Vikan - 02.07.1964, Page 33
prestálité.'""\
\ „ THUNDERVOLT kerti S
♦. á aðeins KR. 27.*****
PRESTOUTE „THUNDERVOLT" eru útbúin sjálf-
hreinsandi kveikjuoddi, sem fyrirbyggir sótmynd-
un — þannig aS neistinn er alltaf jafnsterkur
— kostirnir eru: Auðveldari gangsetning, aukin
véiaorka, minni bensineyðsla og lengri ending
kertisins. —
— Sendum í póstkröfu. —
presta/ite.
Þ. JÓNSSON & CO
BRAUTARHOLTl 6 - SIMI 15362 - REYKJAVIK
m
Yeiðiréttur.
Veiðiréttur fylgir löndum, sem
liggja að veiðivötnum, þ.e. ám
og vötnum. Landeigendur ráð-
stafa veiðirétti fyrir löndum sín-
um nema þar sem veiðifélög
starfa, en slík félög hafa ráðstöf-
unarrétt yfir veiði á félagssvæð-
um sínum. Þar sem á skilur land-
areignir, fylgir veiðiréttur út í
miðja á.
Laxveiði.
í sjó má ekki veiða lax.
Laxveiðitíminn stendur frá 20.
maí til 20 sept. ár hvert, en þó
má ekki veiða lax í neinni á leng-
ur en í 3 mánuði. Sérstakur veiði-
tími er ákveðinn fyrir hverja á.
Daglegur veiðitími á stöng eru
12 stundir á sólarhring á tíma-
þilinu frá kl. 7 að morgni til kl.
10 að kvöldi. f sumum ám er
veitt samfellt í 12 stundir dag-
lega, en í öðrum er 1—3 stunda
hlé um miðjan daginn. Hver á
hefur sinn ákveðna daglega veiði-
tíma.
Stangafjöldi í hverri á er
ákveðinn sérstaklega af veiði-
málastjórninni.
í lagnet og króknet er laxveiði
leyfð frá þriðjudagsmorgni frá
kl. 9 til föstudagskvölds kl. 21.
Til ádráttarveiði þarf sérstakt
leyfi, sem ráðherra veitir.
Sjósilungsveiði.
Sjósilungsveiði stendur frá 1.
apríl til 20. sept. ár hvert. Dag-
legur veiðitími á stöng er sá sami
og fyrir lax.
Stangafjöldi í hverri á er
ákveðinn sérstaklega.
í lagnet og króknet má véiða
með sama hætti og á sama tíma
og lax.
Vatnasilungsveiði.
Vatnasilungsveiði stendur yfir
í vötnum frá 1. febrúar til 27.
september ár hvert, nema í Þing-
vallavatni, en þar lýkur veiði-
tímanum í ágústlok og hefst aft-
ur 1. desember.
f stöðuvötnum, sem lax gengur
um, er veiðitíminn 12 stundir á
dag og netaveiðitíminn eins og í
laxánum, þ.e. hálfa vikuna (sjá
laxveiði).
Veiðileyfi.
Veiðileyfi í ám og vötnum fást
hjá veiðieigendum eða umboðs-
mönnum þeirra. Laxveiðiárnar
eru leigðar af veiðieigendum eða
framleigðar af leigutökum, sem
eru stangaveiðifélög eða einstakl-
ingar. í sjósilungsánum, sem lax
gengur ekki í, leigja eigendur
oftast frá degi til dags. Sama á
við um veiði í stöðuvötnum.
Sagt er frá nöfnum leigutakanna
við veiðiárnar undir fyrirsögn-
inni: Helztu veiðiár, fyrr í þess-
ari grein.
Helztu laxveiðiárnar.
Helztu laxveiðiárnar eru taldar
upp hér á eftir og getið um
meðallaxafjölda, sem veiddist í
þeim á stöng, á árunum 1953—
1962:
Elliðaárnar 1085
Laxá í Kjós 881
Þverá í Borgarfirði 810
Norðurá 771
Laxá í Dölum 476
Miðfjarðará 1229
Víðidalsá 826
Laxá í Þingeyjarsýslu 1085
Meðalþyngd á laxi er mismun-
andi frá einni á til annarra. í
Úlfarsá í Mosfellssveit er meðal-
þyngd laxins minnst, eða innan
við 5 pund, og í Laxá í Aðaldal
er hún mest eða rúmlega 10 pund.
Stærsti laxinn, sem veiðzt hef-
ur innan íslenzkrar lögsögu, er
Grímseyjarlaxinn svokallaði, sem
veiddist í þorskanet við Grímsey
8. apríl 1957. Hann var 132 cm
á lengd, vó 24,5 kg blóðgaður og
var 72 cm að ummáli. Stærsti
laxinn, sem veiðzt hefur á stöng,
var 115 cm að lengd, vó 19,25 kg
og var 70 cm að ummáli. Veidd-
ist hann í Hvítá í Árnessýslu, hjá
Iðu, í júní 1946.
Fiskrækt.
Fiskrækt telst friðun fisks, um-
bætur á lífsskilyrðum fisks, flutn-
ingur fisks í veiðivatn, auðveld-
un á gönguleiðum fisks, eyðing
sels og annars veiðivargs, eftirlit
með veiði og annað er lýtur að
aukningu fiskstofns eða viðhaldi
hans.
Laxeldisstöð ríkisins
í Kollafirði.
Árið 1961 hófst bygging Lax-
eldisstöðvar ríkisins í Kollafirði.
Mun byrjunarframkvæmdum
ljúka 1964. Verkefni eldisstöðv-
arinnar eru að gera tilraunir með
klak og eldi laxfiska í fersku
vatni, sjóblöndu og sjó, reyna
nýjar fiskræktaraðferðir, kenna
hirðingu og fóðrun eldisfisks,
framkvæma kynbætur á laxi og
silungi, ala upp lax og silung af
heppilegum stofnum til fiskrækt-
ar og til sölu til annarra eldis-
stöðva og framleiða neyzlufisk
til sölu á erlendum markaði. 1
stöðinni er klakhús fyrir 2 mill-
jónir hrogna og yfir 40 eldis-
tjarnir af mismunandi stærðum
og gerðum. Tólf steinsteyptar
tjarnir eru undir þaki. Sérstak-
ur útbúnaður er í byggingu í
flæðarmálinu til þess að taka á
móti laxi, þegar hann gengur úr
sjó. Rekstur stöðvarinnar er haf-
inn. Mun hún í framtíðinni selja
seiði til fiskræktar og fullþroska
lax til matar. Veiðimálastjóri er
framkvæmdastjóri stöðvarinnar,
en stöðvarstjóri er Eric Mogen-
sen.
Fiskiræktarfélög.
Fiskræktarfélög eru félög eig-
enda veiðijarða. Félögin skulu
vinna að fiskrækt hvert á sínu
vatnasvæði. Hafa þau heimild til
þess að takmarka veiðiútbúnað.
Átta fiskræktarfélög eru nú starf-
andi á landinu.
Veiðifélög.
Veiðifélög eru félög ábúenda
veiðijarða. Þau ráðstafa veiði,
hvert á sínu félagssvæði, og skulu
ennfremur vinna að fiskrækt. 45
veiðifélög starfa víðs vegar um
landið. Veiðifélögin hafa með sér
samtök, Landssamband veiði-
félaga, og er Þórir Steinþórsson,
— Þegar ég er búinn að reita þig,
ætla ég að steikia þig!
VIKAN 27. tbl. — gg