Vikan


Vikan - 02.07.1964, Side 25

Vikan - 02.07.1964, Side 25
Feröahandbókin er komin út - sjá næstu opnu stöðuvatni á íslandi svo vitað sé. Botnsá rennur úr vatninu að vestan, en ofarlega í henni er fossinn Glymur um 200 m hár, og er hann í tölu hæstu fossa landsins. f vatninu er bleikja og lítið eitt af urriða. Það tilheyrir jörðinni Stóra-Botni í Botnsdal. Helgi Eyjólfsson, bygg- ingameistari í Reykjavík, gefur upplýsingar um veiðileyfi í vatninu. Skorradalsvatn liggur í langri og mjórri kvos norður og austur af Skarðsheiði. Er nál. 16 km langt og nál. 1,5 km, þar sem það er breiðast. Vatnið er 14,3 km2 að flatarmáli og í 57 m hæð yfir sjó. Mikill hluti vatsins er 20 m djúpur eða meir. Mesta dýpi er 48 m ná- lægt miðju vatninu gegnt Gunnarseyri. Andakílsá fellur úr því. Bleikja er í vatninu. Tólf jarðir eiga land að því, og fást veiðileyfi hjá jarðeigendum. Reyðarvatn er í kvos austur af Þverfelli, sem er suðaustur af Lund- arreykjadal í Borgarfirði. Vatnið er 7,1 km2 og liggur í 325 m hæð yfir sjó. Nyrðri hluti vatnsins er innan við 10 m að dýpt. Um mitt vatnið er 39,5 m djúp skál og önnur í suður vatninu með 48,5 m dýpi. Grímsá fellur úr norðvesturhorni vatnsins. Afleggjari liggur af Uxa- hryggjavegi skammt sunnan við Þverfell upp að vatninu sunnan- verðu í svokallaða Selvík. í því er eingöngu bleikja. Veiðin er í eign jarðarinnar Þverfells. Langavatn er í kvos upp af Mýrum norðaustur af Grímsstaðamúla og í vestlæga stefnu frá Hreðavatni. Vatnið er í 214 m hæð yfir sjó. Það er breiðast syðst, nál. 2,4 km og mjókkar til norðurs, og er það 4,3 km að lengd. Yfirborð þess er 5,1 km2. Mestur hluti vatnsins er yfir 10 m á dýpt og meðaldýpi þess 15,7 m. Nokkrar holur yfir 20 m á dýpt eru í vatnsbotninum. Sú dýpsta þeirra er 36 m, og er hún út af Barónsvík, skammt norðan við hólmana suðaustan til í vatninu. f Langavatn fellur Langavatnsá ð norðan um Langavatnsdal og Beilá að suðaustan, en hún kemur að hluta úr Vikravatni. Úr suð- vesturhorni vatnsins fellur Langá í suðlæga stefnu, sem hún heldur allt til sjávar. Nálægt 4 km neðan við vatnið fellur Gljúfurá úr Langá fyrst í austur og síðan í suðlæga stefnu og rennur í Norðurá. Ekki er laxgengt upp í Langavatn. f vatninu veiðast urriði og bleikja. Vart hefur orðið við stóra urriða í vatninu, allt upp í 14 pund að þyngd. Veiðirétt í Vatninu eiga Stafholtstungnahreppur, Borgarhreppur og Álftaneshreppur. Tveir fyrrnefndu hrepparnir hafa leigt Veiðiklúbbnum Streng í Reykjavík veiði í vatninu. Veiði7 leyfi eru seld á vegum klúbbsins hjá eftirtöldum aðilum: Gísla Ás- mundssyni, Reykjavík (símar 18909 og 23356), Kaupfélagi Borgfirð- inga, Borgarnesi, Bókaverzlun Andrésar Níelssonar, Akranesi og bóndanum á Gljúfurá. Vegur hefur verið lagður að vatninu frá Svignaskarði í Borgarhreppi, og er vegalengdin 13 km. Álftaneshrepp- ur, sem á veiðina vestan til í vatninu, hefur leigt sinn hluta