Vikan


Vikan - 02.07.1964, Page 31

Vikan - 02.07.1964, Page 31
þekkts „nafns" í vísindablaða- mennsku. Allt í einu rétti Kirchbaum fram hendina og reif heyrnartækin af manninum, svo harkalega að blóðið rann úr öðru eyranu. Kirchbaum stóð kyrr og hlustaði í heyrnartækinu og sneri sér síðan starandi að Saunders og Price. — Hann er í sambandi! Hann hefur sent allt saman nókvæmlega eins og það skeði hér! Hann sleppti heyrnartækiunum og snarsneri sér við, og ógnþrung- inn kraftur var að baki krepptum hnefanum, sem hitti sjónvarpsmann- inn beint í andlitið. En það hafði í sjólfu sér ekkert að segja. Því ó þessu augnabliki voru fréttirnar komnar um öll Bandaríkin. Framhald í næsta blaði. HVAR Á AÐ VEIÐA í SUMAR? Framhald af bls. 26. son, bóndi, Ytri-Hlíð. — Leigu- takar: Stangaveiðifél. Straumar, Reykjavík. Hofsá í Vopnafirði. Landeig- endur. Breiðdalsá. Veiðifélag Breið- dælinga. Form. Sigurður Lárus- son, Breiðdalsvík. Vatnasvæði Skaftár. Veiðifélag Skaftár. Form. Siggeir Björns- son, Holti. Vatnasvæði Rangánna. Veiði- félag Rangæinga. Form. Sigur- bjartur Guðjónsson, bóndi, Há- varðarkoti. Vatnasvæði Ölfusár-Hvítár. Veiðifélag Árnesinga. Form. Jör- undur Brynjólfsson, Kaldaðar- nesi. Veiðimál kallast þau mál, er varða vciði lax, silungs og áls, fiskirækt og fiskeldi. Stjórn veiðimála. Samkvæmt lögum nr. 58/1957 um lax- og silungsveiði fer land- búnaðarráðherra með yfirstjórn veiðimála, en honum til aðstoðar við stjórn þessara mála eru veiði- málastjóri og veiðimálanefnd. — Veiðimálastjóri annast daglega stjórn veiðimála og rannsóknir vatnafiska og veiðivatna. Veiði- málanefnd getur gert tillögur um allt er að veiðimálum lýtur, og skal leita samþykkis hennar um setningu reglugerða og annarra ákvæða um friðun eða veiði. Veiðimálastjóri er Þór Guðjóns- son, mag. scient. í veiðimálanefnd eiga sæti. Þórir Steinþórsson, skólastjóri, formaður. Steingrím- ur Steinþórsson, fv. búnaðarmála- stjóri, og Jón Jónsson, mag. scient, forstjóri Fiskideildar. Veiðimálastjóri og veiðimála- nefnd hafa aðsetur á Veiðimála- stofnuninni, Tjarnarg. 10, Rvík, sími 11060 og 19820. STÓRAUKIN SALA SANNAR VINSÆLDIR VÖRUNNAR

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.