Vikan


Vikan - 02.07.1964, Page 21

Vikan - 02.07.1964, Page 21
Efri myndin aö neðan sýnir heim að Stíflisdal. Jó- hann og Ragnar á Brúsastöðum heyjuðu Stífiisdalinn f fyrra, og neðst er mynd af Jóhanni við slátt í Stíflisdal. O Sveinbjörn Einarsson. — Einars- Heiðarbær i baksýn. Sveinbjörn var cinn heima á þeini bænum, þegar við vorum þar á fcrð. Einar bóndi við hcyskap f Arnar- felli í fyrrasumar. sonur hans, sem við fundum við kaffiborðið heima hjá Jóhannesi. Þar fundum við líka Sveinbjörn son Jóhannesar, en þannig stend- ur á þessu nafni á báðum bæjun- um, að þeir bræður eru Svein- björnssynir, og Regína á Skála- brekku systir þeirra. Og fleiri sátu við kaffiborðið: Ómar Garð- arsson, sumarsveinn hjá Jóhann- esi, og vörubílstjóri úr Grafn- ingnum, — því Jóhannes var ný- kominn heim frá því að sækja áburð suður. Svo þegar við Viku- menn bættust á garðann, hafði Margrét húsfreyja Þórðardóttir nóg að gera. Á hvorum bæ eru nú fjórir til heimilis: Hjón með tvö börn. Á Jóhannesar-Heiðarbæ eru þeg- ar talin hjónin og Sveinbjörn, en auk þeirra telst Jóhanna Jó- hannesdóttir til heimamanna. Tvær dætur eldri eru komnar tijl höfuðborgarinnar. Á Einars- Heiðarbæ er kona hans, Unnur Prímannsdóttir, áðurnefndur Sveinbjörn og Ásta. Einar hitt- um við í fyrrasumar við heyskap á Arnarfelli, og reyndar allt heimafólk af þeim bænum nema frúna. Sveinbirnirnir sögðu okk- ur frá bústofni á bæjunum. Svein- birni Jóhannessyni sagðist svo frá, að þar væru rúmlega 500 kindur, 2 kýr, 7 hestar, 2 hund- ar og algerlega kattalaust. Svein- björn Einarsson taldi um 300 kindur, 3 kýr, 5 hesta, 3 ketti og fjölgunarvon. Heiðarbæirnir standa niður með Grafningsvegi. Þeir standa fremur lágt, en það er fallegt að Framhald á bls. 40. Selkot hefur verið í eyði í nokkur ár, en bæjarhúsið hjarir enn. Þar verður varla sezt að aftur í bráð, svo afskekktur er staðurinn. Heimafólkið í Fellsenda. Búið hvílir nú að mestu á bræðrunum Gunnari og Þóri. Þórir var ekki heima, en Gunnar er hcr til vinstri. Þessi bær er rétt við veginn austur — en er í eyði. Þetta er Stíflisdalur II. VIKAN 27. tbl. “21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.