Vikan


Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 16

Vikan - 02.07.1964, Blaðsíða 16
NÝIR LESENDUR GETA BYRJAÐ HÉR: Angélique er dóttir de Sancé, baróns af Monteloup. Baróninn á í kröga- um fjárhagslega, en hefur fyrir ftungu heimili aö sjá. Molines, ráös- maöur á setri du Pleissis de Belliére greifa. frænda de Sancé, býöst til aö styöja de Sancé fjárhagslega, ef de Sancé vilji gera fétag viö hann. Þesir samningar veröa aö fara leynt, en Angelique iheyrir á tál þeirra, en lofast til aö þegja. Skömmu síöar ber tigna gesti aö garöi, du Pleissis de Belliére greifa og son hans, Philippe. Þeir, en einkum þó sá yngri, þykjast hátt hafnir yfir þessa sveitaaöalsmenn, þar sem þeir sjálfir dveljast meö hiröinni. Philippe notar hvert tækifæri til þess aö lítils- viröa og hæöa de Sancé og aöbúnaö þess, og Angelique nær honum frammi í gangi og hugsar sér aö kenna honum betri siöi. Hann sýnir henni lítilsviröingu sem fyrr og kastar henni frá sér upp aö veggnum. Hún finnur til ógleöi og svima og fellur í ómegin á gólfiö. Veikindi Angelique áttu sér eðlilegar orsakir. Madame de Sancé út- skýrði fyrir henni, sem nú var orðin ung stúlka, hvernig á þessu stóð, og sagði henni, að Þetta sama myndi koma fyrir hana í hverjum mán- uði, þangað til hún færi að reskjast. — Líður líka yfir mig í hverjum mánuði? spurði Angelique og undr- aðist, að hún skyldi ekki hafa tekið eftir þessu mánaðarlega yfirliði hjá kvenfólkinu, sem hún umgekkst. — Nei, það var tilviljun. Þú nærð þér og venst þessu. Eftir þetta fór Angelique í rúmið og var þess vegna ekki viðstödd, þegar markgreifinn og sonur hans yfirgáfu kastalann. Þeir stóðu ekki lengi við. Philippe kvartaði yfir því, að flærnar héldu fyrir honum vöku. — Bænabréf mitt til kóngsins, sagði de Sancé barón, þegar hinn skrautklæddi ættingi hans steig inn i vagninn, — afhentir þú honum það? — Ég gerði það, já. En ég held, að þú ættir ekki að gera Þér of háar vonir. Vertu sæll.frændi. Fleiri heimsóknir komu ekki frá Plessis höllinni. En þegar íbúar hall- arinnar þurftu á komandi tímum að rifja eitthvað upp, var vanalega talað um, að Þetta eða þetta hefði gerzt „fyrir" eða „eftir" heimsókn markgreifans. 7. KAFLI Svo kom „svarti gesturinn“. Angelique minntist komu hans alla ævi. Hann var ekki niðurlægjandi og andstyggilegur, eins og gestirnir frá nágrannahöllinni. Þvert á móti flutti hann með sér vonarneista, sem aldrei kulnaði í Angelique, svo rótgróinn, að jafnvel á verstu stundum ævi hennar, þurfti hún eklci annað en loka augunum til þess að sjá allt fyrir sér, eins og það var, vorkvöldið þegar hann kom. Angelique var í eldhúsinu eins og venjulega. Denis, Marie-Agnés og Albert litli voru að leika sér í kringum hana, Barnið lá I vöggu sinni við eldstóna. Börnunum fannst eldhúsið dásamlegasti staður kastalans. Þar logaði eldurinn alltaf og þar var alltaf hlýtt. Gontran, sem var feim- inn og dreyminn, sat oft tímunum saman og rýndi í eldinn og sá í hon- um aðra veröld. Þetta kvöld var Angelique að gera hérakjötsbúðing. Hún var búin að hnoða deigið og var að hakka kjötið. Þá barst jódynur utan af vindu- brúnni. — Þarna kemur pabbi þinn, sagði Pulchérie. — Ætli það sé ekki bezt, Angelique, að við förum inn í setustofuna. En eftir stundarþögn var bjöllunni við aðaldyrnar hringt. — Ég skal fara, sagði Angelique, og hljóp fram. Gegnum rigninguna og kvöldmistrið sá hún háan og grannvaxinn mann í rennblautri yfirhöfn. — Settuð þér hestinn yðar inn? hrópaði hún. —• Þakka yður fyrir Mademoiselle, sagði gesturinn, tók ofan barða- stóran hattinn og hneygði sig. — Ég tók mér bessaleyfi til að fara með hestinn