Vikan


Vikan - 02.07.1964, Síða 13

Vikan - 02.07.1964, Síða 13
hann kallaði. Honum grömdust þessi orð konu sinnar því meir, að hún var ekki ein um að hafa stungið upp ó þessu við hann að undan- förnu. Læknirinn hans, sem hann hafði leitað til eftir að andþrengslin tóku enn að gera vart við sig, hafði hreyft þessu sama; einn af sam- starfsmönnum hans, gamall heimskingi auðvit- að, hafði líka stungið upp á því við hann í skrifstofunni. Át hver upp eftir öðrum eins og páfagaukar. „Eg vil verða frjáls, það er allt og sumt! mælti hann með ýktum áherzlum. — Og það skal ég líka verða! — Ég skil aldrei við þig, endurtók hún. — Ég trúi þessu ekki. — Við sjáum nú til. Ég fe( frá þér. — Ferðu? endurtók hún dapurlega. Það var honum óeðlileg fullnæging að veita því athygli, að nokkurrar geðshræringar varð vart í rödd hennar, í fyrsta skipti — hann mundi ekki hvað lengi. — En hvert ætlarðu eiginlega? — Ég sezt að í einhverju gistihúsi — einhvers staðar! Hann var staðinn á fætur, dæmigerð þess manns, sem örvæntingin knýr til ákvörð- unar. — Ég þoli ekki þetta líf deginum leng- ur! Við erum bæði að rotna niður í ekki neitt! Ég ætla mér ekki að eyða þannig þeirri ævi, sem ég á ólifað. — Ekki geturðu þotið svona út í buskann. — Það kemur á daginn! — James, sagði hún rólega, — mér er full alvara. Ég skil ekki við þig, hvað svo sem þú aðhefst og á hverju sem gengur. Ég veit ekki betur en að við séum gift, og þar við situr. — Við sjáum nú til. Ég fer. En Marjorie Howgill átti síðasta orðið — gremjulegasta orðið, sem nokkur eiginkona hefði getað sagt við slíkar aðstæður. — Þá geng ég frá föggum þínum, sagði hún. James Howgill tók sér sumarleyfi; það virtist auðveldast að byrja skilnaðinn þannig. í þrjár vikur dvalizt hann í litlu gistihúsi við fjalla- vatn suður á Ítalíu; fæðið var dásamlegt, frelsis- tilfinningin bóksaflega ölvandi. Hann átti stutt ævintýri við franska stúlku, sem virtist ekki taka hlutina alltof hátíðlega, og var um leið svo ástúðlega gjafmild, að það hefði mátt vera steindauður maður, sem hún lét ósnortinn. Vitan- lega var þar ekki um neina alvöru að ræða, „skip, sem mætast á nóttu", ekkert annað. En ævintýrið varð honum einskonar forsmekkur þess, sem hann mætti gera sér vonir um í framtíð- inni. Ævi James Howgill var ekki öll enn og Jangt frá því. Þegar hann kom aftur heim til Lundúna, settist hann að í lítilli gistiíbúð við Jermynstræti. Ekki lét Marjorie til sín heyra og ekki gerði hann sjálfur neitt til að ná sambandi við hana; hann var staðráðinn í að sýna henni að ekki væri um neina fljótræðisákvörðun að ræða af hans hálfu, og að hjónabandi þeirra væri end- anlega lokið — hvort sem hún gæfi honum eftir skilnaðinn eða ekki. En þegar nokkrir mánuðir voru liðnir, fór honum smám saman að þykja þessi tilhögun óviðunandi. Vinir þeirra og kunningjar tóku skilnaði þeirra af tuttugustu aldar umburðar- lyndi, en þetta voru óviðunandi aðstæður engu að síður. Hann var hvorki ókvæntur né kvænt- ur. Færi svo að honum stæði eitthvert „gullið tækifæri" til boða, var hann ekki frjáls að því að hagnýta sér það til hlítar. Sú dásamlega, áfenga frjálsræðistilfinning, sem hafði gripið hann suður á Italíu, var fjöruð út og þessi hálf- velgjumolla, þessi meðvitund um það sem bæði var og ekki var, lagðist á hann eins og mara. Öðru hvoru varð hann gripinn annarlegri óþolinmæði, og það var í einu slíku kasti, að hann hélt á fund þeirra, lögfræðinganna, sem verið höfðu honum til aðstoðar undanfarin fimmtán ár, ef hann þurfti á að halda. Það varð ekki um þá sagt að vísu, að þeir væru neinir áhlaupamenn, en það var aldrei að vita nema þeir kynnu einhver ráð. Herra Johnstone, elzti meðeigandi lögfræði- skrifstofunnar, Seymour, Johnstone, Cripps & Knatchbull, tók á móti honum með þeim virðu- leik, sem hann taldi manni í sinni stöðu skylt að sýna manni í hans stöðu, en ekki heldur neitt fram yfir það. Þó að hann hefði að sjálf- sögðu frétt, hvernig einkamálum þessa skjól- stæðings hans var komið, hafði hann gert sér vonir um að það kæmi ekki til sinna kasta; að hin virðulega lögfræðiskrifstofa þeirra félaga þyrfti að minnsta kosti ekki að hafa nein opin- ber afskipti af slíku máli. Þegar James Howgill hafði rakið honum raun- ir sínar, mælti herra Johnstone: — Þér gerið