Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.07.1964, Qupperneq 17

Vikan - 02.07.1964, Qupperneq 17
ef hann vanhagaði um eitthvað, ætti hann aðeins að kalla á þjónana. Kvöldverðurinn yrði reiddur fram innan klukkustundar. Presturinn þakkaði fyrir og bað um að fá að þvo sér. Var ekki þessi hellirigning nóg handa honum, hugsaði Angelique. Skritnir þessir húgenottar! Það er svo sannarlega satt, að þeir eru ekki eins og annað fólk. Ég ætla að spyrja Guillaume, hvort hann þurfi líka að þvo sér á ólíklegustu tímum. Madame de Sancé leiddi gestinn til dyra, til að vísa honum til her- bergis. En áður en þau færu út úr eldhúsinu greip Josselin í handlegg séra Rochefort. —• Segið mér aðeins eitt I viðbót, prestur minn. Til þess að vinna þarna í Ameríku, þarf maður ekki að vera mjög ríkur, eða kaupa sér einhverja stöðu eða að minnsta kosti iðnaðarmannsréttindi? — Ameríka er frjálst land, sonur minn. Þar er einskis af þér krafizt annars em vinnu og sjálfsvarnar. — Hver eruð þér, ókunni maður, sem leyfið yður að kalla þennan unga mann son yðar, og það í návist föður hans og minni, afa hans? Rödd gamla barónsins var há og reiðileg. — Ég er séra Rochefort, yður til þjónustu, Monsieur le barón, en ég hef ekkert brauð og er hér aðeins á ferð. —• Húgenotti! urraði gamli maðurinn. — Og meira að segja kominn frá þessu margbölvaða landi.... Hann stóð á þröskuldinum og studdist við stafinn, en bar sig vel. Angelique sýndist andlit hans eins hvitt og skeggið. Hún fann til hræðslu, án þess að vita hvers vegna, og flýtti sér að gripa fram í: —• Afi, þessi maður var gegnblautur og við buðum honum inn til þess að þurrka sig. Hann hefur sagt okkur spennandi sögur .... — Allt í lagi. Þvi er ekki að leyna, að ég dáist að hugrekki, og þegar óvinurinn tekur ofan grímuna og leitar skjóls í húsum okkar, verðum við að sýna honum gestrisni. Presturinn tók blauta skikkju sína upp af bekknum. —. Ég er ekki kominn hingað sem óvinur. Ég á erindi að reka í Chateau de Sancé. Ég kem með skilaboð úr fjarlægu landi. Ég ætlaði mér að flytja Armand barón einum þessi boð, en ég sé, að fjölskyldan er samheldin og kemur beint framan að manni. Mér líkar það vel. Þannig gerðu kennimennirnir og postularnir. Angelique sá að afi hennar fölnaði enn og hallaðist nú upp að dyra- stafnum. Hún vorkenndi honum. Hana langaði til að hindra prestinn, en hann hélt áfram: — Monsieur Antoine de Ridoué de Sancé, sonur yðar, sem ég hafði þann heiður að hitta í Florida, bað mig urn að fara til kastalans, þar sem hann væri fæddur, og fræðast um fjölskyldu hans, svo ég geti fært honum fréttir, þegar ég sný til baka. Ég hef þannig lokið .... Gamlij baróninn gekk hægt í áttina til hans. —. Út með yður! másaði hann rámur. ■— Meðan ég lifi skal ekki nafn sonar míns, sem svívirti guð sinn, konung sinn og land sitt, nefnt undir þessu þaki. Út með yður segi ég! Ég vil ekki hafa húgenotta í minum húsum! — Ég er á förum, sagði presturinn rólega. — Nei! Raymond greip mynduglega fram í. — Þér verðið kyrr, Mon- sieur, þér farið ekki út fyrir dyr, meðan rignir svona. Enginn íbúi Monteloup mun veita yður húsaskjól og næsta mótmælendaþorp er of langt í burtu. Ég bið yður að þiggja herbergi mitt. —• Já, verið kyrr, sagði Josselin, dreyminni röddu. — Þér verðið að segja mér meira um Ameríku og úthöfin. — Kjálkar gamla mannsins titruðu. —• Armand! hrópaði hann, og þjáningin i röddinni greip hjarta Angelique. — Nú veit ég, hvar uppreisnarandi Antoine bróður þíns, hefur tekið sér bólfestu. 1 þessum tveimur drengjum, sem ég hef unn- að. Guð hefur ekki mildað mér höggin. Ég hef lifað of lengi. Hann riðaði, en gamli GuiIIaume tók af honum fallið. Gamli barón- inn staulaðist. fram, studdi sig við öxl gamla hermannsins og endurtók klökkri röddu: — Antoine . . . Antoine . . . Antoine ... Nokkrum dögum seinna dó gamli baróninn. Enginn vissi, hvað varð honum að banameini. Hann slokknaði eins og ljós, einmitt þegar allir héldu, að hann hefði náð sér eftir komu mótmælendaprestsins. Snemma morguns, skömmu eftir jarðarförina, vaknaði Angelique við, að henni heyrðist nafn hennar nefnt. Hún opnaði augun og sá sér til undrunar, að Josselin stóð við rúmstokk hennar. — Ég er farinn, hvislaði hann. — Reyndu að láta þau skilja mig. — Hvert ferðu? —- Fyrst til La Rochelle og svo sigli ég til Ameriku. Séra Rochefort sagði mér frá öllum þessum löndum: Antilleseyjum, Nýja-Englandi og svo nýlendunum — Virginia, Maryland og Carolina. Á endanum finn ég land við mitt hæfi. — Ætlarðu að kasta trúnni? spurði hún skelfd. — Ég veit það ekki. Ég hef engan áhuga fyrir þessari latnesku helgi- sögu. Ég vil aðeins fá að lifa. Hann kyssti hana lauslega á kinnina, gekk fáein skref í burtu, sneri sér svo við og pírði augun á hálfnakta systur sína. — Þú ert að verða falleg og vel vaxinn, Angelique. Gættu þín. Þú verður að fara lika. Ef þú gerir það ekki, veiztu ekkf fyrr til, en þú ert farin að veltast í heyinu með einhverjum hestastrákum. Eða þá að einhver ríkisbubbinn tekur þig sér fyrir leikfang. Svo bætti hann við, bliðari en venjulega: —• Þú mátt ekki láta gera þig að engu, litla systir. 8. KAFLI. Gerir þú þér ljóst, sagði baróninn við Angelique, — hvað þú og hinir Framhald á bls. 34. Frftmhaldssagnn %. Muti eftir $erge og Tknne CJoton ÞAÐ FÓR HROLLUR UM ANGELIQUE. HENNI VARÐ FLÖKURT, EN SAMT VAR HON SPENNT. EFTIR AÐ HAFA SVO OFT VIRT FYRIR SÉR MYND GRISKU GUÐANNA, GAT HÚN NO LOKS SKILIÐ TIL FULLS FEGORÐ MYNDARINNAR, SEM HENNI HAFÐI HINGAÐ TIL VERIÐ ÖLJOS. - SVO ÞETTA ER AST, SAGÐI HON VIÐ SJALFA SIG. VIKAN 27. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.