minn og farangurinn beint inn í hesthús. Þegar mér var ljóst, að ég átti enn langa ferð fyrir höndum, ákvað ég að biðja hans hágöfgi, baróninn af Monteloup, um húsaskjól eina nótt. Hann var í svartri skikkju úr grófu efni, en hvítur kraginn, sem gægð- ist upp úr hálsmálinu, kom Angelique til að álíta, að þetta væri smá- kaupmaður eða bóndi i sunnudagafötunum sínum. Málið, sem hann talaði, var þó ekki mállýska staðarins, heldur hafði hann framandi hreim og gætti þess vel að tala hægt og skýrt. — Pabbi er ekki kominn heim, en komið inn og yijið yður í eldhús- inu. Ég skal ná í strák til að kemba hestinum yðar. Hún visaði gestinum til eldhúss. Þegar þau komu þangað, var Joss- elin einmitt að koma inn, forugur frá hvirfli til ilja, og dró á eftir sér villisvín, sem hann hafði veitt. — Þér hafði fengið góða veiði, herra, sagði ókunni maðurinn kurteis- lega. Josselin leit illskulega til hans og hnussaði. Svo fleygði hann sér nið- ur fyrir framan eldstæðið til að orna sér. Ókunni maðurinn fékk sér sæti á eldhúsbekknum og þáði súpudisk af Fantine. Hann sagðist vera ættaður frá þessum slóðum. Hann hefði fæðzt skammt frá Secondigny, en hefði nú dvalið árum saman erlendis, og þess vegna hefði hann þennan annarlega málhreim. — En það fer nú að lagast, sagði hann. — Mér hefur þegar farið fram, síðan ég lenti í La Rochelle fyrir um viku. Við þessi orð lyfti Josselin höfðinu og leit á hann með ljómandi aug- um. Börnin umkringdu hann og létu spurningarnar dynja á honum. — 1 hvaða landi varstu? — Er það langt í burtu? — Hvað verzlarðu með? — Ég verzla ekki, sagði ókunni maðurinn. — Ég hef hugsað mér að ferðast um Frakkland og segja hverjum, sem hlusta vill, frá ferðum rqínum og ævintýrum. — Eins og trábadúrar miðaldanna? spurði Angelique, sem eftir allt saman mundi eftir einhverju, sem Pulchérie hafði reynt að troða í hana. — Á vissan hétt, þótt ég geti hvorki ort né sungið. En ég get lýst fallegum löndum, þar sem vínviðurinn vex villtur. Trén í skóginum svignandi af ávöxtum, en íbúarnir kunna ekki að brugga vín. Og það er eins gott, þvi það er ekki guðs vilji, að mennirnir hagi sér eins og svin. Fólkið þar er ennþá saklausustu verur jarðarinnar. Ég gæti líka sagt ykkur um slétturnar stóru, þar sem hestarnir ganga í flokkum. Ef einhvern vantar hest, er allur vandinn að bíða bak við stein, þangað til hestarnir hlaupa framhjá. Þá kastar maður löngum vað með renni- lykkju utan um hálsinn á hestinum, sem manni lízt bezt á og tekur hann sér til eignar. — Er auðvelt að temja þá? — Ekki alltaf, sagði gesturinn og brosti. Angelique fannst, að þessi maður myndi ekki brosa oft. Hann virt- ist vera á fertugsaldri, en það var lífsreynzla og góðmennska í augum hans. —■ Þarf ekki að fara yfir hafið, til þess að komazt til þessara landa? spurði Josselin tortryggnislega. —• Yfir allt úthafið. Lengst inni í þessu landi eru stór fljót og stöðu. vötn. Ibúarnir eru koparrauðir. Þeir skreyta höfuð sín með fuglafjöðr- um og ferðast um vötnin i litlum bátum, gerðum úr dýrahúðum. Ég hef einnig komið til eyja, þar sem allir eru kolsvartir^ Þar lifa menn á reyr, sem er sver eins og handleggur og er kallaður sykurreyr — það er einmitt úr honum, sem sykurinn er unninn. Or þessum reyr búa þeir líka til drykk, sem er sterkari en kornbrennivín. Þessi drykkur gerir menn ekki eins drukkna, en er styrkjandi og endurnærandi. Hann heitir romm. —• Eruð þér með eitthvað af þessum undradrykk með yður? spurði Josselin. — Ég er með litla flösku I hnakktöskunni minni. En ég skildi nokkr- ar tunnur eftir hjá frænda mínum, sem er kaupmaður í La Rochelle, því ég er ekki