bertils alvarlegra.
„Skar hún virkilega símaþráðinn
í sundur?“
„Já, hún skar hann í sundur til
þess, að foreldrar hennar gætu ekki
hringt og sagt, að þau ætluðu ekki
að koma heim í kvöldmat."
„Farðu inn til konu minnar, segðu
henni það, sem þú sagðir mér, og
á meðan fer ég fram og næ í Sofie,“
sagði Bertil með samanbitnar varir.
Hann gægðist inn um gluggann
á hurðinni að biðstofunni, eins og
hann hafði svo oft áður gert til þess
að sjá hvað litlu sjúklingarnir hefð-
ust að, þegar þeir væru einir og út
af fyrir sig.
Þarna, hjá fiskakerinu, stóð dótt-
ir hans, með litlu hendurnar sínar
fyrir aftan bak, og talaði við fisk-
ana.
„Hugsið ykkur bara hvað þið eig-
ið gott að vera svona margir saman.
Þið þurfið aldrei að vera einir og
yfirgefnir. Þið eigið mömmur og
pabba og bræður og systur, og svo
koma líka stundum mamma mín og
pabbi minn inn til ykkar. Það er
svo gott að tala við ykkur, því þið
getið engum sagt hvað ég segi við
ykkur. Ég get sagt ykkur hvað ég
er alltaf leið og einmana. Þið vitið
ósköp vel hvað þau hugsa vel um
öll börnin hérna á spítalanum, en
getið þið skilið af hverju þau vilja
hugsa meira um þau en um mig?
Ég er svo einmana, svo ægilega,
voðalega einmana.“
Nú gat Bertil ekki lengur setið
á sér. Hann flýtti sér inn í biðstof-
una, og tók litlu telpuna í fang sér.
„Elskan mín, elsku litla stúlkan
mín, mikið var gaman að sjá þig
hér. Ég var einmitt að hugsa hvað
mig langaði mikið til að sjá þig.“
„Af hverju komstu þá ekki heim
til mín?“
„Jú, sjáðu til, ég hef svo voða
mikið að gera hérna á sjúkrahús-
inu, því hér eru svo mörg lítil börn,
sem líður svo illa. Veiztu það, að
sum þeirra eiga enga mömmu og
engan pabba, sem þykir vænt um
þau eins og okkur mömmu þykir
um þig, og þess vegna vil ég reyna
að hjálpa þeim. Má ég það ekki?“
„Jú-ú,“ kom dræmt, „en þegar
ég verð stór, þá ætla ég ekkert að
VIKAN 8. tbl. —