Vikan - 02.07.1964, Page 8
VIKAN HEINISÆKIR
Þegar ég hringdi ! Ómar Ragnarsson, og
mæltist til þess að VIKAN fengi að heim-
sækja hann, var það guðve'lkomið. — En ég
á ekki heima þar sem þið haldið, sagði hann.
— Eg daft ofan af 12 hæð í Austurbrún 2
og alla leið niður í kjallara á Sörlaskjóli 86.
Einhvernveginn snerist númerið við í koll-
inum á mér, svo ég byrjaði á því að berja
utan húsið númer 68 við Sörlaskjól. Þar var
enginn anz, svo sneri ég mér að stúikubarni
uppi á tröppunum og spurði hana, hvort
hún vissi hvar Ómar Ragnarsson ætti heima.
— Hann á heima í einhverjum kjallara, sagði
barnið, og meira hafði ég ekki upp úr því.
En að lokum hafðizt þetta, og Ómar tók á
móti mér ásamt Jónínu dóttur sinni, tveggja
ára gamqlli, og konu sinni, Helgu Jóhanns-
dóttur. Jónína, sem kölluð er Ninna heima
fyrir, leiddi mig beint til svefnherbsrgis og
sýndi mér bróður sinn, Ragnar, 8 mánaða
gamlan, rauðhærðan og að flestu leyti lík-
an föður sínum. Hann brosti hýrlega og var
ekkert feiminn. Jónína var hins vegar ekki
alveg laus við feimni. Hún er líkari mömmu
sinni, er Ijóshærð.
— Það var orðið of þröngt um okkur inni
á Austurbrún, sagði Ómar, — svo við leigð-
um þá íbúð og tókum þessa á leigu í stað-
inn. Og ég kann bara prýðilega við mig i
kjallara. Maður sér vel tii krakkanna úti.
Það gekk bara ekki nógu vel að teygja úr
húsgögnunum, svo þau dygðu í þessa íbúð.
■O — Þetta verður um leið brúðkaupsmynd, sagði Ómar. — Hún gleymdist, nefnilega. Það er aðeins eitt, sem
ekki stenzf: Þá voru börnin ekki fædd.
Það er Ragnar litli, sem ekki er smeykur við þríhjólið. Það er gaman að fá að sitja fyrir framan systur, ekki hvað
sízt, ef pabbi er nú kominn niður á gólf líka og geltir eins og hundur. 0
g — VIKAN 27. tbl.