Vikan


Vikan - 06.02.1964, Side 7

Vikan - 06.02.1964, Side 7
izt, og bið ykkur, að koma þess- um skriíum mínum á prent. Það, sem loks kom mér til að skrifa, var bréf frá skrifstofu- stjóra einum í VIKUNNI 2. janú- ar 1964. Ég er sammála aðalefni þessa bréfs og það kemur í raun- inni lítið þessu máli við. Á einum stað minnist bréfrit- ari á að vera kynni að dónaskap- urinn, sem hann talar um gæti skeð hjá „vanþróuðum Afríku- þjóðum“. Hann bætir þó við að hann efist um það, enda tek ég fram að ég er ekki að deila á þennan mann einan, heldur alla þá, sem ég heyri koma með lík- ar athugasemdir og fullyrðingar. Ég hef alltaf haft áhuga fyrir Afríku, og reynt að kynna mér af bókum, sögu hennar og siði. Einnig hef ég, þegar ég dvaldist erlendis, kynnzt mörgum Afríku- mönnum og þá auðvitað rakið úr þeim garnirnar um heimalönd þeirra. Mér hefur skilizt og fund- izt af eigin viðkynningu, að kurteisi og mannasiðir í Afríku séu yfirleitt á mjög háu stigi, þó þeir séu frábrugðnir okkar að sumu leyti. Sérstaklega er þó virðingin fyrir einkalífi annnarra og tillitsemin áberandi. Mörg Afríkuríki eru ,,vanþróuð“ efna- hagslega og hvað viðkemur skólamenntun, atvinnu- og við- skiptalífi, en menningarlega — má eltki alltaf deila um hvað menning er? Allavega held ég að við íslendingar gætum fátt kennt þessum svörtu hræðrum okkar i mannasiðum. Kannski verðist það lítið áríð- andi, að vera að hafa áhyggjur af slíkum orðum, sem menn láta falla í hugsunarleysi, en ég hef verið útlendingur í ókunnu landi og oft sárnað slík grandalaus orð, mælt af vanþekkingu um mitt eigið land. Ég treysti og veit að nú eftir kynni okkar munu vin- ir mínir frá Afríku taka upp hanzkann fyrir ísland ef þess gerist þörf, og ég vildi ógjarnan reynast ótryggari. S. —--------Þetta er mjög athyglis- vert og kann vel að vera rétt. Mannasiðir geta alð sjálfsögðu verið í prýðilegu lagi enda þótt efnahagsmálin séu vanþróuð. Sé svo, þá höfum við móðgað rúm- ar tvö hunðruð milljónir Afríku- búa. Við biðjum þá auðmjúklega afsökunar. Framtíðaráform ... Svar til „eins fimmtán ára“. Sízt vii ég verða til þess að leggja stein í götu þína, en skolli er ég hræddur um, að hendingin ráði nokkru um, hverjir ná frægð og frama í kvikmyndaheiminum. Þú ert enn ekki orðinn fullra 16 ára, og hefur langa framtíð fyrir þér. Ég myndi ráðleggja þér að byrja á því að reyna að kom- ast í leikskóla hér heima, og ef þú verður eins áhugasamur eftir það, og fróðir menn telja þig hafa hæfileika á sviði kvik- mynda, getur þú athugað mögu- leika á því að komast út og í kvikmyndirnar. Poppið fer í taugarnar á henni ... Kæra Vika! Ég veit að þú ert áhrifamikið blað og útbreitt. Getur þú gert einhverja herferð til þess að pop- korni verði útrýmt úr bíóunum. Mér finnst góð skemmtun að fara í bíó, en þegar fólk hamast við að troða í sig þessu popkorni úr plastpokum, þá verður af því svo mikið skrjáf, að talið í myndinni heyrist varla. Auk þess finnst mér svona matarneyzla í bíó- um afskaplega menningarsnauð og skrílsleg. Getur fólk ekki borðað heima hjá sér áður en það fer? Ég veit að ég mæli fyrir munn fjölmargra, þegar ég segi, að margfalt frekar mundi ég sækja það bíó, sem bannaði alveg þetta leiðindafyrirbrigði. Frú á Melunum. -----— Þeir taka þetta til sín sem eiga. Sjálfsagt hefur einhver peninga upp úr poppinu og þess vegna er þaff komiff inn í sæti í bíóunum og flestum finnst þaff hvimleitt. En hugsaðu þér bara, aff þú ættir popkornsverksmiffju, frú mín góff. Þá fyndist þér skrjáfiff sem unaffsleg tónlist, peningahljóff, öllum hljóffum fegurra. Hinrik í Merkinesi sendi VIK- UNNI eftirfarandi vísu eftir lestur greinar um nýju orðabók- ina Menningarsjóðs, en sú grein birtist í 48. tbl. 1963: Þýðufundi þurfti um hríð. Þar um stóð ein klausa: Spaugbarn átti bjáan blíð með bjánalegum fausa. Oryggl f akstri - hreinar híirúður WINDUS GLUGGAÞVOTTALÖGUR ER HENTUGUR OG FLJÖTVIRKUR. WINDUS FÆST r ÞÆGILEGUM UMBUÐUM OG ÞVf HANDHÆGUR f HVERJUM BÍL. WINDUS ÞEKKJA ALLAR HOSMÆÐUR. WINDUS FÆST I NÆSTU BOÐ. EINKAUMBOÐ: H. A. TULINIUS

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.