verzlunarmaður. Ég er aðeins ferðamaður, sem hef á- huga fyrir ókunnum löndum og mig langar að kynnast stöðum, þar sem engir eru svangir eða þyrstir og allir eru glaðir og frjálslyndir. Það var mér Ijóst, að allt kemur með mönnum af hvíta kynstofninum, þvi þeir hafa rangtúlkað guðs orð. Því guð kenndi okkur ekki að drepa og eyðileggja, heldur elska náungann. — Þér eruð mótmælandi, heyri ég, sagði Raymond. — Já. Ég er prestur án brauðs. — Þá eruð þér ekki á réttum stað, herra, sagði Josselin fyrirlitlega. — Því þessi bróðir minn getur ekki um annað hugsað en dýrlinga og latínulestur i félagsskap við Jesú, og það á áreiðanlega ekki við yður. —• Mér dettur ekki í hug að áfellast hann, sagði húgenottinn. — Oftar en einu sinni hefi ég hitt kaþólska presta í þessum löndum, sem starfa þar af kristilegu hugrekki og sjálfsfórn. Samkvæmt kenningu þeirri, sem ég játa, er hverjum frjálst að hafa Þá trú, er hann kýs. —• Ég get nú varla talað við yður um Þetta, sagði Josselin, — því ég er langt kominn að gleyma þeirri litlu latínu, sem ég lærði. En hann bróðir minn talar hana betur en frönsku og. .. —■ Það er einmitt ein mesta ógæfa okkar lands, greip presturinn fram í. — Menn kunna ekki lengur að biðjá til guðs á móðurmálinu og frá hjartanu, heldur verða að nota til þess töfraþulur á latinu. Angelique saknaði þess, að talið skyldi hafa snúizt frá öldusogi og þrælaskútum, ógnþrungnum skepnum eins og snákum og risadrekum eða hvölum á stærð við skip. Hún hafði ekki tekið eftir því, að barn- fóstran var farin út úr eldhúsinu og hafði skilið dyrfnar eftir í hálfa gátt. Svo henni kom á óvart, að heyra hviskur og rödd móður sinnar, sem grunaði ekki, að til hennar heyrðist: — Hvort sem þessl maður er mótmælandi eða ekki, stúlka mín, er hann gestur okkar og dvelur hérna svo lengi sem halnn sjáifur vill. 1 sama bili kom barónessan með Hortense inn í eldhúsið. Gesturinn hneigði sig kurteislega, en kyssti ekki hendur þeirra né hafði aðra hirðsiði. — Ég heiti séra Rochefort, sagði hann. — Ég er á leið til Second- igny, en þar sem það er löng leið, datt mér í hug að leita hér nætur- gistingar. Barónessan fullvissaði hann um, að hann væri velkominn. Hún lét þess getið að þar játuðu allir kaþólskan sið, eln færu eftir boðum Hinriks konungs góða og ömuðust ekki við trú annarra. — Það var einmitt það, sem ég leyfði mér að vona, þegar ég kom hingað, Madame, sagði presturinn og hneigði sig aftur. — Því ég verð að játa, að mér hafi verið sagt, að þið hafiO haft gamlan húgenotta í þjónustu ykkar árum saman. Svo ég sneri mér fyrst til hans, og Guill- aume Liitzen fullvissaði mig um, að vel yrði tekið á móti mér. — Þér getið reitt yður á gestrisni okkar, herra, svo lengi sem þér viljið dveija með okkur. — Mín einasta ósk er að þjóna guði, eins vel og ég get. Og þessvegna langar mig til að hitta eiginmann yðar, eins fljótt og hægt er. — Hafið þér fréttir að færa eiginmanni mínum, suprði Madame de Sancé undrandi. — Ekki fréttir, ef til vili skilaboð. Leyfið mér að geyma erindi mitt, þar til eiginmaður yðar kemur. — Auðvitað herra. Ég heyri, að hann er að koma. Armand de Sancé barón, virtist ekki koma gesturinn á óvart og heilsaði honum ekki jafn óþvingað og öðrum gestum. — Er það rétt hermt, Monsieur, að þér komið frá Ameríku spurði hann, eftir að þeir höfðu heilsast. —• Já, Monsieur le barón. Og mig myndi langa til að tala við yður einslega, um mann, sem þér þekkið. — Uss! sagði Armand de Sancé, og leit áhyggjufullur til dyra. Hann flýtti sér að bætá við, að presturinn væri mjög velkominn gestur, og Jg — VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.