mig blátt áfram undrandi, kæri Howgill. En þó var ekki neinn undrunarsvip á honum að sjá, rólega athygli og annað ekki. — Þér teljið sem sagt með öllu útilokað, að sættir megi tak- ast, þannig að þið flytjið saman aftur. — Með öllu útilokað! — Þér hafið kannski einhverjar persónuleg- ar fyrirætlanir? spurði herra Johnstone mjög svo gætilega. — Ekki eins og er, svaraði James Howgill. — En vitanlega get ég ekkert fullyrt um hvað verða kann. í svipinn er mér það eitt í mun að verða frjáls aftur. — Já, frelsið, mælti herra Johnstone hátíð- lega, rétt eins og hann ætlaði að fara að halda ræðu um það efni. — Og frú yðar, mælti hann enn, — vill ekki taka neitt tillit til vilja yðar? — Nei, ekki ef marka má orð hennar. Og því miður hlýt ég að taka mark á þeim. Herra Johnstone lagði fingurgóma saman, herpti varirnar og athugaði málið. — Ef þér eruð samt sem áður fastákveðinn, þá verðið þér sjálfur að finna til einhverja skilnaðarorsök, mælti hann að lokum. — Við skulum athuga hvað helzt kemur til greina í því sambandi. Líkamlegur eða andlegur yfirgangur? James Howgill hristi höfuðið. — Nei, hún er ekki af þeirri gerðinni. — Vanræksla? — Nei, það passar sko ekki. Hr. Johnstone féll bersýnilega ekki svo hvers- dagslegt og óvandað orðaval. — Nei, við verð- um að líta svo á, að vanræksla komi frekar til greina af yðar hálfu. Þá er eiginlega ekki eftir nema ein gild skilnaðarsök, sem um er að ræða, og herra Johnstone setti upp hörkusvip, eins og maður, sem er staðráðinn í að horfast í augu við staðreyndirnar. — Sá hugsanlegi mögúleiki, að um annan karlmann sé að ræða. James Howgill hristi höfuðið. — Nei, hún er ekki heldur af þeirri gerðinni. — Eruð þér svo viss um það? — Eins viss og ég get yfirleitt vefið viss um nokkurn skapaðan hlut. — Þegar konur eru tilneyddar, einhverra hluta vegna, að hverfa aftur að einlífi um nokk- urt skeið, er sá möguleiki alltaf fyrir hendi, að . . . Harra Johnstone lauk setningunni með hósta. — Við verðum að minnsta kosti að gera ráðstafanir til að komast að raun um það, mælti hann að lokum. — Hvað eigið þér við? Herra Johnstone hallaði sér lítið eitt fram á borðið. Væri það á annað borð hugsanlegt, að svo virðulegur maður gæti sett upp sam- særissvip, þá hefði mátt halda að það vottaði fyrir einhverju þessháttar á andliti hans sem snöggvast. — Við verðum að gera ráðstafanir til að fylgzt verði nákvæmlega með öllum ferð- um hennar, mælti herra Johnstone af óbifan- legri festu. — Lögregluspæjarar? spurði James Howgill. Það var auðheyrt, að honum gazt ekki sem bezt að hugmyndinni. Herra Johnstone lyfti hendinni eins og sá, sem valdið hefur. — Einkaspæjarar, sagði hann. — Einkaspæjarar, þeir tillitsömustu, varkárustu og slyngustu, sem völ er á. Öldungis öruggt . . . Fyrirbærið „einkaspæjarar, þeir tillitsömustu, varkárustu og slyngustu", sem völ var á, birt- ist þrem dögum síðar í persónugervi manns nokkurs, sem bar hið tillitsama nafn, Bates. Og þessi Bates var hálfgerður væskill, gráhærð- ur og svo takmarkalaust hversdagslegur, að hann bar ekki einu sinni harðan kollhatt á höfði. Það var ekki nokkur lífsins leið, hugsaði How- gill, að veita slíkum manni athygli innanum annað fólk; í rauninni virtist óhugsanlegt að nokkur veitti honum athygli einum sér í her- bergi; það mundi jafnvel hafa virzt mannlaus- ara ef hann hefði verið þar, en ef hann hefði ekki verið þar. Einhverra hluta vegna fannst James How- gill léttir að öllum þessum hversdagsleik; hann hafði hugsað til þess með nokkurri sektarkennd, að fara að ráða einkaspæjara til að fylgjast með öllum ferðum og athæfi eiginkonunnar, en þessi náungi var einskonar afsökun í sjálfu sér. Þeir tóku nú að ræða einstök atriði fyrir- hugaðrar samvinnu, og James Howgill lét Bates í té þær upplýsingar, sem honum mundu nauð- synlegar til að geta hafizt handa — aðsetur Marjorie; útlit, Howgill sýndi honum ársgamla augnabliksmynd; fastar venjur — mjög fáar; helztu vinir og kunningjar. Loks stakk Bates á sig papírsblaðinu, sem hann hafði skrifað á, sér til minnis. — Látið okkur um þetta, herra Howgill, sagði hann. — Séu einhver brögð í tafli af hennar hálfu, verðum við ekki lengi að uppgötva það. Framliald á bls. 43. VIKAN 27. tbl. — jg

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.