vatnsins stangaveiðifélagi í Borgarnesi, og selur félagið veiðileyfi. Hítarvatn er í kvos norðaustur af Hítardal á Mýrum. Vatnið er í 147 m hæð yfir sjó. Yfirborð þess er 7,3 km2. Lítið er vitað um dýpi í því, en kunnugir telja það djúpt. Á fellur í vatnið að norð- austan og Hítará rennur úr því að suðvestan. f vatninu er urriði og bleikja, og ber meira á bleikjunni. Hraunhreppur á veiði í vatninu. Veiði leyfi eru seld í Hítardal af Leifi Finnbogasyni, bónda. Bílfært er langleiðina að vatninu. Ganga varður síðasta spölinn (ca. 20 mín.). Hlíðarvatn er nyrst í Hnappadal, sunnan undir Rauðamelsheiði, í nálægt 6 km loftlínu vestur af Hítarvatni. Vatnið er í 78 m hæð yfir sjó, og er yfirborð þess 4,2 km2. Mestur hluti vatnsins er djúpur. Mesta dýpi er um 130 m, og er það nálægt miðju vatnsins. Fossá fellur í norðaustur hluta vatnsins, en Hraunholtsá úr vesturenda þess niður í Oddsstaðavatn. f vatninu er urriði og bleikja og ber meira á bleikjunni. Lönd að vatninu eiga jarðirnar Hlíð, Hraunholt og Heggsstaðir. Veiðin hefur verið leigð samtökum, sem ráðgera að koma á sumrinu 1964, upp fljótandi hóteli á vatninu. Hótelgestum einum verður leyft að veiða. Akfært er að vatninu. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn landsins, 82,6 km2 að flatarmáli. Liggur það í 103 m hæð yfir sjó. Mestur hluti vatnsins er yfir 10 m að dýpt og er stór hluti þess með dýpi yfir 50 m. Mesta dýpi er 114 m. Er það skammt norður og vestur af Sandey. Efra-Sog fellur úr suðvestur horni vatnsins. Urriði og bleikja eru í vatninu. Murta kall- ast afbrigði af bleikju, sem mikið er af í vatninu. Nær hún kynþroska 18—20 sm að lengd og stækkar lítið úr því. Annað bleikjuafbrigði er gljámurtan (dvergbleikjan), sem lifir í gjám norðan til við vatnið, og vex mjög hægt. Urriði getur orðið mjög stór í vatninu. Stærsti urriði sem veiðzt hefur, vð 26 pund. Þjóðgarðsvörður selur veiðileyfi fyrir landi þjóðgarðsins, en ábúendur og eigendur veiði á jörðum annars staðar við vatnið ráðstafa veiði hver fyrir sínu landi. Úlfljótsvatn liggur í kvos suður af Þingvallavatni og er Dráttarhlíð á milli þeirra. Efra-Sog tengir þau saman. Vatnið er 2,9 km2 að flatar- máli og liggur í 76 m hæð yfir sjó. Sogið fellur úr því að sunnan. Urriði og bleikja eru í vatninu. Stærsti urriði, sem veiðzt hefur í því fékkst í net 1956, og vó hann 26 pund. Umráðendur veiði í vatninu selja veiðileyfi. Apavatn liggur í ofanverðri Árnessýslu suður af Laugardal. Vatnið er 13,6 km2 að flatarmáli og í 59 m hæð yfir sjó. Það er grunnt, og er mestur hluti þess um 2 m að dýpt. Á, Hagós, rennur úr vatninu að austan, og fellur hún í Brúará. Urriði og bleikja eru í vatninu, en mest er af bleikju. Sex jarðir eiga land að vatninu og selja umráð- endur veiðinnar veiðileyfi. Hestvatn liggur í kvos vestur og norðvestur af Hestfjalli í Árnes- sýslu. Vatnið er 6 km2 að flatarmáli og er í 75 m hæð yfir sjó. Er