Vikan


Vikan - 02.07.1964, Page 34

Vikan - 02.07.1964, Page 34
skólastjóri í Reykholti, formaður þess. Stangaveiðifélög. Stangaveiðifélög eru frjáls samtök stangaveiðimanna. Vinna þau að því að útvega félagsmönn- um sínum aðstöðu til stangaveiði í ám og vötnum. Stangaveiðifélög eru starfandi á um 20 stöðum á landinu, og eru mörg félög í Reykjavík. Stangaveiðifélögin hafa með sér samband,Landssam- band íslenzkra stangaveiðimanna, og er Guðmundur J. Kristjánsson, Reykjavík, formaður þess. ★ LISTIÐNAÐUR í SÉR- FLOKKI Framhald af bls. 29. nákvæmlega eins, þótt svipur sé líkur með þeim sumum. Ragnar hefur teiknað þau og skreytt sum þeirra, en annað listafólk sem vinnur í leir- brennslunni hefur skreytt önn- ur. Eitt af þvi, sem Ragnar hef- ur riðið á vaðið með, eru kaffi- stell án handfanga, sem oft vilja brotna af. Það vita allir, að handfangalausir bollar hitna ó- þægilega mikið af kaffinu, en Ragnar hefur leyst það vanda- mál á mjög einfaldan og smekk- legan hátt. BoRarnir hafa nokk- urs konar einangrun um sig miðja, þannig að hitinn leiðist ekki af þeim fleti, sem hend- in heldur um. Einhver sagði í gríni, að þetta kæmi sér vel vegna þess hve erfitt væri að fá bolla með handfangi fyrir örvhenta, en þetta leysir auð- vitað um leið þann vanda! Á forsíðu VIKUNNAR er að þessu sinni mynd af kaffistelli frá Glit, sem kostar kr. 7,120.—, og þessari grein fylgja nokkrar myndir til viðbótar, sem sýna þennan nýja íslenzka listiðnað. Listafólkið, sem vinnur í Glit, er — auk Ragnars — Hringur Jóhannesson listmálari, Þor- björg Höksuldsdóttir nemi Mynd- listaskólans og Edda Óskars- dóttir nemi Myndlistaskólans. Leirbrennslumaður er Hermann Guðjónsson, verzlunarstjóri fyr- irtækisins er Einar Elíasson. Ofangreindir listmunir fást að- eins hjá Ilúsgagnaverzlun Reykja- víkur. ☆ { Eigið þér I erfiðleikum með hirzlu undir skrúfur og annað smádót? Ef svo, þá er lausnin hier } Framleiðum hina þekktu „1001“ skápa í þrem stærðum, 16, 24 og 32 skúffu. VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI Aðalskrifstofa Reykjalundi, sími um Brúarland. Skrifstofa í Rvík, Bræðaborgarstíg 9, sími 22150 krakkarnir gerið mér erfitt fyrir? Angelique hafði farið í gönguferð og rekizt á föður sinn sitjandi á rótarhnyðju, en hesturinn hans var á beit skammt frá. — Gengur ekki vel með múldýrin? spurði hún. __ jú, það gengur prýðilega. Ég var einmitt að koma frá Því að tala við Molines. Það er ómögulegt að hafa þig lengur heima. Það verður að setja þig í klausturskóla. Svo ég ákvað að auðmýkja mig. Ég fór til Molines og bað hann um lánið, sem hann ætlaði að láta mig hafa. Hann var mjög dapurlegur, eins og þetta hefði valdið honum meiri sársauka en hvarf elzta sonarins. 34 —• Það sem veldur mér mestum áhyggjum, er að ég skil ekki almenni- lega, hvað fyrir honum vakir. Hann setti furðuleg skilyrði fyrir þessu láni. — Hvaða skilyrði? Hann horfði hugsi á hana og strauk gullna hárlokkana. — Það er skrýtið — en ég á auðveldara með að létta á hjarta mínu við þig en við móður þína. Þú ert í rauninni ekki nema hálfvillt stelpu- tryppi, en það er eins og þú skiljir allt. Jú Molines sagði i| dag, að ég yrði, með skírskotum til aðalsmannstignar minnar, að útvega mér toll- frelsi fyrir fjórðunginn af múldýraframleiðslunni, og þar að auki fá skriflegt leyfi til þess að flytja út þennan fjórðung til Englands eða Spánar, þegar stríðið er búið. Og Þessi réttindi verð ég að fá hjá deild- arstjóra fjármálaráðuneytisins. — En þetta er stórkostlegt! hrópaði Angelique áköf. Þar sem þú biður bara um afléttingu tolla á fjórðungi af múldýraframleiðslunni, hlýtur deildarstjórinn að sjá, að þessi umsókn er sanngjörn. En hvað ætlarðu að gera við hin múldýrin? — Fjármálaráðuneytið fær forkaupsrétt á þeim, á gangverði. — Þá er allt í fínu lagi. Molines veit, hvað hann syngur. — Ég hef ekki sagt Þér frá því furðulegasta enn. Molines vill, að ég taki aftur að vinna í gömlu blýnámunni, sem við eigum, sagði bar- óninn og andvarpaði. — Stundum velti ég því fyrir mér, hvort hann sé með öllum mjalla. Hann stakk upp á því að ég endurnýjaði rétt for- feðra minna, til að vinna blý og silfur úr námunni. Hvað vonast þessi ráðsmannsskratti til að fá upp úr þessari gömlu gjótu? Það er mein- ingin að búa námuna tækjum á ný, í mínu nafni, en á hans kostnað og ég á einnig að verða mér úti um skattafrelsi á fjórðungnum á fram- — VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.