vatnsbotninn í því skálarmyndaður og er mesta dýpi 60 m. Mikill hluti þess er yfir 50 m á dýpt. Slauka rennur úr því að norðaustan út í Hvítá. Urriði og bleikja eru í vatninu og er mikið um smávaxna bleikju (murtu). Fimm jarðir eiga land að vatninu, og fást veiðileyfi hjá veiðieigendum. Hlíðarvatn er í kvos vestur af Selvogsheiði og lig®w Krísuvíkur- vegur meðfram norðurbakka þess. Er það 4,2 km2 að flatarmáli og er í eins meters hæð yfir sjó. Á, Vogsós, rennur úr vatninu að suð- austan út í sjó. f því veiðist bleikja, og urriða verður þar aðeins vart. Jarðir, er land eiga að vatninu eru Vogsósar, Hlíð og Stakkavík. Vogs- ósar eiga land að vatninu að suðaustan, og selur Vogsósbóndinn veiðileyfi fyrir sínu landi. Veiðileyfi fyrir löndum Hlíðar og Stakka- víkur fást hjá Kjartani Sveinssyni, skjalaverði, Reykjavík, og Stanga- veiðifélagi Hafnarfjarðar. Kleifarvatn liggur á Reykjanesi í kvos suðaustur af Lönguhlíð og norður af Krísuvík. Er það nál. 25 km frá Reykjavík. Það er 9,1 km2 að flatarmáli og liggur í 135 m hæð yfir sjó. Vatnið er skálarmyndað og er mikill hluti þess yfir 40 m að dýpt, en mesta dýpi í því, 87,5 m, er austur af Syðri-Stapa. Ekkert ofanjarðarrennsli er úr vatninu. Eigandi vatnsins er Hafnarfjarðarbær, og hefur hann leigt Stanga- veiðifélagi Hafnarfjarðar það, sem selur veiðileyfi í vatninu. Helztu veiðiárnar. Elliðaárnar. Rafmagnsveita Reykjavíkur. Leigutaki: Stangaveiði- félag Reykiavíkur. Úlfarsá. Veiðifél. Úlfarsár. Form. Sigsteinn Pálsson, bóndi, Blikast. Leigutaki: Áburðarverksmiðjan h.f. Leirvogsá. Veiðifélag Leirvogsár. Form. Guðmundur Magnússon, bóndi, Leirvogstungu. Leigutaki: Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Laxá í Kjós, Bugða og Meðalfellsvatn. Veiðifélag Kjósarhrepps. Form. Ólafur Andésson, bóndi, Sogni. Leigutaki: Stangaeviðifélag Reykjavíkur. Brynjudalsá. Veiðifélag Brynjudalsár. Formaður Björn Lúthersson, bóndi, Ingunnarstöðum. Leigutaki: Sverrir Jónsson og fleiri. Botnsá. Landeigendur. Laxá í Leirársveit. Veiðifélag Laxár. Formaður Sigurður Sigurðs- son, bóndi, Stóra-Lambhaga. Leigutaki: Veiðiklúbburinn Strengur, Reykjavík, o. fl. Andakílsá. Landeigendur. Grímsá. Landeigendur. Flókadalsá. Veiðifélag Flókadalsár. Formaður Björn J. Blöndal, bóndi, Laugarholti. Reykjadalsá. Veiðifélag Reykjadalsár. Formaður Jón Ingólfsson, bóndi, Breiðabólstað. Þverá. Veiðifélag Þverár. Formaður Magnús Kristjánsson, bóndi, Norðtungu. — Leigutaki: Hallgrímur Hallgrímsson, Gunnar Guðjóns- son, Magnús Andrésson o. fl. Norðurá. Veiðifélag Norðurár. Formaður Sverrir Gíslason, bóndi, Hvammi. — Leigutaki: Stangaveiðifélag Reykjavikur. Gljúfurá. Landeigendur. Langá. Landei«endur. Álftá. Landeigendur. Hítará. Landeigendur. Straumfjarðará. Veiðifélag Straumfjarðarár. Formaður Árni Kristj- ánsson, forstj., Reykjavík. Framhald á næstu síðu. VIKAN 27. tbl